Athyglisverð vefsíða um sögu indíána í Bandaríkjunum. Þar er hægt að kynna sér nánar sögu og menningu índíána frá örófi alda til nútímans.  ☼http://www.swirc.org/history/earlyhistory.html☼

Um 100 e. Kr. Menning Hopewell indíána blómstrar við efri Mississippi.
Um 100 e. Kr. Menning Mogollon indíána þróast í suðvesturhluta Bandaríkjanna. Þar urðu til sérkennilegir málaðir leirmunir.
Um 500 e. Kr. Thulefólkið (forverar Ínúíta) kemur til Alaska
Um 700. Mississippi menningin (Natchez indíánar) kom fram í Mississippi dalnum; haugar með flötu þaki voru byggðir sem grunnar fyrir musteri.
Um 700-900. Pueblo fólkið í austur Arizona býr í húsum ofanjarðar í fyrsta skipti.
Um 800. Hohokam fólkið (kom fram í Mexíkó um 200 f. kr.) víkkar út landnám sitt og stækkar húsin, þróar merkilegt áveitukerfi.
Um 900-1100. Pueblo fólkið í Norður Ameríku byggir hringlaga herbergi með bekkjum á veggjunum.
Um 1000. Leifur Eiríksson og fleiri norrænir menn koma til Norður Ameríku.
Um 1100. Anasazi fólkið í Norður Ameríku byggir klettabústaði í Mesa Verde, Chaco Canyon, og de Chelly gljúfrinu.
Um 1100-1200. Hohokam fólkið í Arizona fer að byggja flata grafhauga.
Um 1150 Endalok Hopewell menningarinnar í Norður Ameríku.
Um 1190. Fyrsta tímabilinu lýkur þar sem haugar með flötu þaki voru byggðir sem grunnar fyrir musteri á svæðinu við Mississippi ána.
Um 1200. Cahokia í Norður Ameríku, borg með musterum yfir grafhaugum, nær hátindi sínum.
Um 1200-1250. Pueblofólkið byggir samstæður af íbúðablokkum og hringlaga, niðurgrafin kivaherbergi við Cliff og Fewkes gljúfrin í Colorado.
Um 1400. Pueblo fólkið yfirgefur nyrðri slóðir sínar og safnast í stórum bæjum.
1492. Kristófer Kólumbus kemur til Ameríku.
1607. Jamestown í Virginíu verður fyrsta varanlega enska nýlendan. Landið er smám saman numið og frumbyggjar yfirbugaðir og þeim að nokkru leyti útrýmt næstu aldir.
1620.  Eftir þriggja mánaða ferð á Mayflower taka pílagrímar land við Plymouthklett.
1706-1790. Benjamin Franklin, einn áhrifamesti Bandaríkjamaður 18. aldar, stjórnmálamaður, rithöfundur, vísindamaður og uppfinningamaður.
1755. Póstþjónusta Bandaríkjanna stofnuð.
1773. Teveislan í Boston (16. desember), markar upphaf að frelsisbaráttu Bandaríkjamanna gegn Bretum.
1776. Sjálfstæðisyfirlýsing Bandaríkjanna. Frelsisstríð gegn Bretum hefst.
1778. James Cook skipstjóri finnur Hawaii.
1787. Stjórnarskrá Bandaríkjanna undirrituð.
1789. George Washington, hershöfðingi úr frelsisstríðinu, verður fyrsti forseti Bandaríkjanna. Hann var forseti til 1797.
1791.  Réttindaskrá Bandríkjanna staðfest.
1801-1809. Valdatíð Thomasar Jefferson sem var þriðji forseti Bandríkjanna og samdi drög að sjálfstæðisyfirlýsingunni.
1803. Bandaríkin kaupa Louisiana af Frökkum fyrir 15.000.000 dali.
1823. Monroekenningin (kennd við James Monroe, forseta 1817-1825), um að Evrópuþjóðir eigi ekki að skipta sér af málefnum Ameríku.
1836. Umsátrið um Alamo virkið í Texas (febrúar-mars), þegar Mexíkóher drap uppreisnarmenn sem vildu brjótast undan yfirráðum Mexíkó.
1830-1890. Villta vestrið, landnámstímabil vesturhluta Bandaríkjana, sem einkenndist af óreiðu og takmarkaðri löghlýðni, byssugleði, byssubófum og viðureignum við indíána.
1835- Fyrirlestrar og ritgerðir heimspekingsins Ralph Waldo Emersons taka að birtast. Með honum verður til sjálfstæð og frumleg amerísk hugsun.
1846. Stríð brýst út milli Bandaríkjanna og Mexíkó vegna ágreinings um land.
1848. Bandaríkjamenn sigra í stríðinu og leggja undir sig norðursvæði Mexíkó sem nú eru Texas, Kalifornía, Nýja Mexíkó and Arisona.
1856. Fyrsta útgáfa Leaves of Grass, ljóðabókar eftir Walt Whitman. Hann má kalla þjóðskáld Bandaríkjanna.
1861-1865 Þrælastríðið, borgarastríð um þrælahald milli Norður- og Suðurríkjanna. Því lauk með sigri Norðurríkjanna, en þrælahaldið var afnumið í í Suðurríkjunum í ársbyrjun 1863 að skipan Lincolns forseta.
1863 – Abraham Lincoln forseti flytur Gettysburg ávarpið (19. nóvember).
1874. Gaddavírinn fundinn upp.
1876. Alexander Graham Bell finnur upp símann. Custer hershöfðingi féll í orustu við indíána. Um það leyti var síðasta andspyrna þeirra brotin á bak aftur og þeir hraktir inn á verndarsvæði.
1877. Thomas Edison finnur upp grammófóninn.
1879. Edison finnur upp ljósaperuna.
1886. Grover Cleveland forseti tekur við frelsisstyttunni að gjöf frá Frökkum (28. október).
1890. Frumherjalandnámi formlega lokið.
1898. Spænsk-ameríska stríðið.
1899. Uppreisn gegn Bandaríkjunum bæld niður á Filippseyjum.
1903. Wright bræður smíðuðu fyrstu flugvélina. Ford bifreiðaverksmiðjurnar stofnaðar. Leyfi fékkst til að grafa Panamaskurðinn. Hann var opnaður 1914.
1906. Mikill jarðskjálfti í San Fransisco.
1912. Risaskipið Titanic sekkur.
1928. Konur fá fullan atkvæðisrétt.
1929-1940. Kreppan mikla.
1941. Loftárásin á Pearl Harbor (7. desember), sem markaði upphafið á þátttöku Bandaríkjamanna í síðari heimsstyrjöldinni.
1945. Kjarnorkuárásir Bandaríkjamanna á Hírósíma og Nagasaki.
1949. Kalda stríðið við Sovétríkin hefst.
1962. Eldflaugakreppan vegna Kúbu. Árekstur milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna vegna þess að hinir síðarnefndu vildu setja upp eldflaugastöðvar á Kúbu. Heimurinn á barmi kjarnorkustyrjaldar.
1963. John F. Kennedy forseti myrtur.
1965-1973 Stríð við Víetnam.
1986. Leiðtogafundur Ronalds Reagan Bandaríkjaforseta og Mikhails Gorbasjofs leiðtoga Sovétríkjanna í Reykjavík. Fundurinn markaði upphafið að endalokum kalda stríðsins.
1991. Bandaríkin og NATO gera árás á Írak.
2001. Hryðjuverkaárás á Tvíburaturnana í New York 11. september.
2002. Bandaríkin gera árás á Afganistan til að vinna bug á Al Quaeda hryðjuverkamönnum.
2003. Bandaríkin og Bretland gera árás á Írak.