Sagan í hnotskurn ☼Smellið hér☼
Staðsetning og heiti☼myndir frá Kína☼
Á netsíðum Morgunblaðsins er einnig myndasería frá Kína ☼mbl.is/kina☼
Kína er í austur Asíu og liggur að austur Kínahafi, Kóreuflóa, Gulahafi og suður Kínahafi milli Norður Kóreu og Víetnam.
Landið er 9.596.960 ferkílómetrar að stærð
Langt heiti: Zhonghua Renmin Gongheguo / Alþýðulýðveldið Kína.
Stutt heiti: Zhong Guo / Kína
Hvaðan koma börnin?
Shi Ying kom frá ☼Wu han☼ og Fan Yang frá ☼AnQuang☼
Landsveffang
Landsveffangið er: cn
Notendur Internetsins: 59,1 milljón (2002)
Hér er hægt að skoða ☼kínverskan vef á 8 tungumálum☼
Yahoo leitarsíða á kínversku ☼cn.yahoo.com/☼
Vefur á ensku ☼english.peopledaily.com.cn☼
Höfuðborg ☼myndir☼
Höfuðborgin heitir Beijing. Stærsta borg landsins er Shanghai.
Þjóðhátíðardagur og stjórnarfar
☼hlustaðu á þjóðsönginn☼
Þjóðhátíðardagur: Stofndagur Alþýðulýðveldisins Kína, 1. október 1949.
Sendiráð/ræðismaður Kína á Íslandi
Vefsíða sendiráðs Kína á Íslandi: ☼china-embassy.is☼
Fjöldi íbúa (2004)
Íbúafjöldi er: 1.298.847.624
Aldursdreifing: 0-14 ára: 22,3%; 15-64 ára: 70,3% 65 ára og eldri: 7,5%.
Lífslíkur við fæðingu: konur 73,72; karlar 70,4 ár. Frjósemishlutfall er 1,69 börn fædd á hverja konu. Ungbarnadauði: 25,28 börn deyja fyrir hver 1000 fædd.
Þjóðflokkar
Han Kínverjar 91,9%, Zhuang, Uygur, Hui, Yi, Tíbetar, Miao, Manchu, Mongólar, Buyi, Kóreumenn og önnur þjóðerni 8,1%.
Trú
Daoismi (taoismi), búddhatrú, múhameðstrú 2-3%, kristni 1% (áætlun), opinberlega er trúleysi.
Kína er land fjölda trúarbragða. Hinir tveir sígildu straumar í hugsun, konfúsíanismi og taóismi, komu fram á Zhou tímabilinu.
Ýmis trúarbrögð eins og t.d. búddhatrú, taóismi, múhameðstrú, kaþólska og mótmælendatrú hafa margvíslega þýðingu fyrir ýmsa þjóðernishópa.
Tungumál ☼kínverska☼
Mandarín (putonghua, byggt á mállýsku Beijing) er talað sem fyrsta tungumál af um 70% þjóðarinnar. Samt sem áður eru átta önnur megintungumál, þar á meðal yuen (kantónska), norður min (fúkíenska), suður min, kan (hubei), hakka, xiang (húnan) og wu (mállýska í Shanghai).
Kínverskt ritmál er myndletur. Um það bil 60,000 tákn eru í kínversku. Stafirnir byggjast ýmist á grunnþáttum, stofnum eða hljóðfræðilegum grunnatriðum.
Siðir og venjur
Stórfjölskyldan er grundvöllur fjölskyldulífsins í Kína. Fjölskyldan er ekki aðeins konur og börn heldur einnig afar og ömmur, frænkur, frændur og frændsystkin.
Líf kvenna hefur tekið róttækum breytingum undir kommúnistastjórninni. Áður fyrr var ætlast til þess að þær væru ljúfar og undirgefnar, háðar mönnum sínum. Opinber stjórnarstefna veitir þeim nú jafnan rétt og jafna lagavernd. Konur í sveit og borg vinna utan heimilis og margar þeirra vinna störf sem karlar unnu áður.
Kínastjórn leitast við að takmarka mannfjölgun í landinu og tók upp stefnu sem kallast ‘ein fjölskylda – eitt barn’ árið 1979. Í borgum hefur það tekist afbragðsvel. Fólk hefur viljað neita sér um fleiri börn til að tryggja sér betri lífsgæði. Aðstæður eru aðrar til sveita. Fólk vill enn eignast son til að bera áfram nafn fjölskyldunnar og vinna á ökrunum. Margir eru reiðubúnir að greiða háar sektir til að fá að eignast fleiri börn.
Öfugt við vestræna hefð hafa Kínverjar fjölskyldunafnið á undan skírnarnafninu. Alls ekki skal nota skírnarnafn nema um sé að ræða góðan vin, undantekning er þó að nota má enska mynd skírnarnafnsins.
Kínverjar hafa önnur viðmið um tíma en Vesturlandabúar almennt. Hugsanlegt er að setja tímamörk en gæta verður þess að þau séu rúm og sveigjanleg.
Fjölmiðlar
Dagblað um Kína á ensku ☼China Daily Online☼ á netinu.
Dagblað á kínversku ☼takungpao.com☼
Dagblað á kínversku ☼singtao.com☼
Tónlist og kvikmyndir
Hlustið á kínverska tónlist ☼china/cmusic.html☼
Tónlistarvefur ☼musicfromchina.org☼
Kvikmyndavefur um kínverskar bíómyndir ☼chinesecinemas.org☼
Líf barna
Hér er hægt að skoða ☼myndir☼ af börnum í Kína.
Vefur á kínversku fyrir börn, foreldra þeirra og kennara ☼http://www.xiayidai.com.cn/☼
– á kínversku fyrir börn: ☼http://www.chinakids.net.cn/☼
Skólar
86% þeirra sem eru 15 ára og eldri geta lesið og skrifað. Kynjaskipting: karlar: 92,9%, konur: 78,8% (áætlað 2003)
Skólakerfið: Skömmu eftir stofnun Alþýðulýðveldisins Kína varð menntun forgangsverkefni stjórnarinnar. Menningarstig fólksins varð grunnurinn að uppbyggingu þjóðarinnar.
Íþróttir
Vefur á kínversku ☼cctv.com/sports/☼
Matargerð
Uppskriftir frá Kína á ☼íslensku☼ ☼ensku☼ ☼kínversku☼
Matarboð hvers konar eru alltaf mjög mikilvægur viðburður í Kína. Kínverjar halda oft matarveislur þar sem hver rétturinn af öðrum er borinn fram og kínverskur líkjör borinn fram með hverjum rétti.
Fyrstu raunverulegu matsölustaðirnir í Evrópu voru opnaðir eftir Frönsku byltinguna 1789. Matsölustaðir voru þegar til í kínversku samfélagi fyrir meira en 2000 árum.
Matargerð í Kína er mismunandi eftir svæðum. Aðalmismunurinn er á milli norðurs og suðurs. Kryddaðasti maturinn er í Sichuan. Þar er notaður hvítlaukur og pipar í alla rétti meðan Kantónar hafa minni olíu og krydd í grænmetis- fisk- og sjávarréttum. Við matargerð í Beijing og Shandong er notað meira kornmeti (núðlur og hveitideigspokar, gufusoðið eða soðið) og einfalt hráefni með kryddi og chili.
Mjólkurvörur eins og mjólk, smjör og ostur eru ekki hluti af hversdagskosti Kínverja. Þess í stað fá menn prótein og kalsíum úr sojabaunavörum.
Tíska Tískuvefur á kínversku ☼fashion.org.cn☼
Listir
Hér má finna kínverska myndlist: ☼Art of China Homepage☼
Í Kína eru fjölbreyttar listir og framúrskarandi handverk sem hægt er að flokka eftir þjóðernishópum. Við sumar tegundir lista og handverks, t.d. útskurð fílabeins og jaði er notað verðmætt og sérstakt hráefni þar sem bæði hönnun og vinnsla er flókin. Slíkir gripir eru glæsilegir og dýrir.
Hvað tækni varðar flokkast kínversk alþýðulist undir skurð, vafning, fléttun, prjón, útsaum, útskurð, mótun og málun. Skurður er pappírsskurður, leturgröftur í pappír, útlínuskurður í pappír, að brjóta pappír og pappírsskúlptúrar, sem allt þróaðist úr pappírsskurði. Vafningur er flugdrekar og lituð ljósker þar sem vafið er saman pappír, silki og bambus. Fléttun alls konar stráa og þráða er vinsæl alþýðulist.
Veðurfar ☼veðrið í Kína í dag☼
Veðurfar í Kína er mjög fjölbreytt; hitabeltisloftslag í suðri og nánast heimskautaloftslag í norðri.
Landslag ☼landslagsmyndir☼
Landslag: mest fjöll, hásléttur, sléttur, óseyrar og hæðir í austri
Lægsti punktur: Turpan Pendi -154 m.
Hæsti tindur: Mount Everest 8,850 m.
Landnýting og náttúruauðlindir
Náttúruauðlindir: kol, járngrýti, olía, jarðgas, kvikasilfur, tin, wolframít, antímon, mangan, mólýbden, vanadíum, seguljárnsteinn, ál, blý, sink, úran, rafmagn.
Landnýting:
ræktanlegt land: 13,31%
varanleg uppskera: 1,2%
annað: 85,49% (tölur frá 1998)
–
Dýralíf ☼ljósmyndir af villtum dýrum☼
Kína státar af fjölbreyttasta dýralífi í heiminum. Þar eru meira en 4,400 tegundir hryggdýra, meira en 10% af heildarfjöldanum í heiminum. Þar eru nærri 500 dýrategundir, 1.189 fuglategundir, meira en 320 tegundir skriðdýra og 210 tegundir froskdýra. Sérstæð dýr í Kína eru sum vel þekkt, t.d. risapanda, glóhærði apinn, suður-kínverska tígrisdýrið, brúneyrður fasani, hvítveifuhöfrungur, kínverskur krókódíll og rauðkórónutrana.
Ógnir náttúrunnar
Fellibyljir eru tíðir (um fimm á ári meðfram suður- og austurströndinni), flóð, neðansjávarflóðbylgjur, jarðskjálftar, þurrkar.
Atvinnulíf
Landbúnaður, helstu afurðir eru: hrísgrjón, hveiti, kartöflur, dúrra (korntegund ræktuð til matar), hnetur, te, hirsi, bigg, bómull, olíufræ, svínakjöt og fiskur.
Iðnaður: járn og stál, kol, vopnabúnaður, smíði véla, textíll og fatnaður, jarðolía, sement, efnafræðilegur gróðuráburður, skór, leikföng, matvælaframleiðsla, bílar, rafmagnstæki, fjarskiptabúnaður,
Útflutningsvörur: vélabúnaður ,textíll og fatnaður, skór, leikföng og sportvörur, eldsneyti.
Atvinnuleysi í þéttbýli er 10% (árið 2003).
Íbúar undir fátækramörkum eru 10% (áætlað 2001)
Peningar
Gjaldmiðill: yuan (CNY) .
Fjárhagsár: 1. júní-30. júní. (ekki almanaksárið eins og í mörgum löndum.)