Lasagne uppskriftin hér fyrir neðan er fengin af Matarlist.is, (http://matarlist.is/recipe_search.asp?type=&product=&origin=5&textaleit=&x=20&y=8) þar er að finna fleiri ítalskar uppskriftir á íslensku.

Klassískt Lasagne
fyrir fjóra

300 g nautahakk (eða blandað nauta- og kálfahakk)
500 g ferskar lasagne-plötur frá Rana
1/2 laukur, fínt saxaður
1/2 fínt rifin gulrót
1/2 – 1 marinn hvítlauksgeiri (e. smekk)
1/2 sellerístöngull, fínsaxaður
500 g niðursoðnir tómatar (Cirio)
fersk basilíkulauf
50 g nýrifinn parmesanostur (Galbani)
2 mozzarellaostar (Galbani)
1 lárviðarlauf
1/2 rauðvínsglas (má sleppa)
ólífuolía og salt eftir þörfum
Béchamelsmjörsósa:
1/2 l mjólk
50 g smjör
salt e. þörfum
50 g hveiti

Ragù-kjötsósa:
Hitið dreitil af jómfrúrólífuolíu í potti og mýkið fínt saxað grænmetið í henni skamma stund. Bætið hakki saman við ásamt örlitlu salti og brúnið kjötið í 4-5 mín. Ef vill, skvettið 1/2 glasi af rauðvíni yfir og látið gufa upp og bætið svo lárviðarlaufi, tómötum og basilíkulaufum út í pott og látið krauma undir loki við vægan hita í ca. 1/2 – 1 klst. (e. smekk).

Útbúið béchamel-smjörsósuna í millitíðinni:
Bræðið smjörið í litlum potti og hrærið hveiti saman við og búið til svokallaða „smjörbollu“. Bætið mjólk saman við í litlum skömmtum og hrærið stöðugt i með písk á meðan. Saltið e. þörfum.
Smyrjið stórt ferkantað leirform eða álform og smyrjið þunnu lagi af kjötsósu og béchamelsósu í botninn. Leggið lasagne-plötu ofan á og raðið þar ofan á smámagni af mozzarellaostbitum, rifnum parmesanosti, kjötsósu og smjörsósu. Leggið aðra pastaplötu ofan á. Haldið þannig áfram þar til pastaplöturnar hafa klárast og dreyfið kjöt- og smjörsóu yfir efsta lagið og að lokum rifnum parmesanosti. Dreifið nokkrum litlum smjörklípum yfir lasagneréttinn og bakið í 30-40 mín við 220 g.