Lettnesk eplakaka
Innihald:
5 únsur smjör
1/2 bolli sykur
3 egg, aðskilin
1 bolli hveiti
2 teskeiðar lyftiduft
2 teskeiðar vanilla
3 matskeiðar mjólk eða rjómi
6 miðlungsstór epli, afhýdd og skorin í þykkar sneiðar (Granny Smith eða Macintosh eru best)
1 matskeið sykur og 1/4 teskeið kanel blandað saman
Gerð deigsins:
Forhitið ofninn í 375′ F. Smyrjið brauðform. Sigtið hveitið með lyftiduftinu. Hrærið smjörið. Bætið sykri hægt í smjörið og þeytið það vel eftir hverja viðbót. Bætið eggjarauðum í smjörblönduna, einni í einu, og þeytið vel eftir hverja viðbót. Bætið við vanillu.
Bætið við þurrefnunum í 2 eða 3 skömmtum og setjið mjólkina í inn á milli. Þeytið eggjahvíturnar þangað til þær eru stífar. Vefjið þær gætilega inn í deigið. Setjið deigið í brauðformið. Þrýstið eplasneiðunum djúpt í deigið. Stráið kanelsykrinum yfir.
Baksturinn:
Bakið í 30 – 50 mínútur, þangað til könnunarprjónninn kemur þurr út.
(Uppskriftin birt með leyfi Inara Blaubergs-Metcalfe og Valentina Blauberga)
Lettnesk ávaxtasósa eða ávaxtahlaup (Kîsêlis)
4 – 6 epli
1 bolli rúsínur
2 perur (valfrjálst)
6 – 10 plómur eða lítill pakki af sveskjum (valfrjálst)
1 bolli skorinn rabarbari (valfrjálst)
2 ferskjur (valfrjálst)
2 bollar vatn
1 – 6 matskeiðar sykur
2 – 4 matskeiðar kartöflumjöl eða kornsterkja
1 bolli rauðvín (valfrjálst)
Afhýðið fersku ávextina, takið úr fræ og steina og skerið í frekar stóra bita. Bætið þurrkuðum ávöxtum í og sjóðið við vægan hita í 60 – 90 mínútur.
Takið af hitanum. Ef menn vilja má stappa soðnu ávextina svo maukið verði mýkra. Bætið við nokkru af sykrinum og rauðvíninu vilji menn hafa það með. Smakkið og bætið við sykri ef þurfa þykir.
Bætið við 2 matskeiðum af sterkju ef blandan á að líkjast súpu, en meiru ef hún á frekar að vera eins og hlaup. Látið suðuna koma upp og hrærið stöðugt. Látið sjóða í 2 mínútur eða þangað til réttri þykkt er náð.
Takið af hitanum og kælið. Best er að bera fram við stofuhita en einnig má kæla réttinn. Berið fram með mjólk, rjóma eða vanilluís (sem er allra best!).