„Damper“ (Brauð)
Notið hollenskan pott (mjög þykkan) ef eldað er yfir opnum eldi og notið eigin reynslu til að ákveða bökunartíma. Berið fram í hóflega þykkum sneiðum meðan brauðið er enn sæmilega heitt. Gullið sýróp tíðkast sem viðbit en sulta er líka góð.
Innihald:
2 1/2 bolli hveiti, sjálflyftandi
1 tsk salt
1 tsk smjör
1 tsk sykur
1 bolli mjólk (eða notið 1/2 bolla af mjólkurdufti – og um 1 bolla af vatni)
Forhitið ofninn í 350′ F.
Blandið saman þurrefnunum og smjörinu.
Bætið við vökvanum og hrærið vel.
Hnoðið í einar fimm mínútur.
Mótið í kúlu og fletjið út og setjið á smurðan bökunarpappír eða smurt, kringlótt kökumót með hveiti stráðu yfir (hið síðarnefnda er æskilegra, 7-8 þumlungar í þvermál, það gefur betri lögun).
Bakið í 30 mínútur.
Apríkósukjúklingur
Fyrir fjóra.
60 g smjör
2 kjúklingabringur skornar í tvennt
2 saxaðir laukar
1 matskeið maísmjöl
460 g apríkósusafi
130 g þurrkaðar apríkósur skornar í fjórðunga
1 græn paprika skorin í smáteninga
½ bolli sýrður rjómi
salt, pipar
Bræðið smjörið á pönnu, brúnið kjúklinginn vel á báðum hliðum, takið af pönnunni. Bætið lauknum á sömu pönnu, steikið og hrærið þangað til laukurinn er mjúkur.
Blandið maísmjölinu og apríkósusafanum, bætið á pönnuna, hrærið þangað til sósan sýður. Lækkið hitann, kryddið með salti og pipar, bætið við þurrkuðum apríkósum. Setjið kjúklinginn aftur á pönnuna, setjið lokið á, sjóðið við vægan hita þangað til kjúklingurinn er orðinn meyr. Hrærið af og til.
Bætið paprikunni við og sjóðið í 5 mínútur, lækkið hitann og hrærið sýrða rjómann saman við.