Víetnamskt salat
7 únsur soðið og skinnlaust kjúklingabrjóst
2 únsur baunaspírur
2 litlar gulrætur;
½ gúrka
Korianderlauf
1/4 matskeið muldar jarðhnetur
2 matskeiðar sítrónusafi
smáklípa af sykri
2 matskeiðar sojasósa
salt og pipar.
Aðferð: Sjóðið vatnið, bætið baunaspírunum við í aðeins nokkrar sekúndur. Þurrkið og látið kólna. Flysjið gulræturnar og gúrkuna. Rífið gulræturnar. Skerið gúrkuna í þunnar sneiðar. Skerið korianderlaufin. Blandið sítrónusafanum, sykrinum, sojasósunni, saltinu og piparnum í skál (salatsósa). Raðið grænmetinu og korianderlaufunum á disk og hellið salatsósunni yfir. Skerið kjúklinginn í teninga og raðið á diskinn með rækjunum. Skreytið með korianderlaufum og muldum jarðhnetum.

Steikt hrísgrjón með pylsu, rækjum og krabba
Com Chien Thap Cam
1 2/3 bollar löng hvít hrísgrjón, 2 kínverskar pylsur, 1/4 pund hráar rækjur, 1/4 bolli jurtaolía — plús 1 matskeið,
1 meðalstór laukur, 1 matskeið fiskisósa, 1/2 pund krabbakjöt, 2 egg, 2 púrrulaukar
Asíusveppur = þurrkaðir hattar, 1 – 1-1/2 þumlungur í þvermál
Kínverskar pylsur = sætar, mildar, reykt svínakjöt. Um sex þumlunga langar, seldar í pörum.
Stærð á rækjum = 21 – 25 rækjur í pundinu.
Fiskisósa = nam pla. Notið víetnamska eða Thai fiskisósu.
Krabbakjöt = ferskt, frosið, niðursoðið. Hreinsið og fjarlægið skel og brjósk.

Aðferð:
Daginn áður
– undirbúið hrísgrjónin. Sjóðið 6 lítra af ósöltu vatni við háan hita í stórum þungum potti. Hrærið stöðugt og hellið hrísgrjónunum útí í þunnum straumi. Lækkið hitann í miðlungsháan og sjóðið hrísgrjónin í opnum potti í um 15 mínútur, þangað til grjónin eru orðin dálítið mjúk en þó ögn þétt að bíta í. Látið vatnið síga úr grjónunum í stóru sigti og rótið í þeim með gaffli til að gera þau loftkenndari. Færið hrísgrjónin í stóra skál, setjið til hliðar og kælið niður í stofuhita. Lokið skálinni þétt og kælið yfir nótt eða að minnsta kosti í 12 tíma.
Sama dag
– Setjið SVEPPI í litla skál með 1 1/2 bolla af heitu vatni. Leggið í bleyti í að minnsta kosti 30 mínútur þangað til þeir eru mjúkir. Takið upp sveppina. Hellið niður vatninu. Hreinsið öll óhreinindi sem eftir eru af sveppunum og takið af alla stilka. Sneiðið þá þvert yfir í hálfs þumlungs ræmur.
– Skerið LAUK langsum í helminga og sneiðið langsum í lengjur 1/4 þumlungs þykkar.
– Þvoið og snyrtið PÚRRULAUKANA, látið mest af grænu toppunum vera. Skerið púrrulaukana í 1 þumlungs bita og sneiðið bitana langsum í lengjur, fjórðung úr þumlungi á þykkt.
– Hreinsið skelina af RÆKJUNUM. Skerið í 1/4 þumlungs bita og setjið til hliðar.
– Skerið PYLSUR í 1-1/8 þumlungs sneiðar. Steikið pylsurnar í wokpotti við vægan hita. Hrærið stöðugt í tvær mínútur eða þangað til sneiðarnar eru fallega brúnaðar á báðum hliðum og brúnirnar stökkar. Þurrkið á gljúpum pappír.
– Hitið 1/4 bolla af olíu í wokpotti. Setjið LAUKANA í og hrærið stöðugt, sjóðið í 2 – 3 mínútur, þangað til þeir eru mjúkir. Stillið hitann til að brenna ekki.
– Bætið SVEPPUM við, síðan köldu hrísgrjónunum með gaffli, sjóðið í um 3 mínútur eða þangað til hrísgrjónin eru hituð í gegn. – Hrærið FISKISÓSUNA.
– Ýtið hrísgrjónunum út í jaðar wok pottsins og gerið holu í miðjuna. Hellið í því sem eftir er af olíunni og setjið RÆKJURNAR þar í. Sjóðið rækjurnar í um 2 mínútur án þess að hræra í hrísgrjónunum og snúið þeim þangað til þær eru bleikar og stinnar.
– Blandið rækjunum við hrísgrjónin og hrærið áfram og sjóðið við vægan hita í 5 mínútur. Látið hrísgrjónin ekki brúnast. Hrærið krabbakjötið og pylsuna í og sjóðið í tvær mínútur. Brjótið EGG, eitt í einu og hrærið vel eftir hverja viðbót.
– Blandið PÚRRULAUKUNUM útí, smakkið til að krydda; bætið við salti eða meiri fiskisósu ef hrísgrjónin virðast of bragðlítil. Berið steiktu hrísgrjónin fram í hrauki á stóru hituðu fati eða í skál.