Hnetusúpa
2 msk maíssterkja
3 bollar mjólk
3 bollar heitt kjúklingasoð eða 1 bolli kjötsoð og 1 og ¼ bolli vatn
2 bollar jarðhnetur
2 msk saxaður laukur
2 tsk salt
1/8 tsk cayenne pipar
1. Setjið maísmjölið í djúpan pott. Bætið rólega mjólkinni út í og hrærið þar til blandan er kekkjalaus.
2. Bætið út í soðinu, hnetum, lauk, salti og cayenne pipar, hrærið stöðugt á meðan. Látið suðu koma upp og sjóðið á góðum hita í 5 mínútur.
3. Þeytið með handþeytara í 1 mínútu, síið og berið fram heitt.
Sim-sim kökur
Notið jafn mikið magn af:
Sykri
Sesamfræjum
Aðferð
1. Hitið saman í potti þar til sykurinn bráðnar. Gætið þess að elda þetta ekki of lengi, þá verða kökurnar of stökkar.
2. Hellið heitri blöndunni á olíuborna plötu. Rúllið eða sláið létt á blönduna í snatri til að fletja hana út, hún á að vera um 6 mm þykk.
3. Kælið í smá stund þar til blandan er volg en ekki heit, þá er hægt að skera hana í teninga. Takið teningana í sundur og setjið á aðra plötu til að kæla lengur.