Perou

penewzz

 
Sagan í hnotskurn ☼Smellið hér☼
Staðsetning og heiti ☼myndir☼
Perú er í vestanverðri Suður-Ameríku. Landið deilir landamærum með fimm öðrum löndum. Fyrir norðan liggja Kólombía og Ekvador, fyrir sunnan eru Bólivía og Chile og fyrir austan er Brasilía. Vestan við landið er svo Kyrrahafið.
Landið er 1.285.220 ferkílómetrar að stærð.
Langt heiti: República del Perú / Lýðveldið Perú
Stutt heiti: Perú
Hvaðan koma börnin?
Juan kom frá   ☼Lima☼

Landsveffang
Landsveffangið er: .pe
Notendur Internetsins: 6.1 milljón (2006)

Höfuðborg  ☼myndir☼
Höfuðborgin heitir Lima

Þjóðhátíðardagur og stjórnarfar ☼hlustaðu á þjóðsönginn☼
Sjálfstæðis- og þjóðhátíðardagur: 28. Júlí 1821
Stjórnarfar: Stjórnarskrárbundið lýðveldi.

Sendiráð /ræðismaður Nepal á Íslandi?
Ræðismaður: Baldur Hjaltason, Bæjarlind 6, Reykjavík
Sími: 570 7030
Fax: 570 7001
Tölvupóstur: baldur.hjaltason@pronova.com
Heimili: Háaleitisbraut 93, 108 Reykjavík
Sími: 553 3132
Tölvupóstur: baldur.hjaltason@epax.com
Fjöldi íbúa (júlí 2008)
Íbúafjöldi er 29,180,899
Aldursdreifing: 0-14 ára: 29,7%; 15-64 ára: 64,7%; 65 ára og eldri: 5,6%
Lífslíkur við fæðingu: karlar: 68.61 ár konur: 72.37 ár
Frjósemishlutfall: 2.42 börn fædd á hverja konu.
Ungbarnadauði: 29.53 börn deyja fyrir hver 1000 fædd

Þjóðernishópar
Amerindíanar 45%, mestísar (blanda af amerindíanum og hvítum) 37%, hvítir 15%, svartir, Japanir, Kínverjar og aðrir 3%
Trú
Rómversk kaþólskir 81%, Sjöunda dags aðventistar 1.4%, aðrir kristnir 0.7%, aðrir 0.6%, óþekkt eða ekkert 16.3% (2003)
Tungumál
Í Perú er talaður fjöldi tungumála. Opinbert tungumál landsins er spænska, og á sumum stöðum gömul tungumál sem kallast quechua og aymara. Auk þess eru á ýmsum svæðum talaður fjöldi frumbyggjatungumála. Hér er hægt að hlusta á ☼quechua☼ tungumálið.
Siðir og venjur
Samstaða fjölskyldna, líkt og í mörgum öðrum löndum Suður-Ameríku er gríðarlega mikil í Perú. Sama á hvaða þjóðfélagsstigi þær eru þá eru mikil samheldni í fjölskyldum í Perú. Og þessi bönd haldast frá kynslóð til kynslóðar. Áður fyrr var fjölskyldulíf yfirleitt með hefbundnu sniði, þar sem fjölskyldufaðirinn var húsbóndi heimilisins, stýrði fjölskyldunni og var andlit hennar út á við. Í dag hefur þetta þó eitthvað breyst og nú stjórna konur fjölskyldunum á mörgum stöðum.
Fólk af hálendinu á ekki hluti eins og sjónvörp og slíkt eins og millistéttafjölskyldur í borgum landsins, og býr oft við slæmar aðstæður.
Klæðnaður skipar veigamikinn sess í Perú, sérstaklega meðal þeirra sem búa í dreifbýli, og klæðnaður fólks sem býr í Andesfjöllunum er mjög auðþekkjanlegur, ekki síst vegna þess hve litskrúðugur hann er.
Þegar fólk heilsast formlega tekst það í hendur. Menn faðmast líka oft til að sýna hrifningu. Menn og konur faðmast og kyssa hvort annað létt á kinnina þegar það heilsast.

Fjölmiðlar
Dagblað frá Perú: ☼www.elperuano.com.pe☼

Dagblað frá Perú: ☼www.larepublica.com.pe☼

Sjónvarpsstöð í Perú: ☼www.americatv.com.pe☼

Tímaritið Caretas: ☼www.caretas.com.pe☼

Tónlist og kvikmyndir
Í Perú má fyrst og fremst finna þjóðlagatónlist, eða
tónlist innfæddra. Í Perú má finna eina tónlistarhefð
Suður-Ameríku, en það er tónlist amerindíánanna í
Andesfjöllunum. Það sem er helst einkennandi fyrir
þessa tónlist eru panflautur og fastur taktur ásamt
sterkum melodíum.
Hér má sjá myndbönd
☼http://www.youtube.com/watch?v=XHR6f-Vt-dY☼
☼http://www.youtube.com/watch?v=hinT64zvK0g☼
Annað hljóðfæri sem er áberandi í Perú er svokallað
“charango” sem er skylt mandolíni.

Hér má finna heimasíðu sem er tileinkuð tónlist frá
Perú: ☼www.musicaperuana.com☼

Kvikmyndagerð í Perú er ekki eins áberandi og t.d. í
Mexíkó eða Argentínu, en 7. og 8. áratug síðustu
aldar voru gerðar kvikmyndir í Perú í samstarfi við
stjörnur frá Mexíkó sem náðu þó nokkrum
vinsældum, t.d. Bromas S.A.

Líf barna ☼myndir☼ af börnum frá Perú
Sjóður fyrir börn í Perú: ☼www.childrenofperu.org☼
Börn frá Perú á leiðinni í skólann: ☼www.youtube.com/watch?v=hSI-6hmSnFA☼
Börn frá Perú að syngja:
☼www.youtube.com/watch?v=TK9281l5jPA☼
Börn frá Perú með fíflalæti J
☼www.youtube.com/watch?v=h4LA6262uMY☼

Skólar
Læsi miðað við íbúa 15 ára og eldri: 87,7%.
Konur: 82.1%
Karlar: 93.5 % (2004)
Menntun er talin gríðarlega mikilvæg í Perú og fyrsta skref fólks í átt frá fátækt. Íbúar Perú eru á heildina litið vel menntaðir.
Grunnskólamenntun kostar ekkert og skólaskylda er frá sjö til sextán ára aldurs. Gagnfræðaskólar eru einnig ókeypis og um helmingur barna í Perú heldur þangað eftir grunnskóla.
Skráning í grunn- og gagnfræðaskóla hefur aukist í Perú á undanförnum árum, og þessa dagana eru fleiri unglingar læsir en fullorðnir. Í Perú eru um 30 háskólar.
Upplýsingar um skóla í Perú: ☼www.perued.net☼

Íþróttir
Vinsælasta íþróttin í Perú er knattspyrna. Landslið Perú hefur fjórum sinnum komist á heimsmeistaramótið í knattspyrnu; 1930, 1970, 1978 og 1982. Það hefur ekki komist á heimsmeistaramótið síðan þá en líður fyrir það að þurfa að keppa við öflugustu knattspyrnuþjóðir heims, Argentínu og Brasilíu, um sæti á mótinu.
Af sterkustu knattspyrnumönnum Perú má nefna Nolberto Solano, Claudio Pizarro, Jose Paolo Guerrero og Jefferson Farfán.
Á eftir knattspyrnunni er nautaat vinsælasta íþróttin, og í Lima má finna Plaza de Acho sem er elsta nautaatshöll Suður-Ameríku.
Af öðrum vinsælum íþróttum í Perú má nefna blak, körfubolta, tennis og golf.
Nautaat í Perú:
☼www.youtube.com/watch?v=MN5j-sG0cCM☼
Útvarpsstöð sem er tileinkuð íþróttum: ☼www.peru.com/futbol/radio/ovacion.asp☼
El Bocon – þekkt íþróttablað í Perú ☼www.elbocon.com.pe☼
Todo Sports – íþróttablað ☼www.todosport.com.pe☼
Um sport í Perú
☼www.travour.com/travel-to-peru/sports-in-peru.html☼
Matargerð
Uppskriftir á : ☼íslensku☼ ☼spænsku☼ ☼ensku☼
Matargerð í Perú er afar fjölbreytileg, og víða um heim má finna veitingahús sem sérhæfa sig í mat frá Perú.
Þessi fjölbreytni stafar m.a. af því hvernig fólk frá Perú blandar ævafornri matargerð við nútímalegri aðferðir, og því hversu opið fólk frá Perú er fyrir því að blanda saman ólíkum kynþáttum og menningum.
Fólk frá Perú borða fyrst og fremst kartöflur, hrísgrjón, baunir, fisk og ávexti. Ýmsar tegundir af súpum eru líka algengar. Naggrísir eru mikið borðaðir á landsbyggðinni og þá má finna á nánast hverju heimili.
Á hinum ýmsu svæðum Perú eru fjölmargir réttir, hér eru dæmi um tvo.
Caviche er vinsæll réttur við ströndina, en það er marineraður hrár fiskur, og “kryddaður” með sítrónu og ediki.
Papa a la Huancaina er kæld bökuð kartafla með eggjasneiðum og einhverskonar sósu (t.d. chili).
Tíska í Perú
Vefnaður gegnir veigamiklu hlutverki í Perú og skiptir fólkið þar miklu máli. Fatnaður er gerður úr þykkri ull.
Árleg tískusýning í Perú: ☼www.perumoda.com☼

Listir
Listir í Perú eiga uppruna sinn að rekja til siðmenningar Andesfjallanna.
Flestar borgir í Perú hafa sína eigin dansa. Cajón er t.d. dans sem er dansaður í Lima af þeim sem eru af afrískum uppruna.
Leirkeragerð og ýmiskonar járnsmíð eru einnig vinsælar listgreinar
☼www.peruvianarts.co.uk/home.html☼

Veðurfar ☼veðrið í dag☼
Veðurfar í Perú er mjög fjölbreytilegt, og fer veðurfar mjög eftir svæðum.
Við ströndina er veðrið breytilegt, og veturnir eru rakir og skýjaðir. Vetur endist frá júní fram í september. Meðalhiti er um 14°C en getur náð upp í 28°C á sumrin.
Á hálendinu skín sólin allan ársins hring á morgnana, en á næturna getur hitinn farið niður í 5°C.
Í Amazonskóginum er svo hitabeltisveðurfar allan ársins hring
Í Lima er temprað loftslag, og sumrin geta orðið nokkuð heit.
Meðalhiti á sumrin (frá desember til mars) er 25-28°C. Á veturna er hann frá 10-16°C.
Landslag ☼landslagsmyndir☼
Perú skiptist gróflega í þrjú landfræðileg svæði: ströndina, hálendið og frumskógarsvæðið.
Ströndin er í vestanverðu landinu, og einkennist af eyðimörkum, fallegum ströndum og dölum. Strandlengja Perú er löng eyðimörk mitt á milli Kyrrahafsins og fjallanna. Hálendið má segja að sé fyrst og fremst Andesfjöllin og svæðið þar um kring.
Á frumskógarsvæðinu, sem nær frá norðanverðri Perú inn í mitt landið, er að finna hluta af Amazon frumskóginum og er um 60% landsins hluti af þessu svæði.

Landnýting og auðlindir
Náttúruauðlindir: Kopar, silfur, gull, jarðolía, timbur,
fiskur, kol, járngrýti, fosfat, pottaska, vatnsafl,
náttúruleg gös.
Ræktanlegt land: 2.88%
Varanleg uppskera: 0.47%
Annað:  96.65%

Dýralíf ☼myndir☼

Dýralíf í Perú er afar fjölbreytilegt, og þar má finna tugi þúsunda af alls kyns fiskum, fuglum og öpum. Dýralíf á landssvæðunum þremur er afar ólíkt. Á strandsvæðinu er sjávarlífið líklega þekktast, og þar má finna alls kyns krabba, hákarla og þar fram eftir götunum.
Á hálendinu er einnig mikið um dýralíf og silungur er þar algengur í vötnum í kring, en einnig er þar að finna lamadýr, kondóra o.fl.
Frumskógarsvæðið er þó líklega hvað þekktast fyrir dýralíf, og er stærsta verndaða svæði Perú, en þar má finna aragrúa af dýrategundum, t.a.m. píranafiska, krókódíla, slöngur, apa, skordýr, plöntur, spendýr o.fl. o.fl.

Ógnir náttúrunnar
Jarðskjálftar, flóðbylgjur og flóð, skriðuföll og lítilvæg eldfjallavirkni.

Atvinnulíf
Landbúnaður, helstu afurðir: Aspas, kaffi, bómull, sykurreyr, hrísgrjón, kartöflur, korn, vínber, appelsínur, kakó, mjölbananajurtir, alifuglar, nautakjöt, mjólkurvörur, fiskar, naggrísir.
Aðrar atvinnugreinar: Námugröftur og námuvinnsla, stál, fiskveiðar og fiskvinnsla, málmframleiðsla, jarðolíuvinnsla og hreinsun, vefnaður o.fl.
Útflutningur: Kopar, gull, sínk, jarðolía og jarðolíuvörur, kaffi, kartöflur, aspas, vefnaður og naggrísir
Atvinnuleysi: 6,9% á Lima og svæði í kring.
Mjög mikill atvinnuskortur.

Peningar
Gjaldmiðill: Nuevo sol (PEN)
Fjárhagsár: Almanaksárið