800 – 500 f. kr. Hinar ýmsu þjóðir bjuggu Appennínaskaga, Grikkir í suðri, Gallar í norðri en á miðjum skaganum og meirihluta hans höfðu Etrúrar sest að og stofnað nokkur borgríki.
509 f. kr. Rómverska lýðveldið er stofnað.
264 f. kr. Rómverjar hafa tekið yfir mestan hluta Ítalíu. Upp frá því og næstu sjö aldirnar er saga Ítalíu að miklu leyti saga Rómaveldis.
29 f. kr. Eftir langa valdabaráttu tekur Ágústus keisari við völdum og Rómverska heimsveldið verður til. Næstu 200 árin réðu Rómverjar yfir gríðarstóru landsvæði frá Bretlandi í Evrópu og allt til Norður-Afríku og Miðausturlanda.
180 e. kr. Markús Árelíus, síðasti mikli keisari Rómar deyr og upp frá því hefst hnignun Rómaveldis.
380 e. kr. Kristni verður opinber trú.
Lok 4. aldar Rómverska heimsveldið skiptist í tvennt, austur (með Konstantínópel sem höfuðborg) og vestur (með Róm sem höfuðborg).
476 Vesturhluti Rómaveldis fellur endanlega í hendur germanskra þjóða og þá hefst tímabil stöðnunar, þekkt sem hinar myrku miðaldir.
1200 – 1600 Borgríki á Ítalíu, s.s. Róm, Flórens, Mílanó, Písa og Feneyjar urðu miðstöðvar verslunar, velmegun jókst og Ítalía varð menningarleg miðja Evrópu á ný. Listir, menning og vísindi blómstruðu. Þetta var tími endurreisnar.
1861 Ítalía sameinast sem þjóð undir stjórn konungsins Victors Emmanuels II.
1915 Ítalía berst í fyrri heimsstyrjöld við hlið bandamanna.
1922: Leiðtogi Fasista, Benito Mussolini, myndar ríkisstjórn eftir þrjú ár af pólitískum og efnahagslegum óróa.
1936: Mussolini myndar bandalag með Þýskalandi nasismans.
1940: Ítalía verður þátttakandi í síðari heimsstyrjöld og berst við hlið Þjóðverja.
1941: Ítalía lýsir yfir stríði við Sovétríkin.
1943: Bandamenn ráðast inn í Sikiley. Victor Emmanuel III fangelsar Mussolini. Ítalir skrifa undir vopnahlé við Bandamenn og lýsa yfir stríði á hendur Þjóðverjum.
eftir stríð.
1946: Ítalir kjósa að leggja niður konungsveldið og gera þjóð sína að lýðveldi.
1948: Ný stjórnarskrá. Kristnir demókratar vinna sigur í kosningum.
1955: Ítalía verður aðildarríki Sameinuðu þjóðanna.
1983: Bettino Craxi verður forsætisráðherra, fyrsti sósíalíski forsætisráðherrann eftir stríð.
1984: Kaþólska er ekki lengur ríkistrú á Ítalíu.
1992 – 1994: Gríðarleg spilling er afhjúpuð í stjórnmálum Ítalíu sem leiðir til afsagnar ótal embættismanna, þ.á.m. Bettinos Craxi fyrir mútunarhneyksli. Yfir sex þúsund manns sæta viðamiklum rannsóknum.
1997: Jarðskjálfti í Umbriahéraði. Basilíka St Francis of Assisi eyðileggst og fjórir láta lífið.
2001: Silvio Berlusconi verður forsætisráðherra og situr sem slíkur næstu 5 árin. 2006 tekur andstæðingur hans, Romano Prodi við en tveimur árum seinna snýr Berlusconi aftur til valda.