Ceviche de Pescado
Forréttur
Fyrir 6 til 8.
Undirbúningstími: 3 klst.
Innihald
1 kg af hvítum fiski (mahi mahi hentar vel)
1 bolli af súraldinsafa
1 hvítlauksgeiri
2 rauðar paprikur, skornar í teninga
2 jalapeno, skornir í litla teninga
Salt og pipar eftir smekk
1 stór laukur, saxaður
2 seljurótir, saxaðar
Slatti af söxuðu kóríander
2 salatblöð á hvern disk
12 til 16 maískólfar skornir í 5 cm stykki og eldaðir á hefðbundinn hátt
3 eða 4 sætar kartöflur, soðnar og flysjaðar
6-8 sítrónur skornar í tvennt og settar á mitt borðið.
Undirbúningur
1. Þvoðu og úrbeinaðu fiskinn og skerðu hann í 1 cm stykki
2. Kryddaðu með súraldinsafa, hvítlauk, salti og pipar. Leyfðu því að marinera í klukkutíma.
3. Bættu við lauk, jalapeno og papriku, seljurótum og lárviðlaufi. Leyfðu því að marinerast í eina klukkustund til viðbótar
4. Berðu fram með salatblöðin undir. Bættu við tveim maískólfum og hluta af sætu kartöflunum.
Heimild: ☼www.peru-travel-adventures.com/peru-recipes-food-cdp.html☼
Papa a la huancaina
Aðalréttur
Fyrir 6 eða fleiri
Undirbúningstími: 1 klukkustund.
Innihald
10 meðalstórar kartöflur (nýjar eða rauðar henta vel)
0.5 kg af osti
2 litlir jalapeno
1 bolli af dósamjólk
½ bolli af jurtaolíu
2 hvítlauksgeirar
8 saltkex
1 matskeið af sinnepi
Salt og pipar
Salat
3 harðsoðin egg
Svartar ólífur
Undirbúningur
1. Sjóddu og flysjaðu kartöflurnar og leyfðu þeim að kólna
2. Blandaðu ostinum, paprikunni, mjólkinni, olíunni, hvítlauknum, kexinu, sinnepinu, saltinu og piparnum saman í hrærivél. Sósan ætti að vera frekar þykk; bættu við kexi ef hún er það ekki, en mjólk ef hún er ekki nógu þykk.
3. Settu salatblöð á disk og settu kartöflurnar ofan á. Helltu sósunni yfir. Skerðu harðsoðnu eggin í helminga og settu ofan á kartöflurnar. Bættu við svörtu ólífunum ef þér sýnist svo.
4. Þennan rétt má bera fram örlítið kaldan.
Heimild: ☼www.peru-travel-adventures.com/peru-recipes-food-palh.html☼