Snemma á steinöld bjuggu íberískar þjóðir Íberíuskagann. Á 6. öld f.kr. voru
komnir þangað Keltar sem blönduðust þjóðunum sem voru þar fyrir.
27 f.kr. Rómverjar gerðu svæðið (sem þá nefndist Lúsitanía) að rómversku
yfirráðasvæði. Vísigotar tóku seinna við völdum af Rómverjum.
3. öld e.kr. Kristni náði til Lúsitaníu.
8. – 12. öld Márar, en það voru múslímar, voru við völd á svæðinu.
1139 Afonso I Henriques gerðist konungur Portúgal sem varð við það
sjálfstæð þjóð.
1147 Alfonso I náði Lissabon af Múslimum.
1419 Portúgalar hófu siglingar um heimshöfin og landnám.
1500 Pedro Alvares Cabral uppgötvaði Brasilíu sem varð portúgölsk nýlenda.
1580 Spánn sölsaði Portúgal undir sig.
1640 Portúgalar fengu sjálfstæði á ný.
1822 Brasilía var ekki lengur portúgölsk nýlenda.
1910 Lýðveldi var stofnað í Portúgal.
1916 – 1918 Portúgalar börðust við hlið bandamanna í fyrri heimsstyrjöld.
1932 Antonio de Oliveira Salazar komst til valda en hann ríkti sem einvaldur í
40 ár.
1949 Portúgal tók þátt í stofnun NATO ásamt 11 öðrum ríkjum.
1955 Portúgal gerðist hluti af Sameinuðu Þjóðunum.
Uppúr 1960 Þegnar í afrískum nýlendum Portúgals hefja uppreisn gegn
yfirráðum þeirra.
1975 Nánast allar nýlenduþjóðir Portúgals fengu sjálfstæði. Fjölmargir
Portúgalar sem voru búsettir þar sneru tilbaka til Portúgal sem leiddi til
offjölgunar og atvinnuleysis.
1976 Fyrstu almennu þingkosningarnar í nánast 50 ár.
1986 Portúgal gekk í evrópsk samtök sem seinna urðu að Evrópusambandinu.
1999 Síðustu portúgölsku nýlendunni, Macau, var skilað aftur til Kínverja.
2003 Miklir skógareldar geisuðu í landinu og stórt landsvæði varð eldinum að
bráð. 18 manns fórust.
2005 Aftur geisa skógareldar og Portúgalar óska eftir utanaðkomandi aðstoð.
2007 Kröftug fjöldamótmæli í landinu gegn efnahagslegum umbótum
ríkisstjórnarinnar.