SriLanka

lk

 

Sagan í hnotskurn ☼Smellið hér☼
Staðsetning og heiti☼myndir frá Sri Lanka☼
Sri Lanka er í Suður Asíu, eyja í Indlandshafi. Landið er  65.610 ferkílómetrar að stærð.
Langt heiti: Lýðræðislega sósíalíska lýðveldið Sri Lanka.
Stutt heiti: Sri Lanka.
Áður fyrr hét Sri Lanka: Serendib, Ceylon.
Þjóðerni: nafnorð:  Sri Lankabúi, lýsingarorð: Sri Lanskur.
Hvaða koma börnin?
Yashmi og Unali komu frá  ☼Ganemulla☼ en það er lítill bær í Gampaha héraði
Skemmtilegur vefur sem strákur frá Kappitywalana í Gampaha héraði hefur unnið ☼http://www.jaliya.s5.com/☼

Landsveffang
Hér er vefur frá Sri Lanka á ensku ☼crazylanka.com☼
Upplýsingavefur um Sri Lanka á ensku ☼lacnet.org☼
Landsveffangið er: lk.
Notendur Internetsins: 200.000 (2002)
Höfuðborg ☼myndir☼
Colombo.
Þjóðhátíðardagur og stjórnarfar
☼hlustaðu á þjóðsönginn☼
4. febrúar 1948. Þá öðlaðist Sri Lanka sjálfstæði frá Bretum.
Sri Lanka er lýðveldi.
Löggjöf: mjög flókin blanda enskra almannalaga, rómverks-hollenskra, múslímskra og sinhalesískra lagavenja.
Sendiráð /ræðismaður Sri Lanka á Íslandi?
Nei

Fjöldi íbúa (2004)
Íbúafjöldi er:  19.905.165.
Lífslíkur við fæðingu: konur 75,57 ár; karlar 70,34 ár.
Frjósemishlutfall: 1,88 börn fædd á hverja konu.
Ungbarnadauði: 14,78 börn deyja fyrir hver 1000 fædd.
Aldursdreifing: 0-14 ára:  24,8%; 15-64 ára: 68,2%; 65 ára og eldri: 7%.
Frá því að fjandskapur braust út milli ríkisstjórnarinnar og vopnaðra tamílskra aðskilnaðarsinna um miðjan níunda áratug 20. aldar hafa nokkur hundruð þúsund tamílskra borgara flúið eyna. Tugir þúsunda manna hafa verið hýstir í 131 flóttamannabúðum í suður Indlandi, 40.000 búa utan indversku búðanna og meira en 200.000 tamílar hafa leitað skjóls á vesturlöndum.
Þjóðflokkar
Um 74% íbúa Sri Lanka eru af sinhalesískum uppruna. Stærstu minnihlutahóparnir eru sri lankískir Tamílar og indverskir Tamílar sem samtals eru um 18% íbúa.
Það sem eftir er af íbúunum er afkomendur Mára (Araba) 7%, Burghera (hollenskra), Malaya og Vedda, 1%.
Trú
Búddatrú hefur löngum verið aðaltrú og kom inn í landið á 3. öld fyrir Krists burð. Eins og hún er iðkuð í Sri Lanka eru áberandi drættir úr hindúískum og íslömskum trúarsiðum.
Um 69% íbúa eru búddatrúar, 15 % eru hindúar, 8% eru kristnir og 8% eru múslímar.
Trúarbrögð hafa mikilvægu hlutverki að gegna í Sri Lanka. Flestir almennir frídagar eru vegna trúarhátíða. Hin árlega kyndlaskrúðganga í musteri þar sem skreyttir fílar og hundruð dansara taka þátt, dregur að þúsundir trúaðra.
Pílagrímsferðir hafa einnig mikilvægu hlutverki að gegna.
Tungumál   ☼sinhalí☼
Hin opinberu tungumál Sri Lanka eru sinhalí (sinhalíska, singalíska) og tamílska. Sinhalí er töluð af 74% íbúa. Tamílska, dravídískt tungumál frá suður Indlandi, er töluð af fólki sem býr í norður- og austurhéruðum.
Enska er víða töluð og algeng í stjórnsýslu.
Siðir og venjur
Á rótgrónum stöðum eins og Anuradhapura, Polonnaruwa, Sigiriya, Dambulla, Panduwasnuwara og Yapahuwa má finna minjar um stórbrotna menningu sem dafnaði öldum saman undir áhrifum búddatrúar. Búddismi er mild trú sem enn er varðveitt í sinni hreinustu mynd á Sri Lanka.
Margvísleg áhrif frá nýlendutímanum og nútímasamfélagi bæta nýjum dráttum í fjölbreytta menningu.
Sín á milli takast Sri Lankabúar ekki í hendur þegar þeir heilsast eða kveðjast. Þess í stað lyfta þeir lófunum upp að höku og hneigja sig lítið eitt. Bæði Tamílar og Sinhalesar heilsast með orðumum „ég heilsa hinum guðlega anda sem í þér býr“ og „megir þú verða langlífur“.
Fjölskyldubönd eru mjög sterk í Sri Lanka. Hófsemd, hlýðni við foreldra og stuðningur við eigin fjölskyldu eru lífsgildi sem menn læra í bernsku.
Elliheimili eru þar óþekkt
Fjölmiðlar

Dagblað á Sinhalísku ☼divaina.com☼.

Dagblað á ensku á  ☼lankapage.com☼.

Útvarp Sri Lanka ☼lanka.net/tnl/☼.
Sjónvarp Sri Lanka  ☼mediahopper.com/television/192.htm☼

Tónlist

tónlistarrás á sinhali ☼shakthifm.com☼

tónlistarvefur á sinhali ☼malkoha.com☼

Ýmsar alþýðlegar hefðir sviðslista er að finna meðal Sinhalesa og Tamíla. Meðal þjóðdansa má nefna hinn háþróaða Kandyandans sem öldum saman hefur verið nátengdur opinberum athöfnum og helgisiðum á og við hina sögulegu þinghúshæð í Kandy. „Djöfladans“ er meira spunninn og fer fram við lækningaathafnir og útrekstur illra anda. Í leiklist má bæði sjá nútímalegar gerðir alþýðuleiklistar og nútímaleg leikrit sem sum eru vestræn. Bæði indversk og vestræn áhrif eru áberandi í alþýðutónlist.

Líf barna
Hér má skoða myndir af börnum frá Sri Lanka ☼myndir☼
☼http://www.lankachronicle.com/kids.html☼ Þjóðasaga fyrir börn frá Sri Lanka.
Skólar
Læsi: 92,3%  íbúa 15 ára eða eldri geta lesið og skrifað. Læsi hjá konum 90%; læsi hjá körlum 94,8%. (tölur frá 2003) Lestrar- og skriftarkunnátta á Sri Lanka er ein sú mesta í Asíu.
Skólakerfið: Menntun er ókeypis frá grunnskóla til háskóla og skyldunám er frá 5 til 14 ára.
Börn byrja fimm ára í grunnskóla. Þá læra þau lestur, skrift og reikning. Grunnskólanemendur læra einnig um umhverfismál og hvernig lífshættir þeirra geta haft áhrif á jörðina. Enskunám hefst þegar börn eru 6 ára.
Listir, tónlist og dans eru líka á meðal námsefnis.
Á Sri Lanka hefur kennarinn vald sem börnin óttast og virða. Mörgum foreldrum frá Sri Lanka finnst vestrænir kennarar ekki nógu strangir.
Nemendur frá Sri Lanka eiga oft erfitt fyrstu mánuðina í skóla í nýju landi. Flestar athafnir í skólastofunni í Sri Lanka snúast um kennarann. Nemendur eru ekki vanir sjálfstæðum vinnubrögðum og rannsóknarverkefnum. Kennarar ættu að vera við því búnir að eyða nokkrum tíma aukalega í nemendurna til að venja þá við ný vinnubrögð.

Íþróttir
Íþróttafréttasíða á ensku ☼sporting-life.com☼
Sri Lankabúar eru mikið fyrir íþróttir. Í öllum þorpum og við alla skóla eru svæði ætluð íþróttaiðkun. Elle er útgáfa Sri Lanka af hafnabolta; knötturinn er minni og löng bambusstöng er í stað kylfu. Krikket er einnig vinsæl íþrótt og í sumum þorpum er steinninn úr mangóávextinum notaður í stað hefðbundins knattar. Konur leika badminton og aðra netleiki. Börn eyða mestum tíma sínum í að leika knattspyrnu, krikket og feluleik.
Matargerð Uppskriftir á ☼íslensku☼; ☼ensku☼
Fyrir Sri Lankabúa er matur annað og meira en eitthvað að borða. Með mat tjá þeir vináttu og ást til ættingja og því er matast saman við sérstök tækifæri.
Hrísgrjón hafa trúarlega merkingu fyrir Sri Lankabúa. Þau eru nauðsynleg við öll sérstök tækifæri og hindúar og búddistar nota þau til fórnargjafa í musterum.
Flestir Sri Lankabúar matast með fingrum hægri handar frekar en að nota hníf og gaffal.
Sri Lankabúar vilja hafa mat sinn sterkkryddaðan. Allir algengustu réttir eru kryddaðir, einkum með karrý, og kókoshnetumjólk er mikið notuð við matargerð.
Tíska
Fyrirtækið ODEL í Sri Lanka ☼eodel.com☼ er leiðandi tískufyrirtæki.
Listir Vefur ☼gallery/paintings☼
Hefðir á Sri Lanka í byggingarlist, höggmyndalist og málaralist eru af fornum rótum.
Form listrænnar tjáningar eru margvísleg, allt frá hefðbundnu handverki eins og batik og vefnaði til málmsmíða. Gull- og silfursmiðir eru víðs vegar um eyjuna, jafnvel á landsbyggðinni. Konur vefa mottur og körfur úr palmýralaufum, pálmalaufum og bambus. Grímugerð er einnig mikilvæg tegund listrænnar tjáningar. Grímur eru mikið notaðar í dansi og leiklist.

Veðurfar ☼veðrið á Sri Lanka í dag☼
Hitabeltisloftslag. Inni í landi eru svæði svalari og tempraðri og sjávargola kælir strandsvæðin.
Það eru tvö monsúntímabil, frá maí til júlí og desember til janúar.
Meðalhitastigið er um 32° C á láglendinu og um 21° C á hálendari fjallasvæðum.
Landslag ☼landslagsmyndir☼
Að mestu láglent, flatar eða hæðóttar sléttur, fjöllótt um sunnanvert miðbikið.
Hæsta fjall: Pidurutalagala 2,524 m.
Landnýting og náttúruauðlindir
Náttúruauðlindir:
kalksteinn, grafít, steinefnasandar, gimsteinar, fosföt, leir, raforka
Landnýting:
ræktanlegt land: 13,86%
varanleg uppskerulönd: 15,7%
annað: 70,44%
Dýralíf ☼ljósmyndir af villtum dýrum☼
Sri Lanka er heimkynni margra ólíkra dýrategunda. Spendýr, fuglar, skriðdýr, fiðrildi og fiskar eru víðs vegar um eyna. Sum spendýranna eru í útrýmingarhættu – blettatígurinn, fíllinn, hlébarðinn og nokkrar apategundir. Aðrar dýrategundir á eynni eru ýmsar dádýrategundir, sækýr, letibjörn, villisvín, puntsvín og nokkrar apategundir, til dæmis laufapinn með purpuraandlitið.
Í mars og apríl flakka fiðrildi í Sri Lanka upp á Fiðrildatind sem einnig er þekktur undir nafninu Adamstindur. Það eru rúmlega 240 þekktar fiðrildategundir, flestar af þeim eru á lægri svæðum, (undir 910 metrum). Sex tegundir hafa sést í hæð yfir 1210 metrum.
Ógnir náttúrunnar
Fellibyljir og skýstrókar öðru hverju.
Atvinnulíf
Atvinnugreinar: Gúmmíframleiðsla, te, kókoshnetur og aðrar landbúnaðarvörur; fatnaður, sement, olíuhreinsun, vefjarefni, tóbak.
Landbúnaður – framleiðsluafurðir: Hrísgrjón, sykurreyr, korn, belgjurtir, olíufræ, krydd, te, gúmmí, kókoshnetur, mjólk, egg, skinn, nautakjöt
Útflutningsvörur: Vefjarefni og klæðnaður, te, demantar, kókoshnetuafurðir, jarðolíuafurðir.
Atvinnuleysi í Sri Lanka er 8,4% (2003).
Íbúar undir fátækramörkum eru 22% (1997).
Peningar
Gjaldmiðill: Sri Lankísk rúpía (LKR).
Fjárhagsár: almanaksárið.