Hér má kynna sér meira um sögu Mexíkó á ensku ☼http://www.mexconnect.com/mex_/history.html☼
Um 1200-400 f. Kr. Menning Olmeka blómstrar við strendur Mexíkóflóa, þekkt fyrir risavaxin steinhöfuð til heiðurs guðum þeirra, konungum og stríðsmönnum.
Um 900 f. Kr. Bygging borgarinnar Olmeka í San Lorenzo, Tenokhtitlán og La Venta. Risavaxin steinhöfuð og fíngerðir steinskúlptúrar búnir til.
Um 700 f. Kr. Borgin Monte Albán stofnuð á fjalli með útsýni yfir þrjá dali. Fjallstindurinn var jafnaður til að byggja þar borgina.
Um 200 f. Kr. Bygging Teotihuakán sem var stórborg með allt að 50.000 íbúa.
Um 100 f. Kr. Elstu dagsetningar skráðar í Isapa.
Um 200 e. Kr. Pýramídar sólar og mána byggðir í Teotihuakán.
200-800 e. Kr. Menning Mayanna blómstraði án málmverkfæra og hjóla. Þeir byggðu risavaxnar steinborgir og musterispýramída sunnantil í Mexíkó og í Mið Ameríku. Mayarnir fundu upp talningarkerfi, tímatal og ritmál.
Um 300 e. Kr. Teotihuakán, Monte Albán og Tikal (í Guatemala) blómstra.
Um 600 e. Kr. Þing í Xokhikalko; Uxmal og Kabah blómstra; stofnun borgarinnar Tula;
El Tajin verður voldugast á strandsvæðum Mexíkóflóa.
Um 700. Hrun Teotihuakán; Kobá blómstrar; Monte Albán fer í eyði og Mitla verður voldugri. Bygging stærstu minnismerkjanna í Palenque.
Um 900. Tula, höfuðborg hernaðarþjóðarinnar Tolteka er stærsta og mikilvægasta borg mið Mexíkó; Endurreisn Chikhén Itsá í kjölfarið á komu Kvetsalkóatl/Kukulkán.
950-1200 e. Kr. Stríðsþjóðin Toltekar ræður yfir mið Mexíkó. Veldi þeirra, sem byggðist á hæfum byggingamönnum, vefurum og málmiðnaðarmönnum, var síðar sigrað af Astekum.
Um 1100. Cholulapýramídinn nær fullri stærð (hinn stærsti sem vitað er um í heiminum). Hrun Tula.
Um 1200. Tula blómstrar. Bandalag Mayapan ræður yfir Yukatánskaga.
Um 1325. Astekar, hin síðasta af menningarþjóðunum miklu stofna Tenokhtitlán, höfuðborg sína á eyju úti í miðju vatni. Síðar var Mexíkóborg byggð þar.
Um 1400. Samband Uxmal og fleiri borga steypti Mayapan; Astekar ráða yfir mið og suður Mexíkó.
1517. Spænski landkönnuðurinn Hernández de Córdova ferðast með ströndum Yukatánskagans, og kannaði ummerki um búsetu Maya. Sögur af auðlegð Mexíkó í gulli, silfri og skartgripum bárust meðal Spánverjanna.
1519-1521. Spænski herforinginn Hernando Cortés og „conquistadores“ (landvinningamenn) hans koma og leggja Mexíkó undir sig. Borgin Tenochtitlán er lögð í rúst og Mexíkó verður hluti af Spánarveldi.
1810-1821. Vegna áhrifa frá Sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna (1776) og Frönsku byltingunni (1789), hefja Mexíkómenn baráttu fyrir sjálfstæði eftir þriggja alda yfirráð Spánverja. Uppreisn þeirra lýkur með sigri árið 1821.
1836. Hið mexíkanska yfirráðasvæði Texas lýsir yfir sjálfstæði frá Mexíkó. Að lokum er Texas innlimað í Bandaríkin.
1846. Stríð brýst út milli Bandaríkjanna og Mexíkó vegna ágreinings um land.
1848. Bandaríkjamenn sigra í stríðinu og leggja undir sig norðursvæði Mexíkó sem nú eru Texas, Kalifornía, Nýja Mexíkó and Arizona.
1862. Napóleon III af Frakklandi dreymdi um að byggja upp nýtt heimsveldi og sendi her inn í Mexíkó. Hinn 5. maí sigruðu Mexíkanar franska innrásarherinn í orustunni við Puebla. „Cinco de Mayo“ (5. maí) frídagurinn eru til að fagna þessum sögulega viðburði.
1876. Einræðistímabil Porfirio Díaz hersöfðingja hefst. Á valdatíma hans voru byggðar járnbrautir, nýir vegir og símalínur en aðstæður fátæklinga og landlausra smábænda urðu jafnvel enn vonlausari.
1910. Borgarastríð sem kallað hefur verið mexíkanska byltingin hefst þegar almennir borgarar rísa upp gegn kúgandi ríkisstjórn. Byltingin leiddi til nýrrar stjórnarskrár árið 1917, sem tryggði grundvallarréttindi verkamanna og úthlutaði smábændum land.
1920. Álvaro Obregón verður forseti og kemur á friði. Hann úthlutar fátækum bændum 3 milljónum ekra af landi og byggir meira en þúsund skóla með umbótaáætlun sinni.
1929. Fyrsti opinberi stjórnmálaflokkur Mexíkó er stofnaður, Þjóðlegi byltingarflokkurinn. Nokkrum áratugum síðar breytir hann nafni sínu í Stofnunarlega byltingarflokkinn (PRI).
1938. Lázaro Cárdenas forseti og ríkisstjórn hans yfirtóku bresk og bandarísk olíufyrirtæki í Mexíkó og stofnuðu Mexíkanska olíufélagið. Það myndar undirstöðu efnahags Mexíkó í dag.
1968. Fyrstu Ólympíuleikarnir í Rómönsku Ameríku eru haldnir í Mexíkóborg.
1985. Jarðskjálfti sem mælist 8.1 á Richter ríður yfir Mexíkóborg. Nærri 10.000 láta lífið og meira en 50.000 til viðbótar slasast.
1994. Fríverslunarsamningur Norður Ameríku (NAFTA) gengur í gildi milli Mexíkó, Kanada og Bandríkjanna. Hann greiðir fyrir tollfrjálsum viðskiptum milli landanna og styður við efnahag Mexíkó.
2000. Vicente Fox byrjar sex ára kjörtímabil sem forseti Mexíkó. Kosning Fox, sem er félagi í Þjóðlega aðgerðaflokknum, markar endalok 71 árs órofins valdatíma Stofnunarlega byltingarflokksins (PRI).