Sagan í hnotskurn ☼Smellið hér☼
Staðsetning og heiti ☼myndir☼
Langt heiti: Portúgalska lýðveldið (Republica Portuguesa)
Stutt heiti: Portúgal (Portugal)
Portúgal er á Íberíuskaganum í Suðvestur-Evrópu og snýr út að Norður-Atlantshafi, með landamæri að Spáni. Það er 92.090 ferkílómetrar að stærð. Madeiraeyjar (8 talsins, þar af tvær byggðar, Madeira og Porto Santo) og Azoreeyjar (9 talsins) tilheyra Portúgal.
☼Hér er hægt að skoða vefmyndavél frá Madeiraeyjum☼
Jessica kom frá ☼Lissabon☼
Landsveffang
Landsveffang: .pt
Notendur internetsins: um 4,5 milljónir (árið 2008)
Höfuðborg ☼myndir☼
Höfuðborg Portúgal heitir Lissabon. Þar búa 2,1 milljónir manna.
☼Hér er hægt að skoða vefmyndavél frá Lissabon☼.
☼hlustaðu á þjóðsönginn☼Þjóðsöngur Portúgal heitir A Portuguesa og hefur hann verið það síðan árið 1910. Ljóðið samdi Henrique Lopes de Mendonça og lagið er eftir Alfredo Keil.
☼
Hér er hægt að hlusta á þjóðsönginn á vídeóupptöku og lesa textann með☼
Sendiráð /ræðismaður Portúgal á Íslandi?
Næsta sendiráð Portúgals er í Osló:
Sendiráð: Josefinesgate 37
NO-0244 Oslo
Afgreiðslutími: 10:00-17:00 (Mon-Fri)
Sími: 2333 2850
Telefax: 2256 4355
Telex: 71200
Netfang: portuguese.embassy@scosl.dgaccp.pt
Í Reykjavík er ræðismaður:
Ræðismaður: Mrs. Helga Lára Guðmundsdóttir
Skrifstofa: Brekkugerði 5, Reykjavík
Sími: 568 9455
Netfang: gudmundsdottir.helga.lara@gmail.com
Heimili: Brekkugerði 5, 108 Reykjavík
Sími: 568 9455
Fjöldi íbúa (haust 2010)
Í Portúgal búa rúmlega 10,7 milljónir manna.
Um 40% þeirra búa í sveitum eða þorpum sem er töluvert meira en gengur og gerist í iðnríkjum.
Frjósemishlutfall: Hver kona eignast að meðaltali 1,5 börn.
Ungbarnadauði: 4,72 börn deyja af hverjum 1000 fæddum.
Lífslíkur við fæðingu: 78,38 ár (karlar: 75,12 ár konur: 81,86 ár)
Aldursdreifing: 0-14 ára eru 16,3 %
15-64 ára eru 66 %
65 ára og eldri eru 17,8 %
Þjóðflokkar
Portúgalar eru fremur einsleit þjóð af Miðjarðarhafsstofni en þó er þar einnig að finna litla hópa fólks frá Afríkuríkjum (t.d. Angóla, Grænhöfðaeyjum og Mósambík), Suður-Ameríku (Brasilíu aðallega) og Austur-Evrópu (t.d. Úkraínu og Rúmeníu).
Að auki eru í landinu u.þ.b. 100.000 sígaunar, flestir búa þeir í Algarve.
Trú
Rómversk kaþólskir eru 84,5 %, aðrir kristnir 2,2 %. Önnur trú og trúlausir: 13,3%.
Meirihluti Portúgala segjast þó ekki stunda trúna mikið en næstum allir eru skírðir og gifta sig í kirkju.
Tungumál ☼portúgalska☼
Opinbert tungumál í Portúgal er portúgalska. Það er rómanskt tungumál. Það er 5.-7. algengasta tungumál heims því það er ekki aðeins talað í Portúgal heldur líka í Brasilíu, Angóla, Mósambík, Grænhöfðaeyjum og Austur-Tímor. Hér má sjá nokkra frasa á Portúgölsku:
Sim = Já
Não = Nei
Oi! / Ei! / Olá = Halló!
Tchau! = Bless
Até mais = Við sjáumst!
Obrigado = Takk (til manns)
Obrigada = Takk (til konu)
Bom dia = Góðan dag(inn)
Boa noite = Góða nótt
Desculpe / Perdão = Afsakið, fyrirgefðu
Tudo bem? = Hvað segirðu?
Eu sou do Brasil/Portugal/Islândia = Ég er frá Brasilíu/Portúgal/Íslandi
Eu não falo português = Ég tala ekki portúgölsku
Você fala inglês? = Talar þú ensku?
Mirandese er annað tungumál sem talað er á litlu svæði í norðaustur Portúgal, það var gert að opinberu tungumáli ásamt Portúgölsku árið 1998.
Siðir og venjur
Portúgalar eru fremur hefðbundnir og íhaldssamir, a.m.k. eldri kynslóðirnar. Eins og víða annarsstaðar í Evrópu getur einnig verið töluverður munur á fólkinu í borgunum og til sveita, í sveitinni halda menn oft fastar í hefðir. Portúgalar eru mjög stoltir af menningu sinni og arfleifð, sérstaklega glæsilegri siglingasögu þjóðarinnar. Þeim þykir afar vænt um landið sitt og borgina eða héraðið sem þeir koma frá. Þeir sem flytja erlendis fara oft í heimsókn á heimaslóðir og snúa yfirleitt aftur þangað á endanum. Portúgalar líta upp til og virða þá sem eru ofar í valdastiganum og eru hliðhollir yfirvöldum. Þeir þykja duglegir til vinnu, sparsamir og með góða aðlögunarhæfni. Eiginleikar eins og gestrisni, heiðarleiki og góðvild eru mikils metnir.
Portúgalar heilsast með þéttu handabandi en meðal vina og ættingja er venjan að kyssast á báðar kinnar (beijinhos). Í smábæjum heilsast ókunnugir úti á götu en það er ekki algengt í borgum. Skírnarnafn er notað þegar um er að ræða vini, unglinga eða börn. Annars ávarpar fólk hvort annað með nafnbót og eftirnafni en stundum nafnbót og skírnarnafni.
Fjölskyldan er meginstoð samfélagsins og einstaklingnum mjög mikilvæg. Tryggð við hana er sett ofar öllu öðru. Þannig þykir frændhygli (t.d. þegar yfirmaður ræður ættingja sinn í vinnu) ekki mikið tiltökumál í Portúgal, það þykir sýna fram á að viðkomandi sé að ráða til starfa manneskju sem hann þekkir og treystir. Stórfjölskyldan er einnig samheldin. Ungt fólk flytur yfirleitt ekki að heiman fyrr en það giftist og algengt er að foreldrar hjálpi börnum sínum að kaupa fyrsta heimilið. Ætlast er til að börn sjái um foreldra sína þegar þeir eru orðnir veikburða og þeir leggja sig jafnframt fram um að geta arfleitt börnin sín að eignum sínum. Mikil virðing er borin fyrir eldra fólki.
Flestir gifta sig á aldrinum 25 – 28 ára en byrja jafnvel ekki að eignast börn fyrr en milli þrítugs og fertugs. Einstæðir foreldrar eru algengari nú en áður þó svo að margir Portúgalar gifist aftur. Í þéttbýlinu er algengt að pör búi saman fyrir giftingu en það þykir ekki við hæfi í sveitum landsins. Flest portúgölsk börn eru skírð með athöfn og veislu á eftir. Mikilvægt er að foreldrar velji barninu guðforeldra (padrinhos). Mæður fá fjögurra mánaða fæðingarorlof en að því loknu taka amma og afi eða daggæsla við. Konur eru meirihluti vinnuafls í landinu en þrátt fyrir það vinna þær flest störf inni á heimilinu líka.
Í borgum búa flestir í íbúðum (andar) í stórum blokkum sem kallast prédios. Oftast eru svalir með pottablómum, snúrum til að hengja út föt og margir geyma þar gæludýr, t.d. fugla. Í úthverfum og dreifbýli eru einbýlishús með rauðum flísalögðum þökum algengari (moradias). Ef plássið leyfir rækta Portúgalar gjarnan grænmeti, ávaxtatré og jafnvel hænur eða önnur dýr.
Vinir eru Portúgölum mikilvægir, enda eru þeir opnir og félagslyndir og taka vel á móti gestum, t.d. af öðrum þjóðernum. Þeir hafa gaman af því að heimsækja hvorn annan en það er líka mjög vinsælt að hittast á kaffihúsum og ræða léttvæg málefni yfir kaffibolla. Á sumrin reyna flestar fjölskyldur að fara að heiman í um tvær vikur, t.d. í útilegu eða heimsókn til ættingja. Strendurnar eru einnig mjög vinsælar.
Hátíðir: Portúgalar halda upp á nýársdag, Páska, afmæli byltingarinnar (25. apríl), dag verkalýðsins (1. maí), Kristlíkamahátíð (í júní), þjóðhátíðardaginn (10. júní), Assumption day (15. ágúst), lýðveldisyfirlýsinguna (5. október), dýrlingadaginn (1. nóvember), sjálfstæðisdaginn (1. desember), dag hins flekklausa getnaðar (8. desember) og jólin.
Á dýrlingadaginn er farið með blóm á leiði ættingja. Á þjóðhátíðardaginn er ljóðskáldsins Luís de
Camões minnst og einnig þeirra Portúgala sem eru dreifðir um heiminn. Auk þessara hátíðsdaga eru svæðisbundnar hátíðir tileinkaðar vernadara þess svæðis og einnig uppskeruhátíðir. Í fimm daga fyrir öskudag er karnival með skrúðgöngum og grímubúningum.
Fjölmiðlar
☼Secretaria de Estado e Comunidades☼
☼Portuguese TV International☼
☼Jornal O Publico de Lisboa☼
☼Jornal de Noticias do Porto☼
☼Correio da Manhã de Lisboa☼
☼Diario de Noticias de Lisboa☼
☼Radio Difusão Portuguesa☼
Tónlist og kvikmyndir
Í Portúgal er fjölbreytt tónlistarmenning.
Fado er þekktasta tónlistarstefnan í Portúgal. Hún varð til meðal lægri stétta landsins og innan háskólasamfélagsins. Tónlistin einkennist af dapurleika og söknuði og er best lýst með potúgalska orðinu saudade sem þýðir “að missa einhvern eða þrá”. Þessi stefna varð til í kringum 1820 þó að rætur hennar megi rekja mun lengra aftur og er hún af mörgum talin vera blanda af afrískum takti og tónlist portúgalskra sjómanna, jafnvel undir arabískum áhrifum.
Til eru tveir fadostílar, Lissabon og Coimbra. Í Lissabon stílnum er bara einn flytjandi, oft kona. Í Coimbra (háskólaborg) eru flytjendurnir margir karlkyns stúdentar og tveir gítarleikarar. Annar þeirra spilar laglínuna á 12 strengja portúgalskan gítar en hinn spilar taktinn með sex strengja gítar.
☼Amalia Rodrigues☼ er konan sem kynnti fado fyrir umheiminum. Hún fæddist árið 1920 í Lissabon og hóf ferilinn þegar hún söng meðan hún seldi grænmeti og ávexti ásamt móður sinni og systur. 19 ára gömul söng hún í fyrsta sinn opinberlega í Portúgal og upp frá því hlaut hún frægð út fyrir landsteinana. Hún lék einnig í kvikmyndum. Hún var kölluð „Rainha do Fado“ sem þýðir „Drotting Fado“. Amalia lést árið 1999.
☼Hér☼ og ☼hér☼ má hlusta á tvö falleg lög með Amaliu á YouTube vefnum.
Fleiri þekktir fado tónlistarmenn eru Mariza, Ana Moura, Cristina Branco og hljómsveitin Madredeus.
Auk fado eru ótal aðrar alþýðutónlistarstefnur í Porúgal. ☼Hér er mjög skemmtilegur vefur á portúgölsku um alþýðutónlist☼. Hægt er að skoða hljóðfæri og hlusta á tónlist og söngva eftir landsvæðum.
Í dag er rokk og popptónlist vinsæl í Portúgal auk pimba tónlistar og Hip Hop Tuga (portúgalskt hipp hopp).
Líf barna ☼myndir☼
Börn eru mikils metin í Portúgal og alast flest upp við mikla ástúð og umhyggju.
Þau flytja að heiman í seinna lagi, helst ekki fyrr en þau eru búin að finna sér maka og safna sér fyrir heimili.
☼Hér má hlusta á alls kyns barnalög frá Portúgal☼
☼Hér má lesa skemmtilega klausu um muninn á bandarískum börnum og portúgölskum börnum☼
Hér má til gamans lesa 40 staðreyndir til manneskju sem ólst upp í Portúgal.
1. Þú átt a.m.k. eina frænku sem klæddist svörtum kjól hvern einasta dag í heilt ár eftir jarðaför.
2. Þú eyddir allri æsku þinni í að velta fyrir þér hvað það var sem þú borðaðir í hádegismat sem var borið fram „sanweesha“.
3. Hundur fjölskyldunnar skildi portúgölsku.
4. Á hverjum einasta sunnudegi var farið í heimsóknir til afa og ömmu eða annarra úr stórfjölskyldunni.
5. Þú hefur upplifað það kraftaverk að koma 150 manns fyrir í fjölskyldugarðveislu í 50 fm stórum garði.
6. Þú varst hissa þegar þú komst að því að heilbrigðisráðuneytið mælir með þremur máltíðum á dag, ekki sjö.
7. Þér fannst það að drepa svínið á hverju ári og hengja það neðan úr loftinu ásamt torressmos, morcella og linguica eðlileg athöfn.
8. Þú borðaðir sopa de covos í kvöldmat a.m.k. þrisvar í viku og á hverjum sunnudegi.
9. Þú ólst upp við að ávextir og grænmeti kostuðu aldrei neitt ákveðið heldur var alltaf hægt að prútta um verðið.
10. Þegar þú varst sjö ára varstu jafn hár og amma þín.
11. Þú hélst að öll eftirnöfn enduðu á sérhljóði.
12. Þú hélst að það ætti að rúlla nælonsokkum að ökklunum.
13. Aðaláhugamál mömmu þinnar er að þrífa.
14. Þú varðst hissa þegar þú áttaðir þig á að vín er í raun selt í búðum.
15. Þú hélst að allir bökuðu sitt eigið brauð.
16. Þú borðaðir aldrei kjöt á jólunum og reyndar aldrei á föstudögum heldur.
17. Þú borðaðir salatið á eftir aðalréttinum.
18. Þú hélst að kaþólska væri eina trúarbragðið í heiminum.
19. Þú varst laminn minnst einu sinni með sleif eða kústi.
20. Þú hélst að borða þyrfti hverja máltíð með stóran brauðhleif í annarri hendi.
21. Þú skilur portúgölsku en talar hana ekki.
22. Þú átt a.m.k. einn ættingja sem kom alltaf á bátnum.
23. Allir frændur þínir annaðhvort flúðu til Ameríku til að þurfa ekki að fara í stríðið í Angóla eða fóru í stríðið í Angóla.
24. Þú átt a.m.k. sex karlkyns ættingja sem heita Tony, Frank, Joe eða Louie.
25. Þú átt ættingja sem eru ekki alvöru ættingjar þínir.
26. Þú átt ættingja sem þú talar ekki við.
27. Þú drakkst vín áður en þú varðst unglingur.
28. Mamma þín kleip þig í handlegginn í kirkjunni.
29. Þú ólst upp í húsi með garði þar sem var ekki einn einasti blettur af mold þar sem ekki óx blóm, grænmeti eða vínviður.
30. Húsgögn ömmu þinnar og afa voru eins þægileg og ef þú sætir á plasti. Bíddu! Þú sast í raun á plasti.
31. Þú hélst að það væri eðlilegt að tala hátt.
32. Þú hélst að sykraðar möndlur væru í öllum brúðkaupsveislum
33. Þú hélst að allir væru klipnir í kinnarnar og fengju pening í vasann frá ættingjum sínum.
34. Móðir þín ofverndar alla karlmenn í fjölskyldunni, sama á hvaða aldri þeir eru.
35. Það var róðukross í hverju einasta herbergi hússins.
36. Þú máttir ekki hitta strák án þess að fá samþykki föður þíns. (Og já, hann verður að vera portúgalskur).
37. Fyrir þér var allt pasta „shpargett“.
38. Þú kveiðst fyrir að taka upp nestið í skólanum.
39. Að fara út að fá sér kaffibolla þýddi venjulega að fara út að fá sér kaffibolla í Tiu húsi.
40. Allar aðstæður, kvillar, óhöpp, misminni og slys var rakið til þess að það var eitthvað sem þú borðaðir ekki.
☼http://franciscanworld.blogspot.com/2009/02/40-things-in-life-of-portuguese-child.html☼
Skólar
Skólakerfið í Portúgal skiptist í leikskóla, grunnskóla, framhaldsmenntun og háskólamenntun. Leikskólar standa til boða fyrir börn frá þriggja ára aldri, grunnskólinn er skylda og tekur 9 ár. Bæði eru til einkaskólar og ríkisreknir skólar en þeir eru ókeypis. Eftir grunnskólann geta nemendur farið í framhaldsnám, annaðhvort sem undirbúning fyrir háskólanám eða iðnnám. Greiða þarf skólagjöld í framhaldsskólum. Flestir klára framhaldsskólann og geta þá innritast í háskóla. Þó er takmarkað hversu margir komast inn í háskólanám, misjafnt eftir námsgreinum og milli ára. Meira en helmingur háskólanema eru konur.
Það eru 18 háskólar í Portúgal. Háskólinn í Coimbra var stofnaður á 13. öld og er einn elsti háskóli í Evrópu.
Læsi meðal 15 ára og eldri: 93,3%
Þrátt fyrir að nær allir geti lesið stunda Portúgalar almennt ekki mikið lestur bóka.
☼Heimasíða portúgalska menntamálaráðuneytisins☼
☼Dæmi um heimasíðu framhaldsskóla í Portúgal☼
Íþróttir Vefsíða á☼portsúgalski fótboltinn á ensku☼
Fótbolti er vinsælasta íþróttagreinin í Portúgal. Þaðan hafi margir af bestu knattspyrnumönnum heims komið, meðal þeirra eru Cristiano Ronaldo, Luís Figo, Rui Costa, Nani, Deco og Eusébio. Knattspyrnustjórinn José Mourinho er einnig frá Portúgal. Hann hefur stjórnað enska liðinu Chelsea, Inter Milan á Ítalíu en er núna hjá Real Madrid á Spáni.
Landslið Portúgal í fótbolta er í 3. sæti styrleikalista Alþjóðlega knattspyrnusambandsins (FIFA) árið 2010. Þeir töpuðu fyrir Grikkjum í úrslitaleik Evrópumótsins árið 2004 og lönduðu 4. sæti í heimsmeistarakeppninni árið 2006.
Portuguese Liga er úrvalsdeild portúgalskra knattspyrnufélaga. Þrjú bestu liðin sem etja kappi þar eru Sport Lisboa e Benfica, Sporting Clube de Portugal og Futebol Clube do Porto. Portúgölsk lið hafa einnig verið sigursæl í Meistaradeild Evrópu og Evrópubikarnum.
☼Portúgalska fótboltann á portúgölsku☼
☼Hér eru birtar fréttir úr portúgalska fótboltanum☼
☼Aðdáendasíða Cristianos Ronaldos☼
Ótal aðrar íþróttagreinar eru stundaðar með góðum árangri í landinu. Til dæmis körfubolti, frjálsar íþróttir, tennis, sund og golf.
Portúgalskt nautaat er ekki jafn frægt og mjög frábrugðið því spænska. Nautið er ekki drepið inni í hringnum og nautabaninn (sem er því eiginlega ekki réttnefni) er á hestbaki. Frægustu nautaötin eru haldin í Vila Franca da Xira sem er úthverfi í Lissabon. ☼grein á ensku um portúgalskt nautaat☼
Matargerð
Uppskriftir frá Portúgal á ☼íslensku☼ og á ☼ensku☼
Stærsta máltíð dagsins hjá Portúgölum var yfirleitt hádegisverðurinn en það er nú að breytast og vegna vinnu kjósa nú margar fjölskyldur að safnast saman yfir kvöldverði, yfirleitt milli kl. 8 og 9.
Einn þjóðarréttur Portúgala kallast bacalhau en það er saltaður þorskur. Hann er borðaður á ýmsa vegu, oft með kartöflum og grænmeti eða baunum og hvítlauk. Fiskistappa eða caldeirada er líka vinsæll réttur. Ásamt fiski borða Portúgalar meðal annars svínakjöt, lambakjöt, nautakjöt, kjúkling og kanínukjöt. Annar algengur réttur er cozido à Portuguesa en það er ýmis konar kjöt með kartöflum, hrísgrjónum og grænmeti. Hvítlaukur og steinselja er vinsælt sem krydd.
Tíska Um ☼tísku☼ í Portúgal
Tískan í Portúgal er fremur hefðbundin og margir Portúgalar eru ekkert sérstaklega meðvitaðir um tísku. Þeim þykir þó mikilvægt að vera snyrtilegir og vel til hafðir. Föt þeirra einkennast af einfaldri og þægilegri hönnun í frekar óáberandi litum. Slík föt eru sérstaklega algeng til sveita, þar klæðist fólk flíkum sem virðast vera mjög gamaldags. Í borgunum líkar flestum betur að klæða sig óformlega, það er ekki mikill munur á vinnufötunum og hversdagsfötunum. Konur eru gjarnan í kjólum með hefðbundnu mynstri og karlmenn oft í jakka með bindi.
Hvert hérað í Portúgal á sinn eigin búning sem íbúarnir klæðast á hátíðum eða við sérstök tilefni. Þeir eru litríkir og mikið í þá lagt.
Eftir að náinn ættingi deyr er venja að klæðast svörtu í ákveðinn tíma til að syrgja. Sumar ekkjur (aðallega í sveitum) klæðast svörtu það sem eftir er ævinnar.
Listir
Listir eiga sér langa sögu í Portúgal. Málaralistin blómstraði á 15. öld, þá málaði ☼Nuno Gonçalves☼ Saint Vincent altaristöflurnar. Flæmsk list hafði töluverð áhrif en Portúgalar fluttu inn mikið af henni. Á 16. öld kom þó fram einstakur portúgalskur stíll, manueline. Frægasti málarinn í þeim stíl var Grão Vasco og í borginni Viseu er að finna listasafn sem ber nafn hans. Á 17. öld voru portrettmálverk mest áberandi. Á 19. öld komu fram rómantískar, natúralískar og raunsæar liststefnur og áhrifa gætti frá París.
Í kirkjum, höllum og köstulum í Portúgal má skoða skreytingar í manueline stíl en einnig má víða sjá ☼azulejo☼ sem eru skreytingar úr glerflísum með myndum á, oft kóbaltbláum og hvítum. Reyndar eru slíkar skreytingar út um allt, t.d. búðum, íbúðarhúsum, lestarstöðvum, almenningsgörðum og gosbrunnum.
Listalíf er fjölbreytt í höfuðborginni Lissabon og þar er að finna ótal söfn og gallerí. Af portúgölskum samtímalistamönnum má nefna Paula Rego, Pedro Cabrita Reis og Julião Sarmento. Af þeim er Rego líklega þekktust, verk hennar einkennast af tilvísunum í líf og menningu Portúgals. ☼Hér má lesa viðtal við hana sem birtist í Telegraph árið 2009☼
Árið 1998 hlaut portúgalski rithöfundurinn José Saramago Nóbelsverðlaun.
Veðurfar ☼veðrið í Portúgal í dag☼
Á Portúgal er miðjarðarhafsloftslag og yfirleitt milt og gott veður. Meðalhiti yfir árið er um 13° C í norðurhlutanum en um 18°C í suðurhlutanum. Á sumrin getur hitinn farið yfir 30°C í norðri og 40°C í suðri. Á veturna (nóvember – apríl) rignir stundum þó sólardagar séu margir. Hitinn fer sjaldan niður fyrir 5°C við strendurnar en inn til landsins getur komið frost og í fjöllum snjóar gjarnan.
Landslag ☼landslagsmyndir☼
Áin Tagus rennur frá Spáni til Lissabon og skiptir Portúgal í tvennt. Norðan hennar er landslagið fjöllótt en sunnan hennar eru aflíðandi sléttur. Hæsta tind Portúgals er að finna á eynni Pico sem er hluti Azoreyja. Það er gamalt eldfjall, 2350 m á hæð. Hæsti tindurinn á meginlandinu er í 1993 m hæð, í fjallgarðinum Serra da Estrela.
Einn þriðji landsins er skóglendi. Aðrar stórar ár sem renna um Portúgal eru Douro, Minho og Guadiana. Ekkert náttúrulegt stöðuvatn er í Portúgal en þó er þar að finna nokkur lón.
Landnýting og náttúruauðlindir
Af náttúruauðlindum Portúgals má nefna fisk, skóga (kork), járn, kopar, sink, tin, silfur, gull, úran, marmara, leir, gifs, salt og vatnsorku. Um 17 % lands er nýtanlegt til ræktunar. Þar er helst ræktað korn, kartöflur, ólívur og vínber.
Dýralíf ☼ljósmyndir af dýrum☼
Í Portúgal er að finna blöndu af evrópskum og norðurafrískum dýrategundum. Þar er algengt að sjá t.d. refi, greifingja, gaupur, úlfa, villigeitur, héra, kanínur, hreysiketti, skunka, kameljón og skógarbirni. Fuglalífið er afar fjölbreytt því á hverju ári koma þar við ótalmargir farfuglar á leið sinni til eða frá Afríku.
Á Portúgal er einnig mikill fjöldi bjöllu- og mýflugnategunda.
Í hafi og vötnum er m.a. að finna sardínur, krabbadýr, ostrur og túnfisk.
Ógnir náttúrunnar
Á Azoreeyjum verða stundum mjög öflugir jarðskjálftar. Skógareldar geisa af og til á meginlandinu á sumrin og á veturnar geta komið ofsaveður og flóð. Það kemur fyrir að fellibyljir berist til Azoreeyja.
Atvinnulíf
30% starfa við iðnað, 10% við landbúnað og 60% eru í þjónustugeiranum. Landbúnaðurinn framleiðir korn, kartöflur, tómata, ólífur. Einnig eru ræktaðar kindur, nautgripir, geitur, svín, fiðurfé og fiskur veiddur. Í iðnaði er framleidd vefnaðarvara, skór, viður og korkur, pappír, grunnmálmar, matvæli, postulín, keramik, glervara, bílar, ýmis tæki o.fl. Aðaliðnaðarsvæði landsins eru á Lissabon-Setúbalsvæðinu í suðurhlutanum og Porto-Braga-Aveirosvæðinu í norðurhlutanum. Ferðamannaiðnaðurinn er mestur í Algarve.
Portúgal er meðal stærstu útflytjenda tómatsósu og gæðavína.
Laun hafa farið hækkandi síðustu ár en eru þó enn fyrir neðan meðaltal Evrópusambandsríkja. Portúgal hefur lengi verið það land í Vestur-Evrópu með hvað lægsta þjóðarframleiðslu.
Atvinnuleysi: 9,2 % (árið 2009)
18% íbúa teljast vera undir fátækramörkum.
Peningar
Evran tók við af escudo sem gjaldmiðill landsins árið 2002.