Saltfiskréttur
Fyrir 6
500 gr saltfiskur (þorskur)
5-6 stórar kartöflur
2 stórir laukar, saxaðir
1 græn paprika, skorin aflangt
3 harðsoðin egg í sneiðum
4 hvítlauksgeirar
svartar ólífur
svartur pipar eftir smekk
2 msk fínsöxuð steinselja
1 msk edik eða sítrónusafi

1. Leggið saltfiskinn í bleyti yfir nótt. Sjóðið hann því næst í ósöltuðu vatni í 15 mínútur. Flakið fiskinn og setjið til hliðar.
2. Sjóðið kartöflur, sneiðið og setjið til hliðar.
3. Saxið lauk, papriku, merjið hvítlaukinn og snöggsteikið í ólífuolíu.
4. Takið fram stórt fat og raðið í það fyrst kartöflum, svo fiskinum, eggjunum og að lokum lauk, papriku og hvítlauk. Dreifið yfir ólífum og steinselju. Hellið ólífuolíu yfir allt saman.
5. Lokið fatinu og bakið við 180° í 30 mínútur.

Aletria (Vermicelli)
(Einskonar sætur pastabúðingur)
8 bollar mjólk
6 egg
1 og 1/2 bolli sykur
1 tsk salt
1 tsk vanilludropar
350 gr eggjanúðlur eða englahárspasta
kanill

1. Hellið mjólkinni í stóran pott, hrærið stöðugt uns suðan kemur upp.
2. Bætið helmingnum af sykrinum og öllu saltinu út í.
3. Hrærið eggin og blandið afganginum af sykrinum og vanilludropunum saman við. Blandið ögn af mjólkinni hægt saman við eggjahræruna svo hún verði nógu þunn til að hægt sé að hella henni auðveldlega.
4. Brjótið núðlurnar/pastað og setjið út í sjóðandi mjólkina. Hrærið stöðugt í þar til þær eru soðnar og takið af hitanum.
5. Hellið eggjahrærunni hægt út í mjólkurpastað . Hellið blöndunni í skálar til að kæla og stráið kanil yfir.