Ostapascha frá Lwow
(Pascha ze Lwowa)
Gamall, hefðbundinn og ljúffengur páskaréttur frá austurhluta Póllands:
1 egg
4 eggjarauður
2 2/3 bollar sykur
1 bolli þeyttur rjómi
1 bolli rúsínur
2 pund bóndaostur
1/2 pund ósaltað smjör
1 matskeið vanilludropar
1 bolli afhýddar möndlur
2 matskeiðar rifinn appelsínubörkur
Pískið heila eggið og eggjarauðurnar saman við sykurinn þangað til blandan er orðin þykk og rjómakennd. Bætið við helmingnum af rjómanum. Setjið í skaftpott. Hitið alveg upp að suðumarki og hrærið stöðugt í en látið ekki sjóða. Takið af hitanum. Bætið við rúsínum og setjið lok yfir.
Setjið það sem eftir er af rjómanum, ostinn, smjörið og vanilludropana í stóran rafmagnsblandara. Þeytið þangað til blandan er orðin mjúk.
Setjið ostblönduna í skál og setjið eggjablönduna varlega saman við án þess að hræra og bætið við hnetunum og appelsínuberkinum.
Kælið í 4-5 klukkutíma. Setjið í tvöfaldan ostaklút. Hengið yfir skál á köldum stað og látið vökvann síga úr í sólarhring. Kælið og berið fram kalt.
Pólsk pylsa
(Kielbasa)
1-1/2 pund magurt, beinlaust svínakjöt
1/2 pund beinlaust kálfakjöt (valfrjálst)
Ef þú notar ekki kálfakjöt, bættu þá við 1 pundi af svínakjöti
1 teskeið salt
1 teskeið pipar
2-3 marin hvítlauksrif
1 matskeið sinnepsfræ
1/4 bolli mulinn ís
Umbúðir
Skerið kjötið í litla bita og hakkið það svo með kryddinu og ísnum, hrærið það vel. Troðið kjötblöndunni í umbúðirnar. Reykið það í útireykofninum og farið eftir leiðbeiningum framleiðanda, eða þið getið sett pylsuna í skaftpott og látið vatn fljóta vel yfir. Bakið við 350′ F þangað vatnið er gufað upp, í um það bil 1 1/2 til 2 klukkustundir. Þetta gerir aðeins um það bil 2 pund.