1521 Ferdinand Magellan kannar eyjarnar sem nú eru þekktar sem Filippseyjar
1542 Spænskur herflokkur helgar sér eyjarnar fyrir Spán; og kallar þær „Filippseyjar“ eftir Filippusi prins, síðar Filippusi II Spánarkonungi. Filippseyjar verða hluti af spænska heimsveldinu.
1886 José Rizal gefur út andspænska skáldsögu, Noli Me Tangere (Hin glataða Eden). Hún örvaði mjög þjóðerniskennd.
1896 Spánverjar taka Rizal af lífi fyrir að æsa til uppreisnar. Almenn reiði kveikir uppreisn.
1899 Friðarsamningur í París bindur endi á Spænsk-ameríska stríðið, og Spánverjar afsala sér Filippseyjum til Bandaríkjannna. Filippseyingar lýsa yfir sjálfstæði; Emilio Aguinaldo stýrir skæruhernaði gegn Bandaríkjunum.
1901 Bandaríkjamenn taka Aquinaldo til fanga; William Howard Taft kemur sem fyrsti landstjóri Bandaríkjamanna á Filippseyjum.
1902 Uppreisninni lýkur. Taft bætti efnahagsástandið, setti niður deilur um eign kirkjunnar á landi, kom á fót eftirlaunaáætlun, leyfði Filippseyingum að fara til náms í Bandaríkjunum, sem auðveldaði að gera landið nútímalegra og vestrænna.
1916 Bandaríkjastjórn staðfesti lög Jones til að stofnsetja kjörið filippínskt löggjafarþing með neðri deild og öldungadeild.
1934 Bandaríkin samþykkja Tydings-McDuffie lögin sem lofa Filippseyingum sjálfstæði árið 1946. Aðdragandi að sjálfstæði hefst.
1935 Filippseyska þjóðin samþykkir stjórnarskrá sem myndar Samveldi Filippseyja með Manuel Quezon y Molina sem forseta.
1941 Japanir ráðast inn í Filippseyjar og sigra Douglas MacArthur hershöfðingja við Bataan og Corregidor; Quezon stofnar útlagastjórn.
1944 Quezon deyr; Sergio Osmeña varaforseti tekur við forsetaembættinu; MacArthur ræðst aftur inn í Filippseyjar.
1945 MacArthur frelsar Manila; Osmeña stofnar ríkisstjórn.
1946 Filippseyjar verða sjálfstæð þjóð; Manuel Roxas y Acuña kosinn fyrsti forseti.