(5000 f. Kr – nútími)
Eftir prófessor Michael Tsin, Columbiaháskóla Copyright 1994, The Trustees of Columbia University, New York. ÁRTÍMABILVIÐBURÐIRF. Kr.
5000 Nýsteinaldarmennig
3000
1800SHANG
(1600-1027)Fyrsta valdatímabilið sem skýrar fornleifar eru til vitnis um; einkennist af ritmáli, spádómaiðkun, borgum með múrum í kring. Stríðsvagnar dregnir af hestum.
1050ZHOU/CHOU
Vestur Zhou
(1027-771)
Austur Zhou
(771-256)
Félagslegt og pólitískt stéttastigveldi þar sem Zhou konungsfjölskyldan trónaði efst. Kerfið hrundi í valdabáráttu hálfsjálfstæðra ríkja. Á þessum tíma var Konfúsíus á dögum (551-479).200
QIN/CH’IN
(221-206)
Sameinað og miðstýrt ríki, ritmál, mál og vog. Harðneskjulegir stjórnarhættir.F.Kr./
e. Kr.HAN VELDIÐ Vestur Han
(202 f. Kr. -9 e. Kr.)
Austur Han
(25 — 220 e. Kr.) Mótaði og festi keisaraveldið í sessi. konfúsíanismi gerður að rétttrúnaði og eftirliti með opinberri þjónustu komið á. Han veldið náði yfir Kóreu og Víetnam. TÍMABIL UPPLAUSNAR
(220-581)
Keisaraveldið leystist upp í smáhluta. Í norðri ríktu innrásarþjóðir frá landamærahéruðunum og sléttunum. Í suðri ríkti röð kínverskra keisaravelda.600
SUI VELDIÐ
(581-618)Kína sameinað aftur.
700TANG/T’ANG VELDIÐ
(618-906)Tími heimsborgarabrags og blómaskeið í menningu. Búddhismi blómstraði þangað til hann var bældur niður um 845. Útþensla fram að ósigri fyrir Aröbum við Talas 751.1000SONG/SUNG VELDIÐ
Norður Song
(960-1126)
Suður Song
(1127-1279)Tímabil mikilla efnahagslegra og félagslegra breytinga: peningavæðing efnahagsins, aukin verslun og siglingar, stækkun borga og tækninýjungar. Eftirlitskerfið fyrir opnbera þjónustu fest í sessi. Þróun ný-konfúsíanisma studdi við pólitískt og félagslegt kerfi síðari hluta keisaratímans.
1200YUAN
(1271-1368)Stofnað af Mongólum sem lögðu undir sig mikinn hluta heimsins. Beijing varð höfuðborg. 1300
1600MING
(1368-1644)
Fyrsti keisarinn, Hongwu, lagði grunninn að pólitískri menningu sem byggðist á hlýðni við yfirvöld. Áhersla lögð á innri uppbyggingu með akuryrkju sem grundvöll. Verslun blómstraði og ýmsar félagslegar breytingar urðu á síðari hluta tímabilsins. Bókmenntir blómstruðu.1800QING/CH’ING
(1644-1912)Manchu keisaraveldi. Efnahagsþróun Ming tímabilsins hélt áfram sem leiddi til velmegunar, sjálfsánægju og mikillar fólksfjölgunar. Skáldsögugerð blómstraði og ný svæði lögð undir Kína. Þjóðfélagsskipanin gat ekki staðið gegn hernðarlegri og menningarlegri ögrun vesturlanda.
1900LÝÐVELDI
(1912-1949)Veik miðstýring. Vestræn áhrif koma í ljós í eflingu vísinda og lýðræðis með Nýju menningarhreyfingunni.
Tilraunum Þjóðernishreyfingarinnar (stofnuð 1928) til að ná undir sig landinu var hrint bæði af staðbundnum uppreisnum og hernámi Japana (1937-45). Þjóðernissinnarnir flúðu til Taiwan eftir ósigur fyrir kommúnistum.
1949ALÞÝÐULÝÐVELDI
(1949- )Kommúnistastjórn. Átakið til að endurskapa samfélagið leiddi til hörmunga eins og Stóra framfarastökksins og Menningarbyltingarinnar. Efnahagslegar umbætur og pólitískur niðurskurður frá því um 1978.