Dóminíkönsk Sólarhrísgrjón ~ Arroz Del Sol
1½ bolli hrísgrjón (skoluð í vatni)
½ dós af maís
1 heil gulrót – rifin
1 teskeið salt
1 matskeið af köldu smjöri
2 matskeiðar af maísolíu
½ bolli af tæru kjúklingakjötseyði
1½ bolli vatn
UNDIRBÚNINGUR
Setjið 2 matskeiðar af olíu, salt og rifnu gulræturnar í skaftpott eða djúpsteikingarpott. Snöggsteikið yfir miðlungshita þangað til liturinn breytist á gulrótunum og lýsist. Bætið við kjúklingaseyðinu og 1½ bolla af vatni. Bíðið þangað til suðan kemur upp.
Bætið við þvegnu hrísgrjónunum og blandið saman á eldavélinni í eina mínútu. Setjið lokið yfir pottinn, lækkið hitann og látið sjóða við vægan hita í 10 mínútur. Bætið síðan við ½ bolla af maískorni og blandið saman við. Setjið lokið aftur á og setjið aftur á eldavélina við lágan hita í 18 mínútur. Bætið við 1 matskeið af köldu smjöri, hrærið samanvið og Arroz del Sol Dominicano er tilbúið.
INNIHALD
1 þroskaður papaya
6 matskeiðar kókoshnetumjólk eða mjólk
5 matskeiðar sítrussafi
½ rifinn sítrusbörkur
4 matskeiðar sykur
1 teskeið vanilla
½ bolli fínmulinn ís
UNDIRBÚNINGUR:
Afhýðið papayaávöxtinn, skerið í tvennt og fjarlægið svörtu fræin og grófsaxið ávöxtinn. Setjið saman papaya, kókosmjólk, sítrussafa og börk, sykur, vanillu og ís í rafmagnsblandara og hrærið kröftuglega þangað til drykkurinn er mjúkur og þykkur. Berið fram í kældu og lágu ölglasi.