Sagan í hnotskurn ☼Smellið hér☼
Landnemar frá Evrópu og Mexíkó námu landið smátt og smátt og hröktu frumbyggjana af löndum sem þeir höfðu byggt í þúsundir ára. Löngu síðar gaf Bandaríkjastjórn frumbyggjunum brot af þeim löndum sem þeir höfðu byggt áður. Þau eru kölluð verndarsvæði.
Staðsetning og heiti ☼myndasería☼
Bandaríkin eru í Norður Ameríku, milli Mexókó að sunnan og Kanada að norðan. Norður Kyrrahaf er austan við en Atlantshaf, Karíbahaf og Mexókóflói austan- og suðaustanvið. Auk þess tilheyra Bandaríkjunum Hawaieyjar í Kyrrahafi og Alaska sem er norðan við Kanada á Kyrrahafsströndinni.
Landið er 9.629.091 ferkílómetri að stærð.
Langt heiti: United States of America (U.S.A.) / Bandaríki Norður Ameríku (B.N.A.).
Stutt heiti: United States / Bandaríkin.
Hvaðan koma börnin?
Nemendur hafa komið frá: ☼Chicago☼
Landsveffang
Landsveffangið er: .us
Notendur Internetsins: 159 milljónir (2002).
Skoðið vefinn ☼http://www.ipl.org/youth/stateknow/☼
Höfuðborg ☼myndir☼
Höfuðborgin heitir Washington.
Þjóðhátíðardagur og stjórnarfar
☼hlustaðu á þjóðsönginn☼
Sjálfstæði: 4. júlí 1776, frá Bretlandi.
Þjóðhátíðardagur: 4. júlí (1776)
Stjórnarskrá: 17. sept. 1787, tók gildi 4. mars 1789.
Stjórnarfar: sambandslýðveldi 50 ríkja og eins svæðis.
Löggjöf: Byggð á enskum fordæmisrétti; lögfræðileg endurskoðun á löggjöf.
Þing: Í tveim deildum, 100 manna öldungadeild þar sem tveir fulltrúar eru kosnir úr hverju ríki. Í fulltrúadeild eru 435 þingmenn kosnir í beinni kosningu til tveggja ára.
Sendiráð Bandaríkjanna á Íslandi
Sendiráð: Laufásvegur 21
IS-101 Reykjavík
Afgreiðslutími: 08:00-12:30 og 13:30-17:00
Sími: 562-9100
Netfang: consularreykja@state.gov
☼Vefsíða☼
Almenn skrifstofa:
Sími: 562-1020
Telefax: 552-9529
Sendiherra:
Hr. James I. Gadsden
2002
Sendiráðunautur:
Frú Doria Rosen
Fjöldi íbúa (júlí 2004)
Íbúafjöldi er: 293.027.571
Lífslíkur við fæðingu: 77,4 ár. Karlar 74,6 konur 80,4 ár.
Ungbarnadauði: 6,63 börn deyja af 1000 fæddum.
Frjósemishlutfall er 2,07 börn fædd á hverja konu.
Aldursdreifing: 0-14 ára: 20,8%. 15-64 ára: 66,9% 65 ára og eldri: 12,4%.
Nærri 5% íbúa jarðar búa í Bandaríkjunum. Landið hefur dregið sín til óhemju fjölda innflytjenda allsstaðar að úr heiminum, fleiri en nokkurt annað land í heiminum. Um 100 milljónir manna hafa flust þangað og enn koma um 700.000 nýir innflytjendur ár hvert.
Þjóðernishópar
Bandaríkin, sem einnig eru kölluð Ameríka, eru sett saman úr mörgum og ólíkum menningarhópum, trúarhópum og kynþáttum. Á síðari árum hefur það verið viðurkennt í æ ríkari mæli að það er þessi menningarfjölbreytni sem gerir Ameríku sérstæða.
Hvítir 77,1%, svartir 12,9%, fólk af asískum uppruna 4,2%, indíánar og frumbyggjar Alaska 1,5%, frá Hawai og öðrum Kyrrahafseyjum 0,3%, aðrir 4%.
Trú
Mótmælendur 56%, rómversk kaþólskir 28%, gyðingar 2%, aðrir 4%, utan trúfélaga 10% (1989)
Tungumál
Enska, spænska er töluð af allstórum minnihluta. Í Bandaríkjunum þýðir það að vera tvítyngdur að geta talað bæði ensku og spænsku. Spænska hefur djúpar rætur í Bandaríkjunum vegna þess að margir af fyrstu landnemunum vor Spánverjar. Nú á dögum koma margir spænskumælandi innflytjendur frá Mexíkó og Suður Ameríku. Þeir eru kallaðir „Latinos“ eða „Hispanics“. Þeim hefur fjölgað um 38% frá 1990.
Siðir og venjur
Amerískar fjölskyldur flytja mikið á milli staða í leit að atvinnutækifærum. Þess vegna búa fæstir Bandríkjamenn mjög nærri öfum sínum og ömmum og öðrum ættingjum. Margar innflytjendafjölskyldur taka með sér fjölskylduhefðir sínar inn í landið.
Þakkargjörðarhátíðin er haldin 29. nóvember. Þá er þakkað fyrir uppskeruna. Pílagrímarnir sem fyrstir komu til Ameríku tóku þennan sið upp á 17. öld. Abraham Lincoln forseti gerði hann að almennum frídegi árið 1863.
Venja er að halda þakkargjörðina með stórmáltíð. Flestir Bandríkjamenn borða kalkún eða skinku, trönuberjasósu, kartöflur, maís, graskersböku og ýmislegt annað góðgæti. Fjölskyldur reyna að halda upp á daginn saman.
Bíllinn er mikilvægur fyrir lífshætti Bandaríkjamanna. Hann er notaður til nær allra snúninga. Menn geta farið í bankann eða náð sér í máltíð án þess að fara út úr bílnum. Í augum margra táknar það frelsi að aka eftir þjóðveginum úti á bersvæði.
Eftirlætis frístundiðja Bandaríkjamanna er að horfa á sjónvarp og versla.
Jólin eru mjög mikilvæg í Bandaríkjunum, ekki aðeins fyrir kristna menn. Fólk skreytir hús sín með litskrúðugum ljósum, hengir skraut á jólatré og skiptist á gjöfum og kortum. Á páskadag fer flest kristið fólk í kirkju. Börn skreyta egg og fullorðnir gefa þeim súkkulaðipáskaegg, kjuklinga eða kanínur.
Fjölmiðlar
☼nytimes.com/☼ Dagblað
☼washingtonpost.com/unitedstates☼ Dagblað
☼latimes.com/☼ Tímarit
☼ http://www.time.com/time/☼ Tímarit
☼http://www.kgsr.com/frames.html☼ Útvarpsstöð
☼http://www.voa.gov/☼ Útvarpsstöð
☼abcnews☼ Sjónvarp
☼http://edition.cnn.com/HLN/☼ Sjónvarpsstöð
Tónlist
Tónlist er allstaðar í Bandaríkjunum. Djass er tónlistarform upprunnið þar, undir sterkum áhrifum frá afrískri tónlist. Framlag Bandríkjanna til alþýðutónlistar
er til dæmis djass ☼wwoz.org☼ Dixieland, rokk ☼rockhall.com☼ söngleikir, sveitatónlist, rytma og blústónlist,
Frægir djasstónlistarmenn eru til dæmis Louis Armstrong, Duke Ellington og Dizzy Gillespie.
Dixielandtónlistin sem varð til í New Orleans, blandar saman afrískri tónlist, tónlist frá Karíbahafseyjum og vestrænum tónlistarstíl.
Elvis Presley var fyrsta rokkstjarnan.
Söngleikir eins og „The Sound of Music“, eftir Richard Rogers og Oscar Hammerstein, byrjuðu sem sýningar á Broadway en síðar voru gerðar úr þeim kvikmyndir sem fóru um heim allan.
Bandríski kvikmyndaiðnaðurinn hefur starfað í hundrað ár. Meðal vinsælustu kvikmyndanna eru: Á hverfanda hveli (Gone with the Wind með Clark Gable og Vivien Leigh -1939), Galdramaðurinn í Oz (The Wizard of Oz með Judy Garland -1939), Borgari Kane (Citizen Kane með og eftir Orson Welles – 1941), Casablanca með Humphrey Bogart og Ingrid Bergman – 1942, Sungið í rigningu (Singin’ in the Rain með Gene Kelly og Debbie Reynolds – 1952), Uppreisn án ástæðu (Rebel Without a Cause með James Dean – 1955), Enginn er fullkominn (Some Like it Hot með Marilyn Monroe – 1959), Saga úr Vesturbænum (West Side Story með Natalie Wood, Richard Beymer – 1961), Útskriftin (The Graduate með Dustin Hoffman – 1967), Butch Cassidy and the Sundance Kid með Paul Newman og Robert Redford – 1969 og Guðfaðirinn (The Godfather með Marlon Brando og Al Pacino – 1972).
Teiknimyndirnar, einkum þær sem komu úr smiðju Walt Disney, hafa verið óhemju vinsælar meðal barna. Mikki Mús er reyndar rúmlega sextugur. Aðrar vinsælar Disneymyndir eru Bambi, Mjallhvít og dvergarnir sjö og Öskubuska.
☼http://movies.go.com/☼ Kvikmyndavefur
☼filmforum.com/☼ Kvikmyndavefur
Líf barna
Hér eru ☼myndir☼ af börnum í Bandaríkjunum.
Hér er vefsíða fyrir krakka frá Hvíta húsinu, aðsetri forseta Bandaríkjanna.
☼whitehouse.gov/kids/☼
☼timeforkids.com/TFK/☼ Tímarit fyrir börn og unglinga
Skólar
Læsi, miðað við íbúa 15 ára og eldri: 97%.
☼lex5.k12.sc.us/ces/☼ Frábær skólavefur „Chapin Elementary School“ í Suður Karólínu.
Skólakerfið: Skólaganga í Bandaríkjunum er á ábyrgð einstakra ríkja og sveitarstjórna. Ríkin eru fimmtíu svo menntunarleiðirnar eru mjög mismunandi. Í öllum ríkjum er þó skólaskylda til sextán ára aldurs.
Nærri 90% bandarískra barna ganga í almenningsskóla sem er ókeypis. Sum börn fara í forskóla sem eru yfirleitt einkareknir. Börn byrja í grunnskóla fimm ára gömul og halda þar áfram til tólf ára aldurs. Miðskólar eru í þrjú ár og framhaldsskólar í önnur þrjú. Margar betur stæðar fjölskyldur senda börn sín í einskaskóla sem innheimta skólagjöld.
Það færist í vöxt að fjölskyldur mennti börnin heima, til dæmis kristið fólk sem vill tryggja kennslu í kristindómi. Aðrir eru gagnrýnir á skólakerfið og vilja eitthvað annað fyrir börn sín.
Íþróttir
☼baseballhalloffame.org/☼ ☼masslive.com/hooptown/☼
Hafnabolti er þjóðaríþrótt. Börn byrja að leika hann með liðum í smádeildakeppni. Íþróttir eru skemmtanaiðnaður í Bandaríkjunum. Margir Bandaríkjamenn skemmta sér við hnefaleika og glímu í sjónvarpi. Aðrar vinsælar íþróttir eru ruðningur, knattspyrna, íshokkí, körfuknattleikur og frjálsar íþróttir.
Bæði stúlkur og drengir taka þátt í íþróttum og þær eru mikilvægur hluti af öllu skólalífi.
Matargerð
Uppskriftir á : ☼ensku☼
Hefðbundinn bandarískur morgunverður er ávaxtasafi, morgunkorn með mjólk og kaffi. Um helgar fær fólk sér oft veglegri morgunverð með beikoni, eggjum og ristuðu brauði eða pönnukökum.
Hádegisverður er oft samloka eða súpuskál. Kvöldverður er viðameiri, heit máltíð og yfirleitt með kjöti og kartöflum. Í dag borða æ fleiri hrísgrjónarétti, pítsur og pastarétti. Eftirréttur er oft súkkulaðikex, rjómaís, eplabaka eða kökusneið.
Matur frumbyggja er allskyns brauð, súpur og villt salöt.
Landnemar tóku með sér ýmsar matarvenjur, til dæmis frá Ítalíu, Grikklandi og Kína. Spænsku áhrifin eru augljósust í þeim hluta landsins sem numinn var af Spánverjum.
Bandarískur matvælaiðnaður er þekktur fyrir skyndibitakeðjur eins og McDonald’s.
Margir Bandaríkjamenn eru sólgnir í hamborgara, franskar kartöflur og gosdrykki á borð við pepsí og kók. Bandaríkjamenn kalla þá drykki „soft drink“ (mjúka drykki) eða „soda pop“. Pítsa er annað uppáhald Bandaríkjamanna. Þjóðaréttir eins og kínamatur og mexíkóskir réttir eru líka mjög vinsælir.
Tíska í Bandaríkjunum: ☼vefsíða☼
☼newyorkrunwayshows.com/fall2003☼ Í New York, JORGE ISAAC tískuhönnuður sýnir hér hausttískuna 2003
☼newyorkrunwayshows.com/spring2003☼ Hér má skoða sýningu í New York á vorfatnaði 2003. Um 60 þekktir hönnuðir sýna.
Listir
☼artic.edu/☼
Í dag ræður amerísk menning oft ferðinni í mótun nútímastíls.
Lengi framan af var þó litið á Bandaríkin sem menningarlegan útnára og listir þar annars flokks, einkum myndllist og bókmenntir, þegar Evrópa réð formi og gæðum.
Bandarískir listamenn sóttu sér oft hugmyndir í evrópska bókmenntasalóna og þeir sem vildu vera menningarlegir sóttu sér menntun til Evrópu.
Bandarísk alþýðumenning varð fljótt alheimsmenning. Hollywoodmyndir og bandarísk tónlist fara um allan heim og stjörnurnar eiga sér aðdáendur í flestum löndum.
Í Bandaríkjunum hafa verið skrifuð ótal bókmenntaverk sem lesin eru um allan heim. Um miðja 19. öld mótaðist sérstakur amerískur ritstíll í verkum Hermans Melville („Moby Dick“), Nathaniel Hawthorne („The Scarlet Letter“) og Henrys Davids Thoreau („Walden“). Í „Ævintýrum Stikilsberja Finns“ lýsir Mark Twain ævintýrum við Mississippifljót uppúr 1870. F. Scott Fitzgerald lýsti lífinu á hinum róstusömu árum uppúr 1920. Á fjórða tug 19. aldar skrifaði Ernest Hemingway í harðsoðnum lausmálsstíl um fólk sem þurfti að tkast á við hættur. Í dag lýsa höfundar úr minnihlutahópum menningu sinni. Amy Tan skrifaði um kínverska Bandríkjamenn í bókinni „The Joy Luck Club“, og Toni Morrison skrifaði um reynslu hinna þeldökku í bókinni „Beloved“.
☼amytan☼ Hér er vefur um amerísk-kínverska rithöfundinn Amy Tan sem skrifaði m.a. bókina „The Joy Luck Club“
Veðurfar ☼veðrið í Bandaríkjunum í dag☼
Loftslag er að mestu temprað en hitabeltisloftslag á Hawaii og Florida, hálfþurrt á stóru sléttunum vestan Missisippifljóts og þurrt í Skálinni miklu (suðvestantil milli Sierra Nevada og Wasathcfjalla, en þaðan rennur ekkert vatn til sjávar). Kalt er á vetrum norðvestantil en þó hlýnar aðeins í janúar og febrúar vegna chinookvindanna sem koma úr austurhlíðum Klettafjalla.
Landslag ☼landslagsmyndir☼
Gífurleg slétta um miðbikið sem hækkar ögn vestantil, fjallgarðurinn Klettafjöll í vestri, hæðir og lág fjöll í austri, hrjóstrug fjöll og breiðir árdalir í Alaska, hrjóstrugt eldfjallasvæði á Hawaii.
Lægsti staður: Dauðadalur (Death Valley) -86 m.
Hæsti tindur: Mc Kinleyfjall 6. 194 m.
Landnýting og náttúruauðlindir
Náttúruauðlindir: Kol, kopar, blý, mólýbden, fosföt, úran, báxít, gull, járn, kvikasilfur, nikkel, pottaska, silfur, wolfram, sink, olía, jarðgas og timbur.
ræktanlegt land: 19,32%
varanleg uppskera: 0,22%
annað: 80,46%
Umhverfisvandamál: Loftmengun veldur súru regni í Bandaríkjunum og Kanada. Í Bandaríkjunum er heimsins mesti útblástur karbóndíoxíðs vegna brennslu eldsneytis, vatnsmengun vegna tilbúins áburðar og skordýraeiturs, vatnsskortur vestantil, landeyðing.
Dýralíf ☼myndir☼
☼natzoo.si.edu/☼ Fallegur vefur um dýralíf
☼kidsplanet.org/☼ Skemmtilegur vefur um dýralíf á jörðinni sérstaklega fyrir krakka
http://netvet.wustl.edu/e-zoo.htm
Ógnir náttúrunnar
Tsunamiflóðbylgjur, jarðskjálftar og eldvirkni í Kyrrahafsskálinni, fellibyljir með ströndum Mexíkóflóa og Atlantshafs, hvirfilbyljir eða skýstrókar í miðvestri og suðaustri, aurskriður í Kaliforníu, skógareldar í vestri, flóð, sífreri í norður Alaska.
Atvinnulíf
Landbúnaður: hveiti, aðrar korntegundir, maís, ávextir, grænmeti. baðmull, nauta- og svínakjöt, kjúklingar, mjólkurvörur, timburvörur, fiskur.
Iðnaður: Mjög fjölbreyttur og tæknilegur; olía, stál, ökutæki, flugvélar, fjarskipti, efnaiðnaður, reafeindatæki, matvæli, neysluvörur, timbur, námugröftur.
Útflutningur: Fjárfestingarvörur, bílar, iðnaðartæki og hráefni, neysluvörur, landbúnaðarafurðir.
Atvinnuleysi: 6,2% (2003)
Undir fátæktarmörkum: 12% (2003).
Peningar
Gjaldmiðill: US dollar / Bandaríkjadalur.
Fjárhagsár: 1. október – 30. september.