Ofnbakað lambakjöt og jógúrt (Tavë Kosi)
1-2 pund lambakjöt
4 matskeiðar smjör
2 matskeiðar hrísgrjón
salt, pipar
Jógúrtsósa.
1 matskeið hveiti
4 matskeiðar smjör
2 pund jógúrt
5 egg
salt, pipar
Skerið kjötið í fjóra hluta til að bera fram, stráið salti og pipar yfir hvern hluta og bakið í ofni við hóflegan hita með helmingnum af smjörinu. Ausið safanum yfir öðru hvoru. Bætið hrísgrjónum við þegar kjötið er hálfbakað. Takið bökunarskúffuna úr ofninum og setjið til hliðar meðan þið útbúið jógúrtsósuna:
Snöggsteikið hveitið í smjörinu þangað til það er vel blandað. Hrærið saman jógúrt, salt, pipar og egg þangað til blandan er vel jöfnuð og hrærið þá hveitið saman við. Setjið sósublönduna í bökunarskúffuna, hrærið kjötbitana saman við og bakið við 370′ F í um það bil 45 mínútur. Berist fram heitt.
Fyrir fjóra.
Rómverskt salat frá Tirana
Þetta salat er oft borið fram sem lystauki á albönskum matsölustöðum:
1 höfuð af rómversku salati
1 búnt af graslauk saxað smátt
2 harðsoðin egg í sneiðum
salt, pipar, ólífuolía, sítrónusafi. Þvoið salatið og rífið blöðin í munnbitastærð. Setjið í salatskál og skreytið með saxaða graslauknum og eggjasneiðunum. Saltið og piprið eftir smekk. Bætið við ólífuolíu og sítrónusafa eftir smekk rétt áður en borið er fram.