Ástralía er ríkjasamband sex ríkja (þau eru: Nýja Suður Wales, Victoria, Tasmania, Queensland, Suður Ástralía og Vestur Ástralía) og tveggja sjálfsstjórnarsvæða (Norðursvæðið og Höfuðborgarsvæðið þar sem Canberra er staðsett).
Sagan í hnotskurn ☼Smellið hér☼
Staðsetning og heiti ☼myndir frá Ástralíu☼
Ástralía er í Eyjaálfu, heimsálfu á milli Indlandshafs og Suður-Kyrrahafs.
Langt heiti: Commonwealth of Australia
Stutt heiti: Australia
Þjóðerni: nafnorð: Ástrali, lýsingarorð: ástralskur
Hvaðan koma nemendurnir?
Tveir nemendur hafa komið frá ☼Sydney☼ sem er í Nýja Suður Wales.
Landsveffang ☼Skoðið ástralska vefsíðu hér☼
Landsveffangið er: au
Notendur Internetsins 9.472 milljónir (2002)
Höfuðborg ☼myndir☼
Höfuðborgin heitir Canberra
Þjóðhátíðardagur og stjórnarfar
☼hlustaðu á þjóðsönginn☼
Lýðræði, ríkjabandalag sem viðurkennir bresku konungsfjölskylduna sem þjóðhöfðingja.
Sjálfstæðisdagur: 1. janúar 1901
Þjóðhátíðardagur: Ástralíudagurinn 26. janúar 1788
Næsta sendiráð /ræðismaður Sendiráð: Dampfærgevej 26
2100 Copenhagen Ø
Afgreiðslutími: 08:30-16:30 (mánudaga-fimmtudaga), 08:30-16:05 (föstudaga)
Sími: (+0047) 70 26 36 76
Fax: 70 26 36 86
Netfang: australian.embassy@mail.dk
☼Vefsíða☼
Sendiherra:
His Excellency Dr. Malcolm Ashley Leader
2001
Sendiráðsritari:
Hr. Anthony Pearce
Fjöldi íbúa (2004)
Íbúafjöldi er 19,913,144
Lífslíkur við fæðingu: karlar: 77.4 ár konur: 83.27 ár.
Ungbarnadauði: 4.76 börn deyja fyrir hverja 1000 fæðingar.
Frjósemishlutfall er 1,76 börn fædd á hverja konu.
Aldursdreifing: 0-14 ára: 20,1% 15-64 ára: 67,2% 65 ára og eldri: 12,8%.
Þjóðflokkar
Fólk af evrópskum uppruna er um 92% af íbúum Ástralíu. Meirihlutinn er af breskum eða írskum uppruna en um 18 % af heildarfjöldanum er frá öðrum Evrópulöndum. Asíubúar, þar með taldir frá Miðausturlöndum eru um 7%. Frumbyggjar og eyjarskeggjar frá Torressundi eru um 1 %.
Trú
Biskupakirkjumenn 26,1%, rómversk kaþólskir 26%, aðrir kristnir 24,3%, ekki kristnir 11%.
Tungumál ☼enska☼
Enska og frumbyggjamál. Enska er þjóðtunga Ástrala. 17% landsmanna tala önnur tungumál. Ástralska stjórnin veitir sérstaka aðstoð til að auka nám í asískum tungumálum: indónesísku, japönsku, kóreönsku og mandarín.
Siðir og venjur
Ástralía er fjölmenningarsamfélag. Margir innflytjendur halda við sínum eigin fjölskylduhefðum. Um 20% þjóðarinnar eru fædd utan Ástralíu og önnur 20% eiga að minnsta kosti eitt foreldri sem fætt eru utan Ástralíu.
Fjölmiðlar
Dagblað í Ástralíu á kínversku ☼Australia Daily☼
Dagblað í Ástralíu á ensku ☼The Mercury☼
Útvarp Ástralía ☼abc.net.au/rn/☼
Tónlist ☼tónlistarvefur☼
Líf barna Hér má skoða myndir af áströlskum börnum ☼myndir☼.
Skólar
Læsi: 100% íbúa sem eru 15 ára eða eldri geta lesið og skrifað. (tölur frá 1980).
Skólakerfið: Ástralska menntakerfið er byggt á hinu breska. Á undanförnum árum hefur það þó verið lagað að þörfum og gildismati ástralsks samfélags. Í flestum ríkjum er skólaskylda fyrir börn á aldrinum 6-15 ára (16 í Tasmaníu). Mörg börn hefja skólagöngu sína í forskóladeildum. Flest börn klæðast einkennisbúningum í skóla. Um fjórðungur barna gengur í einkaskóla fyrir drengi eða stúlkur. Margir þeirra tengjast trúarhópum.
Ástralska skólaárið hefst seint í janúar eða snemma í febrúar og endar í byrjun desember þegar sumar- og jólaleyfi hefjast. Einnig eru þrjú skemmri skólafrí, um páska, seint í júní eða um miðjan júlí og seint í september eða snemma í október.
Íþróttir
Þjóðaríþrótt Ástralíu er ástralskur „Rules“ fótbolti. Þessi sérstæða íþróttagrein er blanda af ruðningi, knattspyrnu og amerískum fótbolta. Hann er leikinn með ílöngum knetti á risastórum ávölum velli sem er nærri þrisvar sinnum stærri en norður-amerískir vellir. Krikket hefur verið leikið í Ástralíu síðan á 19. öld og er vinsæl sumaríþrótt.
Ástralir eru mjög góðir í frjálsum íþróttum og sundi.
Handknattleikur er vinsæll hjá börnum.
Sumarólympíuleikarnir árið 2000 voru haldnir í Sydney.
Matargerð Uppskriftir á ☼íslensku☼ á ☼ensku ☼
Gnægð er af kjöti í Ástralíu. Það er því mikill hluti af mataræði fólksins. Nautakjöt er algengast, þá kemur lamba- og kindakjöt, kjúklingakjöt og svínakjöt. Ástralir hafa mat sinn einfaldan frekar en kryddaðan.
Kjöt er venjulega grillað eða steikt og framreitt með kartöflum og öðru grænmeti. Ítölsk, grísk og ýmis önnur evrópsk matargerð hefur orðið vinsælli eftir því sem innflytjendum frá meginlandi Evrópu hefur fjölgað. Margir Ástralir hafa smám saman hneigst að mat frá löndum Suðaustur Asíu.
Frumbyggjar hafa sína eigin matargerð sem byggð er á lífsháttum þeirra, veiðum og söfnun. Nefna má ber, lirfur, steikta snáka og eðlur.
Tíska ☼vefsíða☼ um tísku í Ástralíu
Listir ☼vefsíða☼
Lesið fréttir um tónlist, dans, óperu, leikhús og myndlist í Ástralíu.
Veðurfar ☼veðrið í Ástralíu í dag☼
Árstíðir í Ástralíu eru alveg andstæðar við norðurhvel jarðar. Sumarið byrjar í desember, haustið í mars, vetur í júní og vor í september. Árstíðirnar eru þurrar og hálfþurrar með tempruðum beltum í suðri og austri og hitabeltisloftslagi í vestri. Hitabeltissvæðið (sem nær yfir 40% af Ástralíu) hefur tvær meginárstíðir sumar (‘rakt’) og vetur (‘þurrt’) meðan tempraða beltið hefur allar fjórar árstíðirnar (vetur, vor, sumar og haust).
Landslag ☼landslagsmyndir☼
Landslag er mest lágar hásléttur með eyðimörkum en frjósamar sléttur í suðaustri.
Lægsti staður: Eyre vatn 15 m undir sjávarmáli;
Hæsti tindur: Kosciuszkofjall 2.229 m.
Landnýting og náttúruauðlindir
Náttúruauðlindir: báxít, kol, járngrýti, kopar, tin, silfur, úran, nikkel, wolfram, steinefnasandar, blý, sink, demantar, nátturugas, olía.
Landnotkun:
ræktanlegt land: 6%
varanleg uppskera: 0%
varanleg beitilönd: 54%
skógar og skóglendi: 19%
annað: 21% (tölur frá 1993)
Dýralíf ☼ljósmyndir af villtum dýrum☼
Meðal hinna sérstöku dýrategunda eru pokadýr og nefdýr. Nærri helmingur allra spendýra í Ástralíu eru pokadýr. Dýr sem bera afkvæmi sín í húðpokum: kengúrur, vallabíur (smákengúrur), vambar og pokabirnir (kóalabirnir).
Breiðnefurinn og mjónefurinn eru nefdýr, spendýr sem verpa eggjum. Talið er að nefdýrin séu stig í þróuninni frá skriðdýrum til spendýra.
Dingóinn, ástralski villihundurinn kom hugsanlega á meginlandið með frumbyggjum sem talið er að hafi flutt til Ástralíu frá Suðaustur-Asíu á ísöld. Önnur dýr í Ástralíu eru krókódílar (norðantil), snákar, eðlur og skjaldbökur. Meðal fugla má telja skúfpáfa (kakadúa), emúa, hláturfugl, hörpufugl, páfagauk og svartan svan.
Ógnir náttúrunnar
Fellibyljir meðfram ströndinni; alvarlegir þurrkar.
Atvinnulíf
Landbúnaður, helstu afurðir: Hveiti, bygg, sykurreyr, ávextir, nautgripir, sauðfé og kjúklingar.
Aðrar atvinnugreinar: Námavinnsla, iðnaðar- og samgöngutæki, matvælavinnsla, efnaiðnaður, stál.
Útflutningur: Kol, gull, kjöt, ull, ál, járngrýti, hveiti, vélar og samgöngutæki.
Atvinnuleysi; 6% (2003)
Peningar
Gjaldmiðill: Ástralskur dollar (AUD)
Fjárhagsár: 1. júní-30. júní (ekki almanaksárið eins og í mörgum löndum)