Sagan í hnotskurn    ☼Smellið hér☼

Staðsetning og heiti ☼myndir frá Lettlandi☼
Lettland er í Austur Evrópu, við Eystrasalt á milli Eistlands og Litháen. Hvítarússland og Rússland liggja að Lettlandi að sunnan og suðaustan.
Landið er 64.589 ferkílómetrar að stærð.
Langt heiti: Latvijas Republica / Lýðveldið Lettland.
Stutt heiti: Latvija / Lettland.

Hvaðan koma nemendurnir?
Nemendur hafa komið frá   ☼Riga☼

Landsveffang
Landsveffangið er: .lv
Notendur Internetsins: 936.000 (árið 2003)
☼latviansonline.com/index.shtml☼ Vefur um Lettland á ensku
Vefur á lettnesku ☼http://agam.dtcom.lv/☼

Höfuðborg  ☼myndir☼
Höfuðborgin heitir Riga.

Þjóðhátíðardagur og stjórnarfar
☼hlustaðu á þjóðsönginn☼
Sjálfstæði: 21. ágúst 1991 (frá Sovétríkjunum)
Þjóðhátíðardagur: 18. nóvember, sjálfstæði frá Sovétrússlandi 1918.
Stjórnarfar: Lýðræðislegt þingræði.
Löggjöf: Byggð á borgararétti.
Þing: Þingið Saeima er í einni málstofu, 100 fulltrúar kosnir í beinum kosningum.

Sendiráð /ræðismaður Litháen á Íslandi?
Nei

Fjöldi íbúa (júlí 2004)
Íbúafjöldi er: 2.306.306
Aldursdreifing: 0-14 ára 15,%; 15-64 ára 69,2%; 65 ára og eldri 15,8%.
Lífslíkur við fæðingu: konur 76,09; karlar 65,91.
Frjósemishlutfall: 1,25 börn fædd á hverja konu.
Ungbarnadauði: 9,67 af hverjum 1000 fæddum börnum.

Þjóðernishópar
Lettar 57,7%, Rússar 29,6, Hvítrússar 4,1%, Úkraínumenn 2,7%, Pólverjar 2,5%, Litháar 1,4%, aðrir 2%.
Lettar eru norrænir að yfirbragði og telja sig vera það. Sú skoðun styðst við sterk menningarleg og trúarleg áhrif öldum saman vegna germanskra og skandinavískra yfirráða og landnáms. Austur Lettland (Latgale) er hins vegar undir miklum pólskum og rússneskum áhrifum á menningu og tungu.
Lettar eru afkomendur ættbálka eins og Letta (eða Latgala), Selona, Semigalla og Kúrlendinga. Í öllum sjö stærstu borgum landsins eru Rússar fleiri en Lettar. Aðeins 200.000 Lettar búa á Vesturlöndum, einkum Ástralíu, Kanada, Þýskalandi, Englandi og Bandaríkjunum.

Trú
Lúterstrúar, Rómversk kaþólskir og Rússneskur
rétttrúnaður.

Tungumál ☼lettneska☼
Lettneska (opinbert mál), litháíska og rússneska.
Lettneska er indóevrópskt mál, ekki slafneskt, ekki germanskt og líkist aðeins Litháísku. Lettneska er því annað af aðeins tveim tungumálum af hinni baltnesku grein indóevrópskra mála og þeir sem málið tala líta svo á að það sé í útrýmingarhættu. Rúmur helmingur landsmanna talar lettnesku sem móðurmál.
Nokkur mállýskumunur er á málinu sem talað er í austur og vestur Lettlandi annars vegar og hinni opinberu lettnesku sem töluð er um miðhluta landsins. Rússneska er móðurmál 30% landsmanna og flestir skilja hana. Enska og þýska skiljast líka.
Elsta dæmið sem þekkt er um ritaða lettnesku er barnalærdómskver frá árinu 1585. Sovétríkin gerðu rússnesku að opinberu máli. Þess vegna er rússneska fyrsta erlenda málið sem flestir lettar kunna.

Siðir og venjur
Vefur á ensku og lettnesku ☼Latvieðu kultûra/Latvian Culture☼
Lettar eru frekar hlédrægir og formlegir en samt mjög gestrisnir.
Þeir eru ekki vanir að bera tilfinningar sínar á torg þótt það teljist til dæmis góður siður að sýna móðurást. Yfirleitt takast Lettar í hendur en yngra fólkið hefur tekið upp þann sið að faðmast.
Þegar tveir Lettar tala saman er alltaf töluvert bil á milli þeirra. Þeir koma aldrei nærri hvor öðrum eins og ef of náin tengsl væru hættuleg.

Fyrr á tímum bjuggu Lettar ekki of nærri hver öðrum. Alltaf hefur verið á, skógur eða gil á milli þeirra.
Sjaldnast eru fleiri en tvö börn í lettneskum fjölskyldum. Það er arfur frá Sovéttímabilinu þegar húsnæði var af skornum skammti, og knappur efnahagur gerði það óæskilegt að eiga stóra fjölskyldu. Fjölskyldur eru enn býsna stórar á landsbyggðinni.
Menn hugsa vel um fjölskyldur sínar og reyna að gera allt hið besta fyrir börn sín.
Ættartengsl eru sterk og börn eru hjá ömmum og öfum í fríum. Hefð er fyrir því að vinir og ættingjar komi saman á dögum eins og Jónsmessu, páskum, gamlárskvöld og fjölskyldusamkomum.
Lettar halda enn í árstíðahefðir. Í flestum fjölskyldum þar sem báðir foreldrar neyðast til að vinna, tekur amman ábyrgð á heimili og barnagæslu.

Lettar eru frekar alvörugefnir og leggja mikið á sig til að menntast, taka þátt í ýmsum samtökum og vilja hafa gott starf og fjölskyldu.
Ýmsar hugmyndir eru um hvað séu góðir siðir. Til dæmis á fólk að vera kurteist og ekki láta í ljós að eitthvað sé að. Það hefur skapað þá tilhneigingu að þykjast vera betri en maður er í raun.

Hin forna heiðna sál er falin djúpt inni í sérhverjum Letta. Þess vegna eru ýmsar fornar og kynlegar hugmyndir enn við lýði í lettneskri menningu.
Lettar meta náttúruna mikils því hún hefur fætt þá öldum saman. Þeir trúa því enn að þeir geti spáð um framtíðina með því að fylgjast gaumgæfilega með því sem fram fer í náttúrunni. Ef fuglar fljúga til að mynda lágt mun brátt rigna, ef laufin springa út snemma verður sumarið stutt. Lettar meta þjóðtrú og hefðir mikils.

Fjölmiðlar

Dagblað á ensku  ☼baltictimes.com☼

fréttamiðill á lettnesku, litháísku, eistnesku, rússnesku og ensku ☼bns.ee/☼

á lettnesku og rússnensku ☼internet.delfi.lv/☼

dagblað á lettnesku ☼diena.lv/☼

Útvarp Lettland ☼radio.org.lv/Lapas/EN_Tiesraide.htm☼ fjórar stöðvar; 1, 2, 3, og 4.

☼http://www.tvnet.lv/news/☼ sjónvarp á lettnesku

Tónlist og kvikmyndir
Lettar eru mjög elskir að tónlist. Alltaf er einhver tónlist heima eða í vinnunni. Lettar hafa gaman af að söng og dansi og það skiptir ekki máli hvernig röddin er. Til eru þúsund ára gömul þjóðlög við kvæði sem kölluð eru „daina“. Alþýðukveðskapur er enn stundaður.
Listastarfsemi áhugamanna er blómleg í Lettlandi. Félög og einstaklingar mynda leikhópa, kóra, hljómsveitir og danshópa. Lettland hefur tónlistarháskóla og og ýmsar aðrar stofnanir til tónlistarnáms.

Fréttir af tónlist  ☼music.lv/en/☼

☼dziesmusvetki2003.lv/☼ Tónlistarhátíð 2003 í Lettlandi

☼choirs/latvia/☼ Ríkiskórinn í Lettlandi

☼Latvijas mûzikas jaunumi un koncerti☼ Fréttir af rokki á lettnesku

Hljómsveitin „Brainstorm“ er lettnesk hljómsveit sem gerir skemmtilega popptónlist. Tók m.a. þátt í Eurovision 2002 og lenti í 4. sæti með lagið „My star“  sem finna má á þessari vefsíðu ☼brainstorm.lv/main.php?view=sound☼ ásamt mörgum öðrum lögum.
☼brainstorm.lv/☼ Vefsíða hljómsveitarinnar á ensku og lettnesku

☼Þjóðsöngvar☼ frá Lettlandi. Textar á ensku og lettnesku.

☼latfilma.lv/☼ Mjög áhugaverður vefur á ensku um lettneskar kvikmyndir.

☼main.arsenals.lv/main.php☼  Kvikmyndavettvangur á ensku og lettnesku.
☼lnt.lv/index.php?section=news☼ Kvikmyndafréttir á lettnesku.

Líf barna
Hér eru ☼myndir☼ af börnum í Lettlandi.
Vefur fyrir börn á lettnesku ☼http://www.astro.lv/☼

Skólar
Læsi, miðað við 15 ára og eldri, 99,8%. (2003)
Skólakerfið:
Læsi er á háu stigi í Lettlandi og þar er mikil áhersla lögð á menntun sem er ókeypis og skylda fram til sextán ára aldurs.
Grunnmenntun hefst við sex eða sjö ára aldur og heldur áfram alls í níu ár, þá fá nemendur grunnskólaskírteini. Þegar grunnmenntuninni er lokið eiga nemendur ýmsa möguleika: almennt framhaldsnám, verknám eða framhaldssnám til sérmenntunar.

Íþróttir
☼sportsnews.lv/☼ á rússnesku, ensku og lettnesku.
Íþróttir hafa alltaf verið vinsælar í Lettlandi.
Fyrsti Lettinn til að vinna verðlaun á Ólympíuleikum var Haralds Blauss sem fékk bronsverðlaun í skotfimi árið 1912. Fyrstu verðlaunin í sögu sjálfstæðs Lettlands fékk Janis Dalins fyrir kappgöngu í Los Angeles árið 1932.
Körfuknattleikur, knattspyrna, blak og íshokkí eru vinsælar íþróttagreinar, en skíði og skautar á vetrum.
Matargerð
Uppskriftir á : ☼íslensku☼ ☼lettnesku☼ ☼ensku☼

Hefðbundinn lettneskur matur er hafragrautur, súpur, slátur (blóðpylsur) og rúgbrauð. Reyktur matur, einkum fiskur er vinsæll, og einnig mjólkurvörur, egg, kartöflur, og kornmeti. Reykt lúða, áll, síld og sardínur eru undirstöðufæða en steinsuga sem unnin er á séstakan hátt er einstakt lettneskt hnossgæti. Súpur og pylsur eru einnig vinsælar. Á sumrin og haustin er mikið borðað af berjabökum og tertum.

Í aðalmáltíð er yfirleitt haft kjöt (kjúklingur, svínakjöt, kálfakjöt, nautakjöt) eða fiskur (þ. m. t. lax og silungur) með grænmeti s.s. kartöflum, baunum, káli, gulrótum, lauk og sveppum.

Helstu eftirréttir eru bakkelsi og ávextir (epli, trönuber, hindber og rauð sólber). Hunang er notað til að gera sætt.

Kaffi er drukkið á morgnana og te á kvöldin. Ýmsir ávaxta- og gosdrykkir eru líka vinsælir.

Tíska í Litháen:

☼anna.lv/☼ Skemmtilegur vefur um hönnun Önnu Osmushkina sem er lettneskur tískuhönnuður.
Fallegar ☼þjóðbúningamyndir☼

Listir

☼http://www.art.lv☼ listavefur á lettnesku og ensku

Í Lettlandi er listaháskóli og ýmislegt annað listnám í boði.

Vilhelms Purvitis (1872-1945) lyfti lettneska landslagsmálverkinu svo það komst á blað á Evrópumælikvarða. Hann er talinn faðir lettneska landslagsmálverksins og fékkst nær eingöngu við lettneska náttúru.
Annar merkur málari var Janis Rozentals (1866-1916).

Janis Plieksans (1865-1929), þekktur undir nafninu Rainis, var virtasta skáld Letta á síðari hluta nítjándu og fyrri hluta tuttugustu aldar.

☼ graffitiart.from.lv/☼
☼fao.lv/yaris/☼ Fallegur vefur sem kynnir leðurlist
☼gallery.lv/EN.htm☼ listagallery á frönsku, spænsku og lettnesku

Veðurfar ☼veðrið í Lettlandi í dag☼
Temprað loftslag en töluverðar sveiflur í hitastigi. Sumrin eru heit en veður er tiltölulega milt á vorin og haustin. Vetur ríkir frá því í nóvember og fram í miðjan mars og getur verið mjög kaldur. Úrkoma dreifist yfir allt árið þó mest í ágúst. Snjókoma er algeng um vetrarmánuðina.
Í janúar eru meðalhitastigið -5°C og í júlí 17°C . Árleg úrkoma er um 570 mm.

Landslag  ☼landslagsmyndir☼
Landslag: Landið er að mestu lágt liggjandi, frjósamar sléttur, en hæðir í austri.
Hæsti tindur: Gaizinkalns 312 m.

Landnýting og náttúruauðlindir
Náttúruauðlindir: mór, kalksteinn, dólómít, rafmagn, timbur, ræktarland, raf.
ræktanlegt land: 29,67%
varanleg uppskera: 0.47%
annað: 69,86%

Dýralíf ☼myndir☼
Í Lettlandi eru 62 tegundir spendýra og 19 til viðbótar sjást þar stundum.
Flest dýrin  (63%) hafast við í skógunum en 24% dýranna eru á landbúnaðarsvæðum og við vötn. Aðeins fimm tegundir hafst við á opnum svæðum, til dæmis röndótta akurmúsin og evrópski hérinn.
Fuglalífið er býsna fjölbreytt vegna landfræðilegrar staðsetningar og margbreytilegra búsvæða. Strönd Eystrasalts er viðkomustaður fjölda farfugla frá norður Evrasíu á leið til vetrarstöðva í vestur Evrópu, Afríku og Miðausturlöndum og til vetrarstöðva á freðmýrunum og í barrrskógunum. Meðal um 140 tegunda farfugla eru storkurinn Ciconia ciconia, lævirkinn Alauda arvensis og allar tegundir söngvara (Sylviinae).

Ógnir náttúrunnar
Engar

Atvinnulíf
Landbúnaður: korn, sykurrófur, kartöflur, grænmeti, nauta- og svínakjöt, mjólk, egg, fiskur.
Iðnaður: langferða- vöru- og fólksbifreiðar, járnbrautavagnar, gerviefni, landbúnaðarvélar, áburður, þvottavélar, útvörp, rafmagnsvörur, lyfjavörur, unnar matvörur, vefnaðarvörur,
Útflutningur: Timbur og timburvörur, vélar og tæki, málmar, vefnaðarvörur, matvörur.
Innflutningur: Vélar og tæki, efnavörur, eldsneyti, ökutæki.
Atvinnuleysi: 8,6%(2003)
Undir fátæktarmörkum: ekki skráð.

Peningar
Gjaldmiðill: Lettneskt lat (LVL)
Fjárhagsár: almanaksárið.