Fróðleikur um thailenskt krydd ☼tat.or.th/food/index.htm☼
Fróðleikur um „Tropical fruit“ ☼Thai/fruits/fruits.htm☼
Gaeng Kiew Wan Neua
Grænt nautakjötkarrý í kókoshnetu mjólk
Innihald
1. 500 gr skornar nautakjötssneiðar
2. 1 lítri kókoshnetumjólk
3. 50 ml matarolía
4. 150 gr grænt karrýdeig
5. 150 gr lítil eggaldin
6. 5 kaffírlauf (kaffir lime leaf) rifin í smáa strimla
7. 20 gr rautt og grænt sekkjachili (spur chilli), skorið á ská
8. 25 gr sæt basillauf
9. 50 ml fiskisósa
10. 20 gr sykur
Aðferð
1. Brúnið græna karrýdeigið í olíunni.
2. Hellið kókoshnetumjólkinni í, hrærið vel og bætið kjötsneiðunum í.
3. Látið suðuna koma upp og bætið eggaldinunum og kaffírlaufunum.
4. Sjóðið við hægan hita þangað til grænmetið er soðið, bætið þá chilinu, sykrinum og fiskisósunni og hrærið saman.
5. Bætið sætu basillaufunum í og hrærið vel.
6. Takið af hellunni. Berist heitt fram.
Fyrir fjóra
Agúrkusalat (fyrir 4-6)
Þunnar agúrkusneiðar lagðar í heit, krydduð lög. Berist fram kalt með snakki.
1 lítil eða hálfstór afhýdd agúrka
½ dl vatn
1 matskeið sykur
½ dl hrísgrjóna- eða hvítvínsedik
2 cm fínsöxuð, afhýdd og fersk engiferrót
½ lítið rautt chili í sneiðum, kjarninn tekinn úr
1. Skerið agúrkuna langsum og skafið kjarnann úr með teskeið. Fleygið kjarnanum. Skerið agúrkuna í þunnar sneiðar og leggið í skál.
2. Sjóðið vatn og sykur í litlum potti þangað til sykurinn er uppleystur. Takið pottinn af hellunni, bætið ediki og engifer í, hellið leginum yfir agúrkusneiðarnar og blandið vel. Kælið í hálftíma. Stráið chili yfir salatið áður en það er borið fram.