Kheer (Hrísgrjónabúðingur)
1/2 bolli hrísgrjón
4 bollar mjólk
1 bolli niðursoðin mjólk
2 bollar sykur
Hjartaaldinshnetur, elachi-duft og saffrankrydd

Matseld
1. Sjóðið 1/2 bolla af hrísgrjónum í 1 bolla af vatni og 1/4 bolla af mjólk.
2. Sjóðið um leið mjólk við lágan hita og bætið niðursoðnu mjólkinni við.
3. Setjið eina skeið af hráum hrísgrjónum og 10-15 hjartaaldinshnetur í mjólkina í 10 mínútur. Malið í grófgert deig. Bætið því í sjóðandi mjólkina. Bætið í 2 bollum af sykri og hrærið þangað til hann leysist upp.
4. Bætið svo við soðnu hrísgrjónunum og sjóðið í nokkrar mínútur í viðbót. Bætið loks við saffran, elachi-dufti, hjartaaldinshnetum og möndlum (steiktum í smjöri/smjörolíu (ghee))

Grænmetispakoda
1/2 bolli chickbaunahveiti (Besan)
(Notið chickbaunahveiti til að ná sem bestum árangri, en annars alhliða (all purpose) hveiti)
2/3 bolli vatn (bætið við meiru eftir þörfum)
1/2 teskeið lyftiduft
1/4 teskeið rauður chilipipar
1/2 teskeið kúmenduft
1 lítill saxaður laukur
1 stór kartafla
2 bollar olía
fáein spínatlauf
salt eftir smekk
1. hrærið chickbaunahveitið (Besan) út í vatn þangað til það er orðið að þykku deigi.
2. Setjið til hliðar í um 15 mínútur.
3. Bætið salti, kúmendufti chilipipar og lyftidufti í deigið og hrærið aftur.
4. Skerið laukinn og kartöfluna. Hrærið vel saman. Bætið spínatlaufum í blönduna.
5. Hitið olíu í skaftpotti eða kínverskum wokpotti við miðlungshita.
6. Dýfið grænmetinu í deigið og djúpsteikið þangað til það er orðið gullinbrúnt.
7. Berið fram heitt með chutneymauki.