Hér má lesa meira um sögu Ethíópíu á ensku
☼http://www.countryreports.org/

2. öld e. Kr. Semítaþjóð af Arabíuskaga stofnar Aksum konungdæmið.

4. öld. Koptísk kristni kemur frá Egyptalandi.

7. öld: Múslimar leggja undir sig hluta af láglendi en kristni hélst á hálendi.

1530-1531. Múslímski leiðtoginn Ahmad Gran leggur undir sig mikið af Eþíópíu.

1630: Allir útlenskir trúboðar reknir úr landi.

Erlend íhlutun

1818-1868. Lij Kasa leggur undir sig Amahara, Gojjam, Tigray, og Shoa.

1855. Kasa verður Tewodros II keisari.

1868. Breskar hersveitir sigra Tewodros og hann sviptir sig lífi til að komast hjá því að vera tekinn til fanga.

1872. Höfðinginn Tigrayan verður Yohannes IV.

1889. Yohannes IV lætur lífið í bardögum við hersveitir Mahdista. Við tekur konungurinn í Shoa sem verður Menelik II keisari. Menelik undirritar tvíhliða vináttusamning við Ítalíu í Wuchale sem Ítalía túlkar svo að Eþíópía sé verndarsvæði Ítalíu. Addis Ababa verður höfuðborg landsins.

1895. Ítalir ráðast inn í Eþíópíu.

1896. Eþíópíumenn sigra ítalskar hersveitir við Adwa. Samningurinn frá Wuchale numinn úr gildi. Ítalir viðurkenna sjálfstæði Eþíópíu en halda yfirráðum yfir Eritreu.

1913. Menalik deyr og Lij Iyasu sonarsonur hans tekur við.

1916. Lij Iyasu steypt af stóli og við völdum tekur dóttir Meneliks, Zawditu, sem stjórnar í gegnum Ras Tafari Makonnen ríkisstjóra.

1930. Zawditu deyr og Ras Tafari Makonnen tekur við af henni og verður Haile Selassie I keisari.

1935. Ítalir ráðast inn í Eþíópíu.

1936. Ítalir hertaka Addis Ababa. Haile Selassie flýr og konungur Ítalíu verður keisari Eþíópíu. Eritrea er sameinuð Eþíópíu og löndin verða ásamt hinu ítalska Sómalílandi að Ítölsku Austur Afríku.

Stjórnartíð Haile Selassie

1941. Hersveitir frá Bretlandi og Samveldinu sigra Ítali með mikilli hjálp frá eþíópísku andspyrnuhreyfingunni, „arbegnoch“. Haile Selassie er aftur komið til valda.

1952. Sameinuðu þjóðirnar gera Eritreu að sambandsríki Eþíópíu.

1962. Haile Selassie innlimar Eritreu sem verður hérað í Eþíópíu.

1963. Fyrsta þing Einingarsamtaka Afríku haldið í Addis Ababa.

„Rauð ógn“

1973-1974. Um 200.000 manns deyja í hungursneyð í Wallohéraði.

1974. Haile Selassie steypt af stóli í valdaráni undir forystu Teferi Benti.

1975. Haile Selassie deyr á dularfullan hátt í varðhaldi.

Ógnarstjórn Mengistu

1977. Teferi Benti drepinn og í hans stað kemur Mengistu Haile Mariam.

1977-1979. Þúsundir stjórnarandstæðinga deyja í „rauðu ógninni“ undir stjórn Mengistu. Þjóðnýting landbúnaðar er hafin. Frelsishreyfing Tigrayafólksins byrjar frelsisstríð fyrir sjálfstæði héraðsins.

1977. Sómalir ráðst inn á Ogadensvæðið í Eþíópíu.

1978. Sómalskar hersveitir brotnar á bak aftur með mikilli hjálp frá Sovétríkjunum og Kúbu.

Hungursneyð níunda áratugarins

1985. Versta hungursneyð í áratug skellur á. Vesturlönd senda matvæli. Þúsundir manna fluttir nauðugir frá Eritreu og Tigre.

1987. Mengistu kosinn forseti eftir nýrri stjórnarskrá.

1988. Eþíópía og Sómalía undirrita friðarsamning.

Eþíópía eftir Mengistu

1991. Lýðveldisbyltingarframvarðasveit eþíópísku þjóðarinnar tekur Addis Ababa og neyðir Mengistu til að flýja land. Eritrea stofnar eigin bráðabirgðastjórn og stefnir að þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði.

1992. Líkamsleifar Haile Selassie finnast undir hallarsalerni.

1993. Eritrea verður sjálfstæð eftir þjóðaratkvæðagreiðslu.

1994. Ný stjórnarskrá skiptir Eþíópíu upp í aðskilin svæði eftir þjóðflokkum.

1995. Negassu Gidada verður forseti að nafninu til og Meles Zenawi tekur forsætisráðherraembættið.

1998-1999. Ágreiningur um landamæri Eritreu og Eþíópíu leiðir til vopnaðra átaka og stríðs í kjölfarið.

2000. Hungur blasir við meira en 8 milljónum Eþíópíumanna eftir þriggja ára þurrka og uppskerubrest. Eþíópía leggur undir sig bæinn Barentu í Eritreu og skömmu síðar er undirritað samkomulag um vopnahlé. Eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna stjórna brottflutningi eþíópískra hersveita frá landsvæðum Eiritreu. Friðarsamningar eru undirritaðir í Alsír. Þá gefst tóm til að draga landamæri um hin umdeildu svæði, skiptast á stríðsföngum og leyfa herleiddu fólki að snúa aftur til heimkynna sinna. Haile Selassie er grafinn í Þrenningardómkirkjunni í Addis Ababa.

2001. Brottflutningi hersveita frá Eritreu lýkur í febrúar. Meles Zenawi tilkynnir að hann hafi komið í veg fyrir uppreisn andófsmanna innan Frelsishreyfingar Tigrayafólksins. Þúsundir mótmælenda lenda í átökum við lögreglu, í mótmælum gegn lögregluofbeldi og til stuðnings akademísku frelsi. Yfirmaður leyniþjónustu og öryggissveita, Kinfe Gebre-Medhin, bandamaður Meles Zenawi forsætisráðherra er ráðinn af dögum í heforingjaklúbbi í Addis Ababa. Sáttasemjarar Sameinuðu þjóðanna fengnir til að afmarka betur hin umdeildu landamæri við Eritreu.