Kjúklingur í karrý
Innihald; 1 pund kjúklingur; 2-3 matskeiðar ristað karrý (svart); 2 matsk. sterkur pipar; 2 únsur mjólk (Kókoshnetu- eða kúa-): 2 tsk. edik (eða limetobragð); salt;
2 hvítlauksrif; 1 laukur; kanell; múskat; 2 matsk. olía
Skerið kjúklinginn í litla bita og þvoið vel. Skerið laukinn í litla ferninga. Skerið hvítlaukinn í litla bita.
Bætið við kjúklingnum, kryddinu, edikinu og salti og blandið vel. Látið það marínera um tíma (að eigin vali). Setjið yfir mjög lítinn hita og hitið í dálitla stund. Eftir um það bil 10 mínútur má hækka hitann lítið eitt. Sjóðið í 20 mínútur. Bætið mjólkinni í fimm mínútum áður en maturinn er tekinn af eldavélinni.
Kryddaðar kartöflur
Innihald; 1 pund kartöflur; 1 laukur; 2 tsk. heitur pipar; 2 matsk. olía; 1 rif hvítlaukur (duft) ; 1 tsk. salt, 1 tsk. sykur; 1 tsk. sinnep; 2 litlar grænar paprikur.
Sjóðið eða bakið kartöflurnar. Afhýðið og skerið í teninga. Skerið niður lauk og papriku.
Setjið olíu á stóra pönnu og hitið. Bætið við lauk og steikið í mínútu. Bætið síðan við sterka piparduftinu, hvítlauknum, saltinu, sykrinum og sinnepinu og hrærið í tvær mínútur. Bætið loks við kartöflum og grænni papriku, blandið og steikið í þrjár mínútur og þá er það tilbúið.