Nautakjöt með ávöxtum:
• 1 bolli þurrkuð epli
• 1 bolli þurrkaðar apríkósur
• 1 kg nautakjöt, saxað í teninga
• 3 matarskeiðar af matarolíu
• 1 teskeið sykur
• 1 teskeið kanill
• 1 teskeið svartur pipar
• ½ teskeið salt
• ⅓ bolli niðursoðnir tómatar
• 4 bollar elduð hrísgrjón
1: Setjið þurrkuðu ávextina í aðskildar skálar og hellið sjóðandi vatni yfir þá. Leyfið þeim að sitja í fimmtán mínútur og hellið síðan vatninu úr skálunum
2: Hitiði olíuna á steikingarpönnu og steikið kjötið þar til það er orðið brúnt
3: Bætið sveskjunum við og eldið á litlum hita án pönnuloks í tuttugu mínútur
4: Bætið restinni af ávöxtunum og niðursoðnu tómötunum við og kryddið að vild
5: Hrærið vel saman og eldið án pönnuloks í tíu mínútur í viðbót. Berið fram með heitum hrísgrjónum.
Ma’mounia (Hveitibúðingur) fyrir 6.
3 bollar vatn
• 2 bollar sykur
• 1 teskeið sítrónusafi
• ½ bolli smjör
• 1 bolli hveiti
• Þeyttur rjómi
• Kanill
1: Blandið saman vatninu og sykrinum saman í stórum skaftpott. Hrærið saman við lágan hita þangað til sykurinn leysist upp.
2: Bætið í hitann rólega til að láta mixtúruna byrja að sjóða (hún mun líta úr eins og sýróp). Bætið sítrónusafanum því næst við.
3: Minnkið hitann og látið krauma þangað til sýrópið verður þykkt, eða í um 10 min. Geymið síðan til hliðar
4: Bræðið smjörið í öðrum pott og bætið hveitinu við. Hrærið þangað til blandan verður létt brún.
5: Bætið við sýrópinu úr hinum pottinum og leyfið þessari blöndu að krauma í um 10 min á meðan þið hrærið stanslaust
6: Leyfið blöndunni að kólna í 20 min
7: Berið fram í skálum og bætið hrærðum rjóma og kanil ofan á.