17220

Kjúklingur í melónu
Innihald:
1 vatnsmelóna
1 meyr kjúklingur
50 grömm skinka
50 grömm bambussprotar
1 1/5 tsk matargerðarvín
2/3 tsk salt
1/4 tsk MSG
750 grömm (3 bollar) kjúklingasúpa
2 grömm sundurtekinn skalottlaukur
2 grömm engifer í sneiðum
1 tsk matarolía
Leiðbeiningar:
1. Þvoið vatnsmelónuna og skerið toppinn af sem nota má sem lok. Fjarlægið allt innanúr sem nota má í ávaxtaeftirrétt. Skerið sagartennur í brúnina að ofan og brúnina á toppnum svo það falli vel saman. Skerið út mynstur í melónuna að utanverðu. Nuddið olíu utaná melónuna og leggið hana til hliðar til að nota síðar.
2. Hreinsið kjúklinginn. Skerið skinkuna og bambussprotana í sneiðar. Setjið sneiðarnar og kjúklinginn í súpuskál. Bætið í kjúklingasúpunni, saltinu, MSG, matargerðarvíninu, lauknum og engifernum og gufusjóðið í eina klukkustund.
3. Takið laukinn og engiferinn úr kjúklingasúpunni. Setjið kjúklinginn í melónuna. Lokið og gufusjóðið í tvær mínútur í viðbót. Maturinn er nú tilbúinn.
Rækjur með hrísgrjónum
Innihald:
2 1/3 bolli soðin hvít hrísgrjón
6 únsur skelflettar rækjur
4 matskeiðar olía
½ bolli afhýddar og soðnar baunir
1 pískað egg
2 klípur salt
1 miðlungsstór skorinn laukur

Leiðbeiningar: Hitið 2 matskeiðar af olíu á pönnu, bætið við hrísgrjónum, klípu af salti og hrærið í tvær mínútur. Hellið pískuðu eggi yfir hrísgrjónin. Hrærið þangað til eggið er soðið og takið af eldavélinni. Hitið það sem eftir er af olíunni á annarri pönnu, steikið laukinn í eina mínútu og saltið. Bætið við rækjunum og baununum, hrærið í nokkrar mínútur og bætið hrísgrjónunum í. Hrærið einu sinni enn.