COUPE MOUNT KENYA
Mangóís.
Fjórðungur úr lítra af ís
Nota má hvaða ávaxtaís sem er í „Yfirbyggt Keníafjall“ – sérstaklega þó ferskjuís. Einnig má nota ávaxtaísfroðu. Nota má niðursoðið ananas í staðinn fyrir ferskt en það er þó ekki eins gott.
Stappið 4 eða 5 þroskaða mangóávexti, afhýdda og án steina, það ættu að vera 2 bollar.
Þeytið 1 bolla af rjóma með 1/2 bolla af sykri þangað til hann stífnar.
Setjið 2 bolla af stöppuðum mangóávöxtum samanvið
2 matsk. rifinn sítrónubörkur
1/2 bolli niðursoðin mjólk
1/2 tsk. salt
setjið í þeytta rjómann.
Hellið í frystibakka eða 6-bolla mót og frystið.
Salat
Austurafrískt pikkles salat fyrir 8.
Blandið í skál:
2 bollum af káli, skornu í fínar ræmur
1/2 bolla af gulrótum í mjög þunnum sneiðum
1/2 bolla af sætum lauk (Bermuda eða spænskum skalottlauk)
1/4 bolla af grænni papriku í fíngerðum ræmum.
Hrærið blönduna létt saman.
ekkert dressing eða krydd.
Fyllið litla sósudiska, um 1/3 bolli á mann.