Sagan í hnotskurn ☼Smellið hér☼
Staðsetning og heiti ☼myndir/Mexíkó☼
Mexíkó er í Mið-Ameríku og liggur að Karíbahafi og Mexíkóflóa milli Belize og Bandaríkjanna að austan en að Norður Kyrrahafi milli Guatemala og Bandaríkjanna að vestan.
Landið er 1.972.550 ferkílómetrar að stærð.
Langt heiti: Estados Unidos Mexicanos / Bandaríki Mexíkó.
Stutt heiti: Mexico / Mexíkó.
Hvaðan koma börnin?
Nemendur hafa komið frá ☼Mexíkó☼
Landsveffang
Landsveffangið er: .mx
Notendur Internetsins: 3,5 milljónir
☼lafamilianet.net/v2/res_family.php☼ fjölskylduvefur
☼uv.mx/popularte/flash☼ Ótrúlega flottur vefur um Mexíkó á spænsku og ensku.
Fjölskylduvefur ☼lafamilianet.net☼
Höfuðborg ☼myndir☼
Höfuðborgin heitir Mexíkóborg.
Mexíkóborg er hæst liggjandi borg í Norður Ameríku og stærsta höfuðborg heims. Þar býr nærri fimmtungur þjóðarinnar, um 23 milljónir manns.
Þjóðhátíðardagur og stjórnarfar
☼hlustaðu á þjóðsönginn☼
Sjálfstæði: 16. september 1810 (frá Spáni)
Þjóðhátíðardagur: 16. september
Stjórnarfar: Sambandslýðveldi 31 ríkis
Löggjöf: Blanda bandarískrar stjórnarskrárkenningar og borgararéttar.
Þing: Þjóðþing í tveim deildum. Öldungadeild, 126 þingmenn og fulltrúadeild, 500 þingmenn.
Sendiráð /ræðismaður Mexíkó á Íslandi
Ræðismaður er, Andri Már Ingólfsson Skógarhlíð 18, 105 Reykjavík,
sími 595 1000
Mexíkóska sendiráðið í Osló annast sendiráðsstörfin.
Karenslyst Allé 2
0244 Oslo
Opið 08:30 – 16:30 mán. – fös.
Sími: 47- 22 43 11 65 / 22 43 14 77
Bréfsími: 47- 22 44 43 52
Netfang: mexico@online.no
Fjöldi íbúa (2004)
Íbúafjöldi er: 104.959.594
Aldursdreifing: 0-14 ára: 31,6%, 15-64 ára: 62,9%, 65 ára og eldri 5,5%.
Frjósemishlutfall: 2,49 börn fædd á hverja konu.
Ungbarnadauði: 21,69 af hverjum 1000 fæddum börnum deyja.
Lífslíkur við fæðingu: Öll þjóðin: 74,94 ár.
Konur 77,83, karlar 72,18 ár.
Þjóðernishópar
Mestísar (amerískir indíánar-spænskir) 60%, amerískir indíánar 30%, hvítir 9%, aðrir 1%.
Áður en Spánverjar komu til Mexíkó árið 1519 bjuggu þar um tíu milljónir indíána og siðmenning þeirra var meira en þrjú þúsund ára gömul. Þrjúhundruð ára spænsk yfirráð hafa sett mark sitt á íbúa: 60% Mexíkana eru af blönduðum spænsk-indíánskum uppruna. 30% fólksins eru innfæddir amerískir indíánar. Afgangurinn eru evrópskur, þar á meðal spænskir innflytjendur sem hafa nýlega sest að í Mexíkó.
Trú
Rómversk kaþólskir 89%, mótmælendatrúar 6%, aðrir 5%.
Nær allir frumbyggjar eru kristnir en kristindómurinn er blandaður fornri trú þeirra. Nærri allt hefur andlega merkingu.
Tungumál ☼spænska☼
Spænska er opinbert og ríkjandi mál, Maya, Nahuatl, Tarasco og Otomi eru staðbundin frumbyggjamál.
Spænskan í Mexkó er á tvo vegu frábrugðin kastilíanskri spænsku sem er opinbert mál Spánar: Kastilíanska smámælishljóðið hefur horfið í Mexíkó og fjöldi orða hefur verið tekin upp úr frumbyggjamálum. Um 50 frumbyggjamál eru töluð af um 7 milljónum manna í Mexíkó og 15% þeirra tala ekki spænsku.
Siðir og venjur
Mexíkanskt þjóðlíf byggist á blöndun tveggja menningarheima: frumbyggja og Spánverja. Þessi samsetning ólíkra heima endurspeglast á öllum sviðum lífsins. Mexíkóbúar eru yfirleitt hlýlegir og geðþekkir. Sums staðar í suður Mexíkó eru hreinir indíánar enn mjög yfir gnæfandi og menning þeirra hefur lítið breyst í gegnum aldirnar.
Mexíkóbúar sjá sjálfa sig og veröldina á mjög sérstakan hátt. Þeir hafa einstætt skopskyn og djúpa tilfinningu fyrir hefðum. Þeir eru listrænir og tilfinningaríkir og láta ekki tímann stjórna lífi sínu. Þeir taka fjölskylduna framyfir vinnuna.
Mexíkóbúar eru vinnusamir og hafa sterka skapgerð. Þeir meta börn, aldraða og fjölskylduna mikils. Það kann við fyrstu sýn að stinga í stúf við „macho“ ímyndina sem stundum er tengd körlum þar í landi en sú ímynd er einmitt hornsteinn virðingarinnar fyrir fjölskyldu, vinum og öðru fólki.
„Macho“ maðurinn er stoltur, hefur sjálfstraust og stjórn á sjálfum sér. Hann sýnir aldrei mjúkar tilfinningar eins og ótta, vonbrigði eða depurð. Yfirleitt er talið mikilvægt að yfirbragð mexíkóskra karla gefi til kynna innri styrk.
Í sveitahéruðum er stúlkna gætt vel heima þangað til þær giftast en drengir eru frjálsari. Menning og gildismat er mismunandi eftir stéttum. Bilið milli fátækra og ríkra hefur stækkað mikið síðasta áratuginn.
Í samræmi við spænska hefð hafa Mexíkóbúar yfirleitt tvö eftirnöfn, til dæmis Juan Perez Lopez. Perez er eftirnafn föðurfjölskyldu Juans en Lopez er nafn móðurfjölskyldu.
Tíðar og innilegar snertingar eru algengar í Mexíkó. Ef þú færist undan slíkum snertingum er það talið móðgun. Að sama skapi eru samtalsfjarlægðir mjög litlar. Sérstakt, mjög þétt handtak er merki um stórgreiða í Mexíkó.
☼navidadlatina.com/#☼ jól í Mexíkó á spænsku
Fjölmiðlar
☼laopinion.com☼ dagblað á spænsku
☼proceso.com.mx/☼ dagblað á spænsku
☼militante.org/☼ dagblað á spænsku
☼eluniversal.com/☼ vefmiðill á spænsku
☼mexicodaily.com/☼ dagblað á ensku
☼mexonline.com/☼ vefmiðill á ensku
☼tvazteca.com.mx/☼ sjónvarp á spænsku
☼monitor.com.mx/☼ útvarp á spænsku
☼radiocentro.com.mx/☼ útvarp á spænsku
☼race-sc.com/music_sp.htm☼ tónlistarrásir í Mexíkó og vefsíður frægra tónlistarmanna.
☼http://www.mtvla.com/☼ MTV Latin America
Tónlist og kvikmyndir
☼stories.lamusica.com/☼ tónlistarvefur á spænsku og ensku.
Tónlist er mikilvægur hluti af lífi Mexíkóbúa og er áberandi á margvíslegum litríkum hátíðum. Leikið er undir þjóðdansa á gítar, einkum stóra bassagítarinn sem kallast guittarón. Tónlist í Mexíkó á rætur í indíánaflautunni, huehuetl (trommum) og skelliskeljum. Spánverjarnir tóku tónlistarmenn með sér vestur um haf vegna þess að indíánatónlistin dugði ekki fyrir nautaat.
Tónlistin er að miklu leyti leikin á gítara. Mariachi eru farandhljómsveitir, yfirleitt með tvær fiðlur, tvo trompeta, tvo fimmstrengja gítara og stóra bassann guittaron.
☼http://www.luismiguelsite.com/☼ Vefur um söngvarann Luis Miguel. Á tuttugu ára ferli hefur Luis Miguel fengið nánast öll verðlaun sem listamann gæti langað í: sjö Grammyverðlaun, stjörnu á frægðarstétt Hollywood, þann heiður að fá að syngja með Frank Sinatra og yfir 50 milljónir seldar plötur. Velgengni þessa 32 ára listamanns, sem fæddist í Puerto Rico og ólst upp í Mexíkó, á sér einfalda skýringu: dugnað og úthald.
☼brownpride.com/latinrock/default.asp☼ Rokk í Mexíkó
☼alegria.org/index.html☼ Vefur um menningararfinn
☼cinemexicano.mty.itesm.mx/front.html☼ 100 ára saga mexíkanskra kvikmynda á spænsku
☼foxbaja.com/☼ kvikmyndir
☼alamedafilms.com/☼ kvikmyndir á spænsku og ensku
Líf barna
Hér eru ☼myndir☼ af börnum í Mexíkó.
☼soyunica.gov☼ vefur á spænsku og ensku fyrir stelpur.
Vefur á spænsku fyrir börn ☼elbalero.gob.mx☼
Vefur á ensku um Mexíkó fyrir börn ☼www2.lhric.org/pocantico/mexico/mexico.htm☼
Skólar
Læsi, miðað við 15 ára og eldri: 92%, karlar 94%, konur 90,5% (2003)
Skólakerfið: Að aldurssamsetningu eru Mexíkóbúar ein yngsta þjóð veraldar. Meira en helmingur þjóðarinnar er undir tuttugu ára aldri. Margir hinir ungu geta ekki unnið fyrir sér og eiga litla von um betri framtíð.
Skólaganga er lögboðin frá sex til átján ára. Þar að auki hefur þingið lögfest að eitt ár í forskóla verði skylda frá árinu 2004. Aukning á skólasókn hefur verið gífurleg síðustu tuttugu árin.
Í Mexíkó er unnið hörðum höndum að því að auka menntunartækifæri fyrir ungt fólk. Skólar fá æ meiri athygli í flestum borgum landsins og með því eykst von um að lífskjör batni í framtíðinni.
Lögð er áhersla á starfsmenntun og tæknilega þjálfun í framhaldsskólum. Einnig er sérstaklega hlynnt að börnum sem eiga við námserfiðleika að stríða og börnum með mikla hæfileika.
Enska er fyrsta erlenda málið sem lært er í framhaldsskólum.
Íþróttir
☼ballgame.org/☼
Fótbolti er vinsælasta íþróttin í Mexíkó. Árið 1986 var heimsmeistarakeppnin haldin þar.
Norðan til er hestamennska mikið stunduð og kúrekamót (rodeo) oft haldin. Charreria er svipuð íþrótt og þegar keppt er í því eru mikil hátíðahöld.
Nautaat, corrida de toros, er meira en íþrótt eða skemmtun. Í Mexíkóborg er stærsti atvangur veraldar.
Matargerð
Uppskriftir á : ☼íslensku☼ ☼spænsku☼ ☼ensku☼
Matarmenning í Mexíkó er mjög fjölbreytt, margt fleira gott og ljúffengt er að finna en taco og enchilada.
Tortilla er brauðið í Mexíkó. Mexíkóbúar borða þrjár máltíðir á dag: morgunverð, hádegisverð og kvöldverð. Einn til þrír þjóðlegir réttir eru í hverri máltíð.
Tortillabrauð og chilibaunir með sterkum chilipipar hafa löngum verið undirstöðufæða smábænda í Mexíkó. Aðrir þjóðlegir réttir eru burritos, enchiladas og tacos. Fjölbreyttur vel kryddaður matur er borðaður, oftast með chilipipar.
Chili con carne er vinsæll réttur og eldamennska sem byggir á svokölluðu Tex-Mex hefur orðið vinsæl um heim allan.
Ávextir og grænmeti eru með í nærri öllum máltíðum. Mexíkó er líka frægt fyrir frauðísdrykki og ýmsa ávaxtadrykki með bragði, til dæmis af svíðandi perukaktus.
Máltíðir gegna einnig félagslegu hlutverki því samveran er mikilvæg. Fjölskyldan safnast við matarborðið að minnsta kosti einu sinni á dag. Þeir sem geta fara heim í hádegismat til að borða með fjölskyldunni. Hádegisverður tekur yfirleitt meira en klukkustund.
Venja er og kurteisi hjá vel stæðu fólki að skilja eftir dálítinn mat á diskinum. Tómur diskur að lokinni máltíð þykir ókurteisi.
Tíska í Mexíkó: ☼vefsíða☼
Listir
☼elcalamo.com☼ tímarit á spænsku um listir og menningu
Allsstaðar í Mexíkó getur að líta fjölbreytt handverk. Fylkin Guerrero og Oaxaca eru fræg fyrir silfurskartgripi sína og trúarlegan tréútskurð sem talinn er einn sá besti í heimi. Notaður er kópalviður sem vex á svæðinu. Oaxacan teppi eru handunnin og það tekur mánuð að búa til eina mottu. Flest mynstrin eru tekin úr hinum ævafornu flatarmálsfræðilegu mynstrum Mayanna.
Bókmenntir Mexíkó eru auðugar og fjölbreyttar. Mexíkó hefur átt fræg skáld og rithöfunda eins og til dæmis ljóðskáldið Octavio Paz sem fékk Nóbelsverðlaunin árið 1990.
Sterk myndlistarhefð var í landinu áður en Spánverjarnir komu þar. Þegar hún blandaðist spænskri myndlist gerðu listamenn nýlendutímans verk sem eru afar sérstæð fyrir dýpt og hreinleika. Einn helsti listamaður tuttugustu aldar var Jose Guadalupe Posada sem gerði voldug veggspjöld, litógrafíur og tréskurðarmyndir af samtímaviðburðum. Eftirmenn hans, Diego Rivera, David Alfaso Siqueiros og Jose Clemente Orozco voru foringjar merkilegs hóps leiðandi mexíkóskra listamanna.
☼diegorivera.com/index.html☼ Á þessum vef er stórkostlegt „vefleikhús“ um Diego Rivera á tveimur tungumálum. Hægt er að hlusta og horfa á videó, skoða myndir og lesa texta um þær. Frida Kahlo var eiginkona Diego og er skemmst að minnast kvikmyndarinnar „Frida“
Vefur um Fridu ☼myhero.kahlo☼
Verk Fridu ☼hammondgallery.co.uk☼
Vefur um kvikmyndina ☼Frida☼
☼modotti.com/☼ flottur vefur um ítalskan ljósmyndara Tinu Modotti sem bjó í Mexico City hálfa ævina og kynntist m.a. Diego Rivera.
Tina Modotti (1896-1942) var merkileg kona og afburða ljósmyndari. Annáluð fegurð hennar og ástalíf með frægum mönnum hafa hingað til skyggt á æviferil sem var samofinn hinum mikilvægustu listrænu, pólitísku og sögulegu hræringum 20 aldar í Mexíkó.
Veðurfar ☼veðrið í Mexíkó í dag☼
Loftslag fer mjög eftir hæð yfir sjávarmáli. Heitt er á láglendinu með ströndum fram en svalt er á hásléttunum og þar getur fryst. Regntíminn kemur yfir mexíkóska sumarið milli júní og október. Í raun eru aðeins tvær árstíðir, þurrkatíminn frá nóvember til loka mars og regntíminn frá apríl til október. Hitastigið fer eftir hæð, það getur sveiflast frá 15°C til 49°C.
Landslag ☼landslagsmyndir☼
Há, hrikaleg fjöll, lágar sléttur með ströndum, hásléttur og eyðimerkur.
Landnýting og náttúruauðlindir
Náttúruauðlindir: olía, silfur, kopar, gull, blý, sink, náttúrugas og timbur.
ræktanlegt land: 13,2 %
varanleg uppskera: 1,1%
annað: 87,5%
Dýralíf ☼myndir☼
Á landi eru úlfar, gaupur, birnir jagúarar, fjallaljón, parduskettir, tapírar, apar, krókódílar, eðlur, snákar, græneðlur og tálkamöndrur.
Yfir þúsund tegundir fugla eru í Mexíkó, til dæmis páfagaukar, arar, túkanar, flamingóar og kólibrífuglar. Kvesalinn var eftirsóttur vegna fjaðraskrúðsins sem indíánar notuðu í hátíðabúninga sína. Nú eru þeir fáséðir.
Loðselir eru við ströndina og í ám og með ströndinni er mikið af fiski.
☼http://www.mexicodesconocido.com.mx☼ Fallegur vefur um dýr í Mexíkó á tveimur tungumálum.
Ógnir náttúrunnar
Tsunamiflóðbylgjur við Kyrrahafsströndina, eldgos og hættulegir jarðskjálftar um miðbikið og sunnan til. Fellibyljir við Kyrrahafsströndina, á Mexíkóflóa og við strönd Karíbahafs.
Eldfjallið Popocatepetl (Reykfjallið) er enn virkt.
Árið 1985 fórust þúsundir manna í jarðskjálfta í Mexíkóborg.
Atvinnulíf
Landbúnaður: Maískorn, hveiti, sojabaunir, hrísgrjón, baunir, bómull, kaffi, ávextir, tómatar, nautakjöt, kjúklingar, mjólkurvörur, viðarvörur.
Iðnaður: Matar- og drykkjarvörur, tóbak, efnaiðnaður, járn og stál, olía, námugröftur, vefnaðarvörur, fatnaður, farartæki, neysluvörur, ferðamannaiðnaður,
Útflutningur: iðnaðarvörur, olía og olíuafurðir, silfur, ávextir, grænmeti, kaffi, baðmull.
Atvinnuleysi: 3,3% í borgum (2003).
Undir fátæktarmörkum: 40% (2003).