1170 – Myndun fyrsta serbneska konungdæmisins undir forrystu Stefans Nemanja
1219 – Serbneska rétttrúnaðarkirkjan stofnuð með son Stefans sem verndardýrling
1331-1351 – Blómaskeið serbneska konungdæmisins. Byrjaði með hertöku Milutin konungs á svæðum í Makedóníu, sem var þá undir stjórn Býsansveldisins. Hápunktur
konungdæmisins náðist á valdatíma Stefans Dusans, sonar Milutins.
Konungdæmið tók dýfu eftir dauða Stefans, og eftir tap í orrustunni um Smederevo árið 1459 náðu Tyrkir, eða Ottomanaveldið, Serbíu og löndum hennar á sitt vald.
1459-1878 – Á þessum árum var Serbía undir stjórn soldána Ottómanaveldisins, en einkum vegna styrks serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar héldu Serbar í arfleifð sína og um leið sebneska sjálfsmynd sína.
Eftir röð uppreisna á nítjándu öld náðu serbar loks að rífa sig úr klóm Tyrkja með hjálp Rússa og Bosníumanna og á Berlínarþinginu árið 1878 lýstu þeir yfir sjálfstæði sínu.
1878-1913 – Serbar leiddu herför sameinaðra hersveita Serba, Svartfellinga, Grikkja og Búlgara árið 1913 sem lögðu undir sig það sem eftir var af hernumdum svæðum Ottómana í Evrópu. Á sama tíma tók Serbía hernaðarlega forystu á þessu svæði.
1914 – 1918 – Bosníski serbinn Gavrilo Princip myrti austurríska hertogann Franz Ferdinand 28. júní, og hrinti atvikið af stað deilum á milli heimsvelda þess tíma, sem mögnuðust síðan upp í fyrri heimstyrjöldina. Hersveitir Ungverja og Búlgara hertóku Serbíu stuttu eftir að heimstyrjöldin brast út.
1918 – Serbar mynduðu bandalag með nærliggjandi löndum sem seinna tók nafnið
Júgóslavía (1929).
1929-1944 – Alexander konungur skipti Júgóslavíu upp í níu héröð eftir að Króatar lýstu óánægju sinni með að vera stjórnað frá Belgrad.
Í seinni heimsstyrjöldinni hertóku öxulveldin Júgóslavíu, en árið 1944 ráku skæruliðar kommúnista þýsku hersveitirnar úr Júgóslavíu.
1944-1989 – Serbneskir kommúnistar réðu lögum og lofum í Júgóslavíu næstu fjóra áratugina undir forrystu Josep Broz Tito, fyrrum bolsévika og mikils kommúnista.
Serbía breyttist úr landbúnaðarlandi í iðnaðarsamfélag. Fjárhagur landsins byrjaði hinsvegar að dala á áttunda áratuginum og eftir dauða Tito árið 1980 börðust aðskilnaðarsinnar og þjóðernissinnar um völd í landinu. Seint á níunda áratugnum komst Slobodan Milosevic til valda með því að höfða til serbneskrar þjóðernishyggju, og rak hann til dæmis marga albanska ríkisstarfsmenn og réð Serba í stað þeirra.
Árið 1989 Milosevic svipti hann Kosovo sjálfstæði sínu og gerði landið að hluta af Serbíu.
1989-1992 – Á árunum 1991-1992 skildu Slóvenía, Króatía, Bosnía og Hersegóvína og Makedónia sig frá Júgóslavíu.
1992-2002 – Árið 1997 hóf Frelsisher Kósóvó vopnaða uppreisn eftir að friðsöm mótmæli þeirra báru ekki árangur en markmið þeirra var sjálfstæði Kósóvó.
Árið 1998 hóf Milosevic hernaðaraðgerðir gegn Frelsisher Kósóvó, og þeim fylgdu morð á saklausum borgurum. Þessir atburðir urðu tilefni 79 daga sprengjuárása Atlantshafsbandalagsins á Serbíu frá mars til júní árið 1999, og í samstarfi við Sameinuðu þjóðirnar var Kósóvó hernumið til að tryggja öryggi landsins.
2002-2006 – Í mars árið 2002 var skrifað undir sáttmála þar sem samband Svartfjallalands við Serbíu var endurskoðað og í febrúar árið 2003 var nýtt bandalag þjóðanna stofnað og nafninu breytt úr Júgóslavíu í Serbíu og Svartfjallaland.
Í maí árið 2006 var haldin þjóðaratkvæðagreiðsla í Svartfjallalandi um sjálfstæði landsins frá Serbíu, og 3. júní lýsti Svartfjallaland yfir sjálfstæði sínu og var nafni Serbíu þá breytt úr Serbíu og Svartfjallalandi í Lýðveldið Serbíu, og var aðild landanna beggja að alþjóðabandalögum óbreytt.