fani

 

vnnewz

 

Sagan í hnotskurn  ☼Smellið hér☼
Staðsetning og heiti  ☼myndir☼
Víetnam er í suðaustur Asíu og liggur að Thailandsflóa, Tonkinflóa, og Suður Kínahafi.
Landið er 329.560 ferkílómetrar að stærð, 1.650 km. frá norðri til suðurs en þar sem það er mjóst eru aðeins 50 km. þvert yfir.
Langt heiti: Cong Hoa Xa Hoi Chu Nghia Viet Nam /Sósíalíska lýðveldið Víetnam.
Stutt heiti: Viet Nam / Víetnam.
Þjóðerni: nafnorð; Víetnami,
lýsingarorð: víetnamskur
Hvaðan koma börnin?
5 nemendur hafa komið frá Quang-Ning. Hér má skoða myndir frá ☼Quang Ning☼ sem Halldóra, Sunna og Amalía hafa safnað. Einnig hefur Sara safnað myndum sem sýna náttúruna í Víetnam.
Landsveffang

Vefur á ensku og víetnömsku ☼viettouch.com☼
Vefur á ensku og víetnömsku ☼thangvo2k☼
Víetnömsk vefsíða http://home.vnn.vn/

Landsveffangið er: .vn
Notendur Internetsins 121.000 (2000)
Höfuðborg ☼myndir☼
Höfuðborgin heitir Hanoi.
Þjóðhátíðardagur og stjórnarfar
☼hlustaðu á þjóðsönginn☼
2. september 1945 öðlaðist Víetnam sjálfstæði frá Frökkum. Stjórnarfar: Kommúnistaríki.
Löggjöf: Byggð á kommúnískum lagakenningum og frönskum borgararétti.

Sendiráð /ræðismaður Víetnam á Íslandi?
Nei

Fjöldi íbúa (2004)
Íbúafjöldi er:  82.689.518.
Aldursdreifing: 0-14 ára: 29,4%; 15-64 ára: 65%; 65 ára og yfir: 5,6%;
Lífslíkur við fæðingu:konur 73,02 ár; karlar 67,86 ár.
Frjósemishlutfall er 2,22 börn fædd á hverja konu.
Ungbarnadauði: 29,88 börn deyja fyrir hverja 1000 fæðingar.
Þjóðflokkar
Víetnamar  85%-90%, Kínverjar, Hmong, Tælendingar, Kmerar, Cham og þjóðflokkar upp til fjalla.

Trú
Búddatrú, hoa hao, cao dai, kristin trú (að mestu rómversk kaþólsk en einnig nokkuð um mótmælendatrú), frumbyggjatrú, íslam.

Tungumál ☼víetnamska☼
Víetnamska (opinbert), enska (sífellt meira notuð sem annað tungumál), nokkur franska, kínverska og kmeramál, tungumál fjallasvæða (Mon-kmeramál og malaya-pólynesíska). Opinbert tungumál Víetnams er tónamál sem er sambærilegt við kmer, opinbert tungumál Kambódíu. Með hverju atkvæði eru sex mismunandi tónar sem hægt er að nota og breyta skilgreiningunni og því verður það oft erfitt fyrir útlendinga að átta sig á málinu. Víetnamar sem flytja til Íslands kjósa að velja sér íslensk nöfn vegna þess hve erfitt er að bera víetenömsk nöfn rétt fram án þess að þau breyti um merkingu. Í ritmáli notar víetnamska rómverska stafrófið og kommur yfir stafi til að sýna tónana. Þetta ritunarkerfi sem kallast quoc ngu, var búið til af kaþólskum trúboðum á 17. öld til að þýða Biblíuna.

Siðir og venjur
Fjölskyldubönd eru mjög sterk hjá Víetnömum. Börn læra á unga aldri að þau eiga forfeðrum mikið að þakka.
Iðni og góður árangur í skóla er ein leið til að heiðra nafn fjölskyldunnar.
Virðing fyrir foreldrum og forfeðrum nær til allra sem eldri eru, lífsreynsla þeirra er mikils metin.
Lífið er verðmæt eign sem engin efnisleg gæði standast samanburð við.
Víetnömum hefur allt frá bernsku verið kennt að hugsa djúpt áður en þeir opna munninn eða eins og spakmælið segir: „að opna munninn aðeins þegar maður er spurður og svara aðeins þegar bent er á mann.“ Þessi afstaða er að hluta til sprottin af þeirri skoðun að viturt og hæfileikaríkt fólk sé hógvært í athöfnum og tali.
Menn gera sér grein fyrir því að ofgnótt orða getur valdið sundurlyndi og úlfúð. Því er almennt trúað að flýtisorð og mismæli séu jafn skaðleg og bráðræði og óvönduð verk.
Af þessum sökum virðast Víetnamar oft vera hlédrægir og fálátir. Ákveðnar dyggðir virðast höfða meira til Víetnama en annarra. Mest áberandi eru hófsemd, hógværð, réttsýni og sjálfsstjórn, sem gera þá fágaða og kurteisa.
Eldri börn hjálpa til við að gæta hinna yngri. Litið er á aga sem skylduverk foreldra. Þegar börnin stálpast eru flengingar algengar.
Nafnavenjur
Í víetnömsku er fjölskyldunafnið skrifað fyrst, síðan millinafn og sérnafn síðast:
NGUYEN TUONG VU
(fjölskyldunafn) (millinafn) (sérnafn)
Þessi maður mundi svara nafninu ‘Vu’ eða ‘Hr. Vu’. Stundum breyta flóttamenn röð nafnanna til að laga þau að vestrænum siðum. Konur halda yfirleitt fjölskyldunöfnum sínum.
Víetnamar þekkjast aldrei af fjölskyldunafninu einu saman. Víetnami er alltaf kallaður skírnarnafni sínu.

Fjölmiðlar

☼http://www.vnn.vn/☼

Dagblað á víetnömsku og ensku ☼nhandan.org.vn☼

Dagblað á víetnömsku ☼vietnamdaily.com☼

Dagblað á víetnömsku ☼nguoi-viet.com☼

Útvarp Víetnam á víetnömsku ☼vov.org.vn☼ og á ensku ☼vov.org.vn☼

☼htv.com.vn/☼    Sjónvarp

☼http://www.vietmedia.com/☼

☼bbc.co.uk/vietnamese/index.shtml☼

Tónlist
Hlýðið á víetnamska tónlist. Hægt er að velja mismunandi flytjendur og lög ☼saigonline.com☼
Tónlistarrás ☼vncentral.com☼
Það hefur ekki verið talið eftirsóknarvert að flytja tónlist opinberlega í Víetnam. Þrátt fyrir það eru tónlistarmenn og flytjendur mjög vinsælir. Víetnamar hafa eins strengs sítar sem er kallaður dan bau. Hann er ekki til í neinu öðru landi. Víetnamskir söngvar eru flokkaðir í þrjá aðskilda flokka: söngva með texta úr leikritum, minnihlutasöngva, og söngva úr daglegu lífi (hat). Síðasti flokkurinn, hat, er langstærsti flokkurinn og felur í sér lo hat (spunninn söng), hersöng, kórsöng og hergöngulög. Einnig teljast barnasöngvar og ástarsöngvar þar með.
Vatnaleikbrúðuleikir eru vinsælir. Þeir eru upphaflega frá Indlandi og geta haft allt að 30 atriði í einum leik sem ná frá sögulegum viðburðum og klassískum óperum til stríða og framgöngu þjóðhetja.
Líf barna
Hér má sjá myndir af víetnömskum börnum   ☼myndir☼
Skólar
Læsi: 90,3%  íbúa sem eru 15 ára eða eldri geta lesið og skrifað. Læsi hjá konum  86,9%; læsi hjá körlum 93,9%. (tölur frá 2002)
Skólakerfið: Fyrir 1954 var lestrar- og skriftarkunnátta mjög lítil en eftir lagfæringar á menntakerfinu er kunnáttan nú 94% hjá fólki 15 ára og eldri. Nærri öll börn fá grunnmenntun sem er skylda og ókeypis fyrstu fimm árin.
Menntun er lykill að velgengni að mati Víetnama og vel menntaður fjölskyldumeðlimur færir fjölskyldu sinni heiður og velgengni.
Kennarar njóta mikillar virðingar og foreldrar draga þá hvorki í efa né skipta sér af ákvörðunum þeirra. Víetnömsk skólastofa er ekki staður þar sem nemendur véfengja kennara eða koma af stað umræðum.
Umskiptin yfir í nýju skólastofuna geta orðið erfið. Hætt er við að kennarar túlki virðingu í framkomu nemandans sem áhugaleysi, skort á gagnrýninni hugsun eða einfaldlega sem feimni.
Í víetnömskum námsskrám er lögð áhersla á raunvísindi, stærðfræði og tungumál. Því þurfa foreldrar og nemendur að laga sig að námsgreinum eins og íþróttum, leiklist og tónlist.
Regluleg foreldraviðtöl eru ekki algeng í Víetnam. Hins vegar eru víetnamskir foreldrar vanir að hvetja börn sín til dáða í skóla. Þeir reikna með miklu heimanámi og ekki víst að þeir trúi börnunum ef þau segjast hafa lokið heimanáminu í skólanum.

Íþróttir
☼thethaovietnam.com.vn/☼  íþróttavefur á víetnömsku og ensku

Hjólreiðar og köfun með ströndum fram. eru vinsælar íþróttir

Matargerð
Uppskriftir á : ☼íslensku☼ ☼víetnömsku☼ ☼ensku☼
Víetnamskur matur virðist vera svipaður hinum kínverska, en þó er nokkur munur. Víetnamskur matur er oft kryddaður öðruvísi og með fersku grænmeti og jurtum sem bæta bragðið. Í Víetnam fæst gnægð sjávarfangs eins og t.d. humar, krabbi, rækjur og fiskur og því er ekki að undra að nuoc mam (fiskisósa) sé grundvöllur í víetnömskum mat meðan sojasósa er notuð í öðrum Asíulöndum.
Venjulega er súpuskál (pho) borðuð að morgni og einnig um hádegis- og kvöldmat. Máltíð samanstendur venjulega af nokkrum réttum sem bornir eru fram saman: kjöt eða sjávarréttir, hrísgrjón, núðlur, eggjaréttir, grænmeti, o. s. fr. Grænt te er algengasti drykkurinn.
Tíska
Alan Truong er hönnuður frá Víetnam ☼fashionfinds.com☼
Tískuhönnun fyrir unga Víetnama er á þessari vefsíðu ☼vietnamfashion.itgo☼

 

Listir ☼vefsíða☼
Málaralist hefur ekki jafn sterka stöðu í víetnamskri menningu og mörgum öðrum Asíulöndum. Algeng viðfangsefni í málaralist í Víetnam eru landslag, plöntur, fuglar og skrautritun – eins og tíðkaðist í Kína. Elstu málverk sem þekkjast eru frá seinni hluta 18. aldar. Þótt pappír hafi verið notaður vildu menn heldur nota silki og tré.
Keramik hefur tíðkast í Víetnam, sennilega frá síðari hluta steinaldar.
Útskurður, sem talinn var smábændalist var falin list í Víetnam þangað til nýlega.
Veðurfar ☼veðrið í Víetnam í dag☼
Hitabelti í suðri, monsúnsvæði í norðri með heitum regntímabilum (frá miðjum maí fram í miðjan september) og heitum þurrum tíma (frá miðjum október fram í miðjan mars)
Norðurhluti Víetnam hefur fjórar vel aðgreindar árstíðir. Sólarárstíminn er frá október fram í júní en í suðri eru heitar og rakar árstíðir. Yfirleitt koma regnskúrir á kvöldin eða snemma á morgnana.
Á hálendinu er temprað loftslag. Rakastigið sveiflast frá 80% til 100%. Á ári nemur rigningin í Víetnam 600 milljörðum tonna. Meðalhitinn sveiflast frá 22° til 27°.
Landslag ☼landslagsmyndir☼
Landslag er láglent, flatar óseyrar í suðri og norðri. Miðhálendið er hæðótt, fjöllótt lengst í norðri og norðvestri.
Hæsta fjall: Ngoc Linh 3.143 m.

 

Landnýting og náttúruauðlindir
Náttúruauðlindir: fosföt, kol, mangan, báxít, krómöt, olíu- og gaslindir undan ströndum, skógar, raforka.
Landnotkun:
ræktanlegt land: 19.97%
varanlegt uppskeruland: 5,95%
annað: 74,08%
Dýralíf ☼dýragarður í Hanoi☼
Í Víetnam eru heimkynni fíla, bjarna tígrisdýra, hlébarða og smærri dýra, t.d. apa, íkorna og otra. Skriðdýr eins og krókódílar, snákar og eðlur eru líka í Víetnam.
Frumskógarnir eru yfirleitt þéttir og heimkynni stóru spendýranna sem nefnd voru og þar er mikið úrval af sígrænum gróðri í viðbót við gróður regnskóganna. Eyðing skóga á sér stað en ekki eins mikið og í öðrum löndum Suðaustur Asíu. Þótt Víetnamstríðið hafi eytt gróðri á miklum svæðum er hann byrjaður að jafna sig.
Ógnir náttúrunnar
Fellibyljir öðru hvoru (maí til janúar)
með miklum flóðum.

Atvinnulíf
Atvinnugreinar: matvælaframleiðsla, fatagerð, skógerð, vélasmíði, námavinnsla, sementsframleiðsla, tilbúinn áburður, gler, hjólbarðar, olía, kol, stál, pappír.
Landbúnaðarafurðir: hýðishrísgrjón, maís, kartöflur, gúmmí, sojabaunir, kaffi, te, bananar, sykur; hænsni, svín; fiskur
Útflutningsvörur: hráolía, sjávarafurðir, hrísgrjón, kaffi, gúmmí, te, fatnaður, skór
Atvinnuleysi í Víetnam er 6,1% (2003).
Íbúar undir fátækramörkum eru 37% (1998).

Peningar
Gjaldmiðill: dong (VND).
Fjárhagsár: almanaksárið.