Sagan í hnotskurn ☼Smellið hér☼
Staðsetning og heiti ☼myndir☼
Grænhöfðaeyjar eru í vestanverðri Afríku, eyjaklasi í Norður-Atlantshafi, u.þ.b. 620 km vestur af Senegal. Eyjarnar eru 10 ásamt 5 smáeyjum. Stóru eyjarnar heita Santo Antao, Sao Vicente, Sao Nicolau, Sao Tiago, Boa Vista, Sal og Maio, Brava og Santa Luzia og Fogo. Samtals eru þær 4033 fermetrar að stærð (Ísland er um 100.000 fermetrar). Allar stærri eyjarnar eru í byggð nema Santa Luzia.
Langt heiti þess er Republica de Cabo Verde / Lýðveldið Grænhöfðaeyjar. Eyjarnar eru nefndar eftir Cap Vert (Grænhöfði), sem er vestasti hluti Afríku í Senegal.
Hvaðan koma börnin?
Christine kom frá ☼Praia☼
Landsveffang
Landsveffangið er: .cv
Notendur Internetsins: 29.000 (2005).
Höfuðborg ☼myndir☼
Höfuðborg Grænhöfðaeyja heitir Praia en hún er á eynni Sao Tiago.
Þjóðhátíðardagur og stjórnarfar☼hlustaðu á þjóðsönginn☼Sjálfstæði: 5. júlí 1975
Þjóðhátíðardagur: 5. júlí 1975
Stjórnarfar: 25. september 1992; 23. nóvember 1995 voru gerðar breytingar sem drógu úr valdi forsetans; a 1999 revision created the position of national ombudsman (Provedor de Justica)
Löggjöf: based on the legal system of Portugal; has not accepted compulsory ICJ jurisdiction
Sendiráð /ræðismaður Grænhöfðaeyja á Íslandi?
Næsta sendiráð Grænhöfðaeyja er í Berlín: Dorotheenstrasse 43
DE-10117 Berlin
Sími: (30) 2045 0955
Telefax: (30) 2045 0966
Netfang: info@embassy-capeverde.de
Vefsíða: http://www.embassy-capeverde.de Sendiherra:
His Excellency Mr. Olívio Melício Pires 2003
Fjöldi íbúa (2008)
Íbúar Grænhöfðaeyja eru 426,998 talsins. 48% búa á eynni Santiago.
36,1 % eru 0-14 ára.
57,4% eru 15-64 ára
6,5 % eru 65 ára og eldri.
Tæplega 24 börn fæðast á hverja þúsund íbúa en hver kona eignast að meðaltali 3,17 börn. Lífslíkur við fæðingu eru 68 ára fyrir karlmenn og 75 ára fyrir konur.
Þjóðernishópar
Um 71% íbúa Grænhöfðaeyja eru Kreólar en það er þjóðflokkur sem varð til þegar portúgalskir landnemar blönduðust afrískum þrælum sem þeir fluttu með sér af meginlandi Afríku.28% íbúanna eru afrískir og um 1% evrópskir.
Í gegnum tíðina hafa eyjarnar verið misbúsældarlegar og því hafa eyjaskeggjar flust á brott. Nú býr um hálf milljón þeirra (jafn margir og búa á eyjunum sjálfum) víðs vegar um heiminn, t.d. í Bandaríkjunum, Portúgal, Hollandi, Ítalíu, Frakklandi og Senegal.
Trú
Flestir eru kristnir (kaþólskir) en á mörgum svæðum er kristnin innblásin af afrískri þjóðtrú. Einnig er nokkuð um mótmælendatrú.Trúin er stór hluti af lífi eyjaskeggja, þeir mæta til messu reglulega og halda upp á margar trúarhátíðir. T.d. á hver borg og bær sinn verndardýrling sem er heiðraður með þriggja daga hátíð í kringum nafnadag dýrlingsins ár hvert.
Tungumál
Portúgalska er opinbert tungumál á eyjunum en langflestir tala Kreóla dags daglega sem er samsett úr fornri portúgölsku og afrískum málum. Mállýskurnar geta verið nokkuð mismunandi eftir eyjum sem gerir það að verkum að erfitt er að koma tungumálinu á bók. Enn hefur t.d. ekki verið gefin út orðabók á Kreóla. Ekki tala allir eyjaskeggjar portúgölsku, það eru helst hinir meira menntuðu. Þess vegna er hluti af fréttum og öðru opinberu efni sent eða gefið út á kreóla.
Siðir og venjur
Það sem helst einkennir lífshætti íbúanna á Grænhöfðaeyjum er hversu afslappaðir þeir eru. Tíminn setur líf þeirra ekki í eins miklar skorður og hjá okkur á Vesturlöndum. T.d. stoppa þeir á leið til vinnu til að heilsa ættingjum eða vinum jafnvel þó þeir verði of seinir fyrir vikið, annað væri argasti dónaskapur. Að mæta of seint í heimsóknir eða á viðburði, jafnvel allt að klukkutíma, þykir ekkert tiltökumál. Gestgjafinn gerir bara ráð fyrir að gesturinn hafi þurft að sinna einhverju mikilvægu áður en hann kom.Á eyjunum er lítil einstaklingshyggja. Efnameiri íbúar telja það skyldu sína að aðstoða vini og vandamenn frekar en að sitja einir að auðnum. T.d. ef farið er út að borða er ekki óalgengt að þeir sem eru betur stæðir borgi fyrir allan hópinn. Einnig senda brottfluttir íbúar föt og peninga til ættingja heima. Margir af þeim sem hafa flust á brott snúa til baka í ellinni og hefja einhverskonar viðskipti eða bara setjast í helgan stein.
Eyjaskeggjar eru gestrisnir, örlátir og vingjarnlegir en í samskiptum við fólk tíðkast þó ekki að segja sína skoðun hreint út, nema ef til vill í pólitískum umræðum, og þeim þykir beinar afsakanir óþægilegar.
Íbúar Grænhöfðaeyja er mjög þrifin þjóð. Ekki er óalgengt að baða sig og skipta um föt oft á dag.
Þegar eyjaskeggjar hittast segja þeir gjarnan: Modi ki bu sta? Þetta er Kreóla og þýðir: Hvað segirðu gott? Þá er svarið yfirleitt: N’sta bom sem á íslensku myndi þýðast sem: Ég segi allt ágætt.
Vinir nota skírnarnafn hvors annars í samskiptum eða þá gælunafn en næstum því allir eiga slíkt. Það getur bæði verið stytting á eigin nafni eða þá eitthvað sem lýsir persónunni eða útliti hennar. Maður sem væri ljós yfirlitum og héti José gæti t.d. verið kallaður Zé Branco (Hvíti José). Þegar þeir tala saman er augnsamband mjög mikilvægt. Þeir standa nálægt hvorir öðrum og snertast jafnvel og haldast í hendur þegar þeir ganga saman. Þegar ungmenni tala við eldra fólk, t.d. kennara, er þó venjan að líta niður í virðingarskyni.
Íbúar Grænhöfðaeyja eru mjög félagslyndir og þykir skemmtilegra að vera í góðra manna hóp heldur en einir og sér. Í flestum borgum og bæjum er t.d. venja að hittast á torgum milli kl. 6 og 8 á kvöldin og ræða um daginn og veginn.
Fjölskyldan er mjög mikilvægur hluti af lífi eyjakeggja, ekki aðeins kjarnafjölskyldan heldur öll stórfjölskyldan. Yfirleitt eru um 5-6 börn í hverri fjölskyldu og oft búa aldraðir foreldrar hjá börnum sínum. Margar mæður vinna úti ásamt því að sinna flestum heimilisstörfum. Þetta gerir þær að miklu leyti að stjórnanda á heimilinu þó svo að karlmaðurinn sé yfirleitt talinn höfuð fjölskyldunnar.
Húsin á Grænhöfðaeyjum eru í flestum tilvikum látlaus og aðeins helmingur heimila á landsbyggðinni er tengdur við rafmagn. Fæst heimili eru með klósett og enn færri rennandi vatn og aðeins efnameiri fjölskyldurnar hafa eldhús heima hjá sér. Þar sem ekki er eldhús fer eldamennskan gjarnan fram á þakinu. Húsin eru búin til úr steinsteypu og húsgögnin úr tré. Flísalagt gólf er merki um ríkulegt heimili. Í hverju húsi er svokallað quintal en það er stórt svæði með engu þaki. Nánast hvert heimili á síðan sérstakan ,,þakhund” sem býr uppi á þaki og passar quintalið.
Íbúum Grænhöfðaeyja þykir mörgum gaman að syngja og dansa í frítíma sínum, heimsækja vini og ættingja, spila fótbolta á ströndinni, fara í bíó og horfa á sjónvarp.
hátíðir: Opinberir hátíðisdagar á Grænhöfðaeyjum eru m.a. nýársdagur, konudagurinn, öskudagur, páskar, verkalýðsdagurinn og barnadagurinn. Í febrúar er Carnaval um landið allt. Þjóðarhetjudagurinn er haldinn hátíðlegur þann 20. janúar en þá er m.a. heiðruð minning Amilcar Cabral sem leiddi sjálfstæðisbaráttuna. 5. júlí er þjóðhátíðardagur Grænhöfðaeyja en opinber hátíðahöld fara aðeins fram á fimm ára fresti til að draga úr kostnaði.
Fjölmiðlar☼ http://cvntv.com/☼ – Dagblað á netinu á ensku
Tónlist og kvikmyndir
Tónlistarvefur
☼http://www.caboverde.com/music/index.htm☼Tónlist og dans er mjög mikilvægur hluti af menningunni á Grænhöfðaeyjum. Þar er m.a. að finna þrenns konar tónlistar- og dansstíla. Þeim svipar mjög til brasilískrar og portúgalskrar tónlistar, enda er margt sameiginlegt í menningu þessara landa. Tónlistarstílarnir kallast morna, coladeira og funaná.Morna er líklega vinsælast, bæði meðal eyjaskeggja en einnig víða um heim. Lang þekktust er ,,berfætta dívan”, söngkonan Cesaria Evora. Hún sigraði heiminn með töfrandi rödd sinni og heillandi fasi. Hér er heimasíðan hennar: ☼ http://www.cesaria-evora.com/☼
Morna tónlist er í hægum takti. Textarnir sem eru sungnir á kreóla eru oft dapurlegir og fjalla um ást, þrá , föðurlandsást og sorgir.
Coladeira stíllinn er heldur gleðilegri og funáná er enn hressilegri, enda vinsælasta danstónlistin á Grænhöfðaeyjum. Funaná var bannaður á eyjunum áður en þær urðu sjálfstæðar en varðveittist þó í sveitum.
Mest notuðu hljóðfærin eru gitarre (gítartegund), viola (gítartegund), cavaquinho (eins konar ukulele) og fiðlur. Harmóníka og ásláttarhljóðfæri eru líka mikið notuð.
Á eyjunum hafa komið fram mörg dans-popp bönd sem leika tónlist með afrískum takti (í ætt við coladeria og funaná), t.d. Os Tubarões og Finaçon.
Tito Paris er tónlistarmaður frá Grænhöfðaeyjum sem blandar saman öllum þremur stílunum, ☼hér er hægt að hlusta á tóndæmi með honum☼
Líf barna ☼myndir☼ af börnum á Grænhöfðaeyjum.
Skólar
Skólaskylda er frá 7 til 12 ára aldurs og u.þ.b. 85% barna ganga í skóla á þeim aldri. Um 48% fólks á skólaaldri halda áfram í framhaldsnám en einungis 1% íbúa útskrifast með háskólagráðu. Enginn háskóli er á Grænhöfðaeyjum. Ríkisstjórnin kostar allt nám.
Töluvert brottfall er úr skólunum og fyrir því eru ýmsar ástæður. Ein þeirra er að kennslan fer fram á portúgölsku sem gerir þeim börnum erfitt fyrir sem tala Kreóla heima. Einnig er menntun ekki janfmikils metin á landsbyggðinni þar sem hún er ekki talin nauðsynleg til að komast af. Margar fjölskyldur sem búa úti í sveit þurfa líka á börnunum að halda til vinnu.
Læsi: 85,8 % karlmanna yfir 15 ára er læs en einungis 69,2% kvenna.
Íþróttir
Futebol (fótbolti) er vinsælasta íþróttagreinin á Grænhöfðaeyjum, hún er bæði stunduð af kappi en einnig fylgjast eyjaskeggjar spenntir með útsendingum, sérstaklega frá portúglaska fótboltanum. Aðrar íþróttagreinar, t.d. körfubolti eru einnig að verða vinsælli.
Matargerð
Uppskriftir á : ☼íslensku☼ ☼ensku☼
Mest er borðað af hrísgrjónum, baunum og korni. Fiskur er oft borðaður með hrísgrjónunum. Einnig er mikið borðað af heimaræktuðu grænmeti og ávöxtum s.s. kartöflum, hvítkáli, laukum, gulrótum, tómötum, banönum, papaya og mangó.
Flestum eyjaskeggjum finnst afar gott að gæða sér á sætindum og marmelaði og kökur eru í uppáhaldi hjá mörgum. Einnig sætindi eins og Doce de leite sem er búið til úr mjólk, sykri og sítrónu og doce de cocosem er búið til úr kókoshnetu og sykri. Grogue er þjóðardrykkurinn en það er sterkt romm búið til úr sykurreyr.
Þjóðarréttur Grænhöfðaeyja kallast Cachupa og er kássa búinn til úr korni og fiski eða kjöti.
Tíska
Íbúar Grænhöfðaeyja leggja metnað í klæðnað sinn og ytra útlit og föt geta oft gefið vísbendingu um stöðu viðkomandi. Þó eiga margir af fátækustu íbúunum ættingja t.d. frá Bandaríkjunum sem senda þeim föt. Eyjaskeggjar eru oftast mjög snyrtilegir til fara en þó alls ekki formlegir. Eldra fólk er heldur íhaldssamara í klæðnaði og gamlar konur eru oft með slæðu bundna um höfuðið.
Íbúar í þéttbýlinu er heldur vestrænni í klæðnaði heldur en þeir sem búa í sveitum sem blanda vestrænum klæðnaði við hefðbundnari fatnað og konurnar þar eru frekar í kjólum og með svuntur. Þeir eru þó alltaf jafn snyrtilegir.
Konur og fullorðnir menn ganga yfirleitt ekki í stuttbuxum en karlmenn ganga hins vegar oft í stutterma skyrtum. Sérstaklega vinsælir hjá ungum mönnum eru einnig bolir með amerískum áletrunum, t.d. nöfnum á amerískum fótboltaliðum eða borgum.
Listir
Listir og menning á Grænhöfðaeyjum á bæði rætur að rekja til Portúgal og Afríku. Sögur, spakmæli og spunninn skáldskapur eru í miklum metum.
Veðurfar ☼veðrið í dag☼
Grænhöfðaeyjar eru afskaplega þurrar, þurrkatímabilið nær frá nóvember og fram í júlí. Rigningartíð er frá ágúst fram í október en það er mjög óreglulegt og stundum rignir ekki árum saman. Á einni eyjunni hefur ekki rignt í tíu ár!
Í janúar og fram í mars blása harmattan vindarnir en þeir koma frá eyðimörkum Afríku og flytja með sér þurrt loft og ryk til eyjanna.
Meðalhiti yfir árið er 25° og lítill munur er á meðalhitastigi í kaldasta mánuðinum (febrúar) og þeim heitasta (september) eða aðeins 5°.
Landslag ☼landslagsmyndir☼
Grænhöfðaeyjar mynduðust í eldgosum og eru eldfjallaeyjur. Þær skiptast í Áveðurseyjar (Barlavento) sem eru giljóttar og veðraðar og Hléeyjar (Sotavento) sem eru láglendar og sléttar.
Þó er aðeins eitt virkt eldfjall en það er á eynni Fogo. Fjallið er 2,829 metra hátt og gaus síðast árið 1995. Það var þó aðeins gos úr hliðargíg en aðalgígurinn gaus síðast 1675.
Video: elsdgos í eldfjallinu á Fogo:☼http://www.youtube.com/watch?v=FNNoMvxfsMw☼
Landnýting og auðlindir
Rúm 11% landsins eru ræktanleg og búskapur er aðeins mögulegur á fjórum eyjanna.
Af náttúruauðlindum sem finnast á og við eyjarnar má nefna salt, kalkstein, postulínsleir, leir, gifs og fisk.
Neysluvatn á eyjunum er af skornum skammti vegna þurrkanna. Brugðið var á það ráð á 9. og 10. áratugnum að vinna vatn úr sjó á eyjunum Sao Vicente og Sal. Einnig hefur verið borað fyrir vatni og stíflur reistar til að nýta rigningarvatnið.
Dýralíf ☼myndir☼
Dýralíf á eyjunum er ekki sérlega ríkulegt og aðallega er um að ræða fuglalíf en ótalmargar fuglategundir þrífast þar. Meðal villtra dýra eru gekkóeðlan og fleiri eðlutegundir ásamt tveimur sæskjaldbökutegundum.
Ógnir náttúrunnar
Reglulegir og miklir þurrkar eru helsta ógn náttúrunnar auk harmattan vindanna. Nokkur jarðskjálftavirkni er á eyjunum og á Fogo er virkt eldfjall.
Atvinnulíf
Þriðjungur íbúa eru bændur og þeir rækta m.a. banana, korn, baunir, sykurreyr, kaffi og ýmsa ávexti og grænmeti. Aðrar atvinnugreinar eru í byggingaiðnaðinum og fiskveiðar. Þeir sem búa í borgunum vinna flestir hjá ríkinu, sem smákaupmenn eða við fiskveðar.
Íbúar eyjanna framleiða ekki nema um einn fimmta af því sem þeir þarfnast og þurfa að treysta á innflutning matvæla og annarra nauðsynja. Grænhöfðaeyjar eru tiltölulega fátækt land þó ástandið hafi batnað töluvert þegar leið á tíunda áratuginn og árið 2007 var landið tekið af lista sameinuðu þjóðanna yfir minnst þróuðustu löndin.
Atvinnuleysi er 21% og 30 % íbúa lifa undir fátækramörkum. Efnahagurinn líður fyrir skort á náttúrulegum auðlindum og miklum þurrkum og byggist því að miklu leyti á þróunaraðstoð og peningasendingum frá brottfluttum eyjaskeggjum.
Peningar
Gjaldmiðillinn er escudo (CVE), 1 escudo = 100 centavos. 1 escudo = 1.12789 króna.